Af misjöfnum þroska

Sumt ungt fólk er vel hæft til að keyra bifreiðar þrátt fyrir að hafa ekki náð fermingaraldri. Að sama skapi er til margt fullorðið fólk sem aldrei er fært um að aka bifreiðar og ekur samt. Hér áður fyrr hófu ungmenni að aka bifreiðum og öðrum ökutækjum, til að mynda dráttarvélum, ef einhver fullorðinn treysti þeim til þess. Í nútímasamfélaginu hættir fólki til að ofvernda börn sín og nú hafa heyrst raddir um að tálma ungu fólki akstur bifreiða. Frjálshyggjumenn andmæla slíkum höftum á ungt fólk. Réttara væri að huga að því hvernig hægt væri að láta börn og ungmenni axla meiri ábyrgð. Í því sambandi mætti vel hugsa sér að lækka ökuleyfisaldur og áfengiskaupaaldur í 16 ár.
mbl.is Á fermingaraldri á rúntinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er nú bara hjartanlega sammála.
Í Finnlandi eru bílpróf miklu erfiðari heldur en á Íslandi og miklu meira lagt upp úr að koma góðum ökumönnum út í umferðina, ekki bara hverjum sem er.  Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að Finnland á marga af bestu kapp- or rallaksturs ökumönnum í heimi.  Nú eru aðeins nokkur ár síðan ég tók bílprófið.... og það var eitt það léttasta sem ég hef gert á minni ævi, sérstaklega verklega prófið.  Hvaða hálfviti sem er getur rúllað sér í gegnum það próf og síðan mætt út í umferðina.
Hæfileikar fylgja ekki aldri :-)

Óskar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Krútta

Sem unglingur sem fékk að keyra um á traktorum og sveitabílum á engjum þá er ég sammála því að sumt ungt fólk er hæft að aka ökutækjum.

En við erum að tala um krakka sem er að aka innanbæjar hérna,nútíminn er ekki sá sami og hann var 15 -20 árum eða lengra síðan .Hætturnar í umferðinni er of mikil , jafnvel þó þeir eru 18 eða 20 ára þá eru sumir á þessum aldri of óþroskaðir til að keyra.

Mundi fremur vilja að þeir mundi bara hækka ökuleyfis aldur á venjulegum bílum upp til 20 ára en leyfa 16 unglingum þangað til þeir eru 20 að aka um á sérgerðum bílum sem hafa hámarkshraða upp á 40km hraða(minnir að þetta er í gert í Svíþjóð) . 

En veit að sumir "krakkar" fengu sérpróf til að taka (sérkennslu krakkar) sem liggur við að þau fengu prófblað og liti og var sagt að lita merkinn.Og þetta kom munnega frá einni sjálfri sem fékk þetta próf og var að gorta sér á því að hún loksins fékk prófið eftir hafa fallið 8 sinnum . Hún eyðilagði 3 bíla það ár og dísel jeppinn sem hún fyllti af bensíni var dýrt spaug. 

Samt sem systir eins sem var nappaður 3 sinnum að stelast að keyra hringinn þá er þetta staðreynd að ungir prakkarar stelast að keyra en það mundi vera minna töff ef þeir staular fengu að taka prófið ári seinna en þeir ættu í hegningaskyni ,heldu en að fá lexíu frá lögæslunni og kannski sekt til foreldrana.  Það virkar heldur betur minna töff allt í einu að bara að stelast að keyra bílinn og kannski óvart að keyra á og valda skemmdum á kyrrstæðum bílum 

Krútta, 13.10.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband