Tölfræðitrikk

Hér er fullyrt að helmingur þeirra sem leita meðferðar á Vogi og eru háðir kannabisefnum séu einnig háðir örvandi lyfjum á borð við kókaín og amfetamín.

Þetta er eflaust rétt en líklegra verður að teljast að þetta fólk leiti sér hjálpar vegna síðarnefndu efnanna.

Það er auðvelt að ljúga með tölfræði og gera kannabisneyslu að orsakavaldi annarrar fíkniefnaneyslu. Væri kannabis ekki til staðar myndu þeir sem á annað borð hafa áhuga á að neyta fíkniefna finna sér önnur efni til neyslu.

Í greininni er einnig fullyrt að einungis 17% þeirra sem koma á Vog og eru yngri en þrítugir séu aðeins háðir kannabis. Slík fullyrðing ein og sér gæti falið í sér að harðari eiturlyfjaneysla sé óhjákvæmilegur fylgifiskur kannabisneyslu en ef setningin er litin gagnrýnum augum er þetta ekki alveg svo einfalt.

Þeir sem neyta kannabis neyta oftar en ekki áfengis samhliða og þar sem stærstur hluti þeirra sem leita á náðir Vogs er háðir áfengi verður talan 17% að teljast afar lág. Reyndar sætir furðu að hún sé ekki lægri.

Enn eitt "tölfræðitrikkið" er að tala um helmingsaukningu eða tvöföldun. Nær væri að skoða tölurnar sjálfar. Þegar fáir eru fyrir þarf fáa til að ná fram tvöföldun.

Auk þess eru neytendur kannabis á landinu greinilega margfalt fleiri en sjúklingar á Vogi ef marka má þessar tölur um eins tonns neyslu Íslendinga á ári hverju. Hlutur sjúklinga á Vogi er aðeins brot af þeirri neyslu.

Í ljósi þessa væri nær að spyrja: Hversu stór hluti áfengisneytenda á Íslandi er inni á Vogi.
mbl.is SÁÁ: Neyta 1 tonns af kannabis á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um leið og ungabarnið saug fyrsta sopan... þá var það húkkt á drykkju.

Á íslandi í dag er það löggjafinn, lögreglan sem eru hið eina sanna "gateway" drug....

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það eru til þrennskonar lygar.

Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.10.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með ykkur

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband