Hertari reglur eru til óþurftar

Líkast eru engin - alls engin - fyrirtæki sem hafa þurft að sæta jafnmiklu eftirliti á umliðnum árum og bankar á Vesturlöndum. Hér er jafnt átt við lögboðið opinbert eftirlit, jafnt sem lögboðið innra eftirlit. Á umliðnum misserum hefur því statt og stöðugt verið haldið fram í opinberri umræðu að reglur þurfi að herða og menn gera því jafnvel skóna að "skortur á regluverki" hafi beinlínis leitt til falls íslenska bankakerfisins og sömu rökum er haldið fram erlendis.

Í ljósi þessa er undarlegt til þess að vita að þeir sjóðir sem ekki nutu neins opinbers eftirlits hefur best reitt af í því óveðri sem geisað hefur á fjármálamörkuðum heimsins að undanförnu. Hvernig rímar það við sönginn í hinum háværa kór sem heimtar auknar reglur, reglur og eftirlit, eftirlit?

Væri ekki verðug rannsóknarspurning fyrir þá sem kanna fjármálamarkaði hvort hinar hörðu reglur hafi ekki einmitt átt sinn þátt í falli margra af stærstu fjármálafyrirtækja heimsins? Að minnsta kosti er ljóst að harðara eftirlit með fyrirtækjum er ekki til þess fallið að auka verðmætasköpun og frumkvæði heldur þvert á móti.

En líkast til verður reyndin sú að löggjöf um starfsemi fyrirtækja verður hert á næstu misserum og árum. Ein af afleiðingum þessa verða lakari lífskjör, því hagsæld eykst í réttu hlutfalli við frelsi á fjármagnsmörkuðum.


mbl.is Herða eftirlit með hæfi stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi færsla "höfundar" kemur síst á óvart frá "bláa hnettinum".

Ef höfundur man eftir þeirri góðu sögu, þá seldu íbúar bláa hnattarins sólina, svo hún var kyrrsett á einum punkti, þannig að allir skuggabaldrar á sama hnetti urðu annað hvort að deyja eða flytja sig í sólina.

Að höfundur skuli detta í frjálshyggjuveðurfræðina og kalla þær óumflýjanlegu sviptingar á fjármálamarkaði,  óveður,  bendir til að geimverum á bláa hnettinum er ekki viðbjargandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.2.2010 kl. 21:10

2 identicon

Of mikið af óstuddum fullyrðingum í þessum texta. Mættir alveg reyna að hafa hann meira sannfærandi

Viktor Traustason (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:36

3 identicon

Sjálfsagt hefði höfundur mátt rökstyðju sumt betur en það breytir því ekki að þær fullyrðingar sem haldið er að fólki í síbylju um að auka þurfi regluverk og afskipti hins opinbera, þar með eftirlit, eru næstum aldrei studdar neinum rökum. Þetta eru bara innantómir frasar.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:15

4 identicon

Þessi ræða Jennýjar er gjörsamlega óskiljanleg, um hvað er konan að tala?

Pétur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 23:34

5 identicon

Hvað þikist þið vera að belgja ykkur, sem eru búnir að koma þjóðinni á kaldann klakann! ? var ekki nóg að eyðileggja allt hérna, þarf maður líka að hlusta á blaðrið í ykkur!!!!

Ein BrJáluð (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Konan er að fjalla um geimverur frá bláum hnetti og veðurfræði!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.2.2010 kl. 15:58

7 identicon

Held að ein brjáluð ætti að fara að girða upp um sig brækurnar og hugsa með höfðinu. Nú er umræðan hér í USA farin að snúa að stjórnmálamönnum sem settu mjög hertar reglur um lánaviðskipti til minnihlutahópa sem leiddi til almennra reglna um undirmálslán og afleiðulána.

Vafningarnir sem komu hruninu á stað áttu að vera trygging banka við "hertri" löggjöf.

Landið (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:04

8 identicon

Sósíalistinn eða jafnaðarmaðurinn lofar alltaf sama veðrinu þ.e. sól og sumar alla daga en raunin verður kaldir og dimmir dagar undir þeirra stjórn.

Hugmyndir margra vinstrimanna á hagkerfum og viðskiptum minnir mig á Litlu Gulu hænuna þ.e. enginn vill gera neitt en allir vilja bita af brauðinu.

Jenný kreppur eru óhjákvæmilegar á frjálsum markði. Það skýrst af því að maðurinn er ófullkominn og getur ekki séð fram í tíman. Það mun alltaf koma upp á frjálsum markði einhvers konar bóla t.d. var netbólan dæmi um slíkt. Kreppan sem fylgir í kjölfarið er leiðrétting sem á sér stað á markaðnum. Fjárfestar hafa takmarkað afl á bakvið sig til að halda úti bólum og því verða þær aldrei of stórar líkt og netbólan og leiðrétta sig fljótt. Þegar ríkistjórnir eins og sú bandaríksa leggja þunga sinn á markaðinn með regluverki og ríkisábyrgðum er aflið meira og kreppan sem fylgir í kjölfarið dýpri.

Hert löggjöf ýtir undir ábyrgðaleysi stjórnenda. Hverjar voru afsakanir þeirra sem áttu bankanna? Voru þær ekki að öllum lögum hafi verið fylgt?

Bankarnir fóru á hausinn vegna þess að þeir voru illa reknir og við setjum aldri í lög að bannað verði að reka fyrirtæki illa.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband