Ekki þörf á Jóhönnu

Jóhönnu Sigurðardóttur verður eflaust minnst sem eins mesta skemmdarvargs í sögu íslensk efnahagslífs fyrr og síðar.

Það verður að teljast alvarlegt mál og hrein vanræksla að forsætisráðherra þjóðarinnar hafni nýjum möguleikum á lánafyrirgreiðslum eða öllu heldur lánalínum.

Hún og hennar flokkur og samstarfsflokkur í ríkisstjórn hafa bitið það í sig að sú leið sem þau ákváðu að fara fyrr á þessu ári sé sú eina rétta. Allir nýir möguleikar eru hrein ógnun við þá leið og ber að hrinda út af borðinu án tafar.

Þótt vilyrði sé komið fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má alveg leita annað ef grunur leikur á að lánið sé ekki nógu hagstætt.

Hins vegar gæti sú viðleitni að gangast ekki að afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins valdið því að Ísland komist ekki inn í ESB sem er jú hinsta ósk Jóhönnu.


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú bara kjafgtæði. Jóhanna hefur ekki hafnað neinum lánum eða lánafyrirgreiðslum, sem hafa verið í boði. Hvað þessa tiltenu frétt varðar þá er það skoðun Seðlabankastjóra, hagfræðinga og einnig formanss Framsóknarflokksins að við þurfum ekki einu sinni að nota öll þau lán, sem er búið að lofa okkur og því þurfum við ekki heldur á meiri lánum en það að halda.

Þetta útspil Sigmundar Davíðs og Höskuldar er ekkert annað en lýðskrum og rógburður að verstu sort. Það hefur aldrei staðið til boða að við fengjum lán frá Norðmönnum án skilyrða um samráð við AGS. Það má lesa um það í þessum fréttum:

http://eyjan.is/blog/2009/10/01/samstarfsflokkar-midflokksins-sla-risalan-nordmanna-ut-af-bordinu/

  

http://www.visir.is/article/20091001/VIDSKIPTI06/699989740/-1

   

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/norska-rikisstjornin-slaer-allar-hugmyndir-um-lan-ut-af-bordinu-vid-borgum-ekki-oreiduna?date=21.08.2008&stod=syn2

 

Ætla menn að halda því fram að afstaða allra þessara ráðamanna í Noregi sé pöntuð frá Jóhönnu? Halda menn virkilega að það hafi nokkurn tímann komið til greina að Norðmenn færu að gagnast á bak orða sinna gagnvart AGS og hinum norðurlöndunum til að lána okkur Íslendingum svo við getum komist hjá að taka á okkar málum þannig að líklegra sé að við getum greitt okkar lán til baka?

 

 

Ef það er þörf á að losna við einhverja stjórnmálamenn þá eru það hælbítarnir og rógberarnir Sigmundur Davíð og Höskulkdur, sem ættu að vera þar efstir á blaði. Þeir gera ekkert annað en að þvælast fyrir viðleytni ríkisstjórnarinnar til að koma okkur Íslendingum upp úr kreppunni, sem Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn eiga mesta sök á að koma okkur í.

Sigurður M Grétarsson, 12.10.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband