Ofbeldið heldur áfram

Vilji menn skilja hugarheim vinstrimanna er gott að lesa Kommúnistaávarp þeirra Marx og Engels og rit Saint-Simon, sem sagði að þeir sem ekki vildu hlýta boðum hans fengju sömu meðferð og kvikfénaður. Það vill nefnilega gleymast að ofbeldi er óhjákvæmileg verknaðaraðferð sósíalismans.

Gjaldeyrishöftum verður ekki viðhaldið nema með ofbeldi. Stjórnvöld sjá að höftin halda ekki og herða því á höftunum, lækka ferðamannagjaldeyri um þriðjung og veita svokölluðu gjaldeyriseftirliti heimild til að fara fram með ofbeldi gegn þeim sem þeir telja að hafa brotið gegn höftunum.

Nýlega sáust myndir frá Venezúela sem sýndu hermenn með alvæpni við verðlagsgæslu. Ef til vill er það sem koma skal á Íslandi, en hér á landi eru gjaldeyrisviðskipti skilgreind sem allra alvarlegustu brot og settur á svið fjölmiðlasirkus þegar svokallað gjaldeyriseftirlit taldi sig hafa haft hendur í hári "brotamanna" sem voru að stunda það sem í nágrannalöndunum eru kölluð viðskipti og þykja sjálfsögn mannréttindi.

Fátt bendir nefnilega til annars en að Íslendingar muni sitja uppi með gjaldeyrishöft næsta áratuginn eða lengur með gríðarlegri lífskjaraskerðingu. Þeir einu sem græða er stjórnmálaelítan sem skarar eld að eigin köku.


mbl.is Seðlabankinn fær auknar rannsóknarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband