Mildum refsingar

Almennt ber að stuðla að því að milda refsingar með því að lækka efri mörk refsiramma. Á þetta sér í lagi við um brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, þar sem dómharka tekur út yfir allan þjófabálk og innflytjendur fíkniefna eru jafnvel beittir viðlíka refsingum og morðingjar. Meðan eftirspurn er eftir útbreiddum efnum á borð við kannabisefni mun einhver anna eftirspurninni. Æskilegast væri hreinlega að lögleiða framleiðslu, dreifingu og sölu kannabisefna, enda eðlilegra að það sé á ábyrgð einstaklinga sjálfra hvernig þeir haga sínum lifnaðarháttum.
mbl.is Vægir dómar í héraði yfir kannabisræktendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reynslan af þessari frjálshyggju í Hollandi er ömurleg. Þið komið ennþá verra orði á frjálshyggjuna en þegar er orðið, ef þið ætlið að gerast dráttarklárar fyrir þessa eiturlyfja-hugmyndafræði hér á landi. Afleiðingin af fíkniefnasölu er einmitt dauði margra sem ánetjast efnin. "Frjálshyggja" eða öllu heldur lausungarhyggja (libertarianism) í þessu máli er engu gáfulegri en lausungarhyggja ykkar manna sem áhrif höfðu á þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leyfa hér "frjálst" vændi. Sér er nú hvert frelsið!

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 09:04

2 identicon

Jón Valur,

Nú hlýtur þú að vera að grínast. Hvar hefur það komið fram að reynsla Hollendinga á þessari stefnu sé ömurleg?

Áttaðu þig á því að kannabis er ekki eiturlyf og hefur engan drepið. Það er fólk eins og þú sem viðheldur óorði á kannabis með svona fáfræði-þvættingi, líklegast þunnur eftir áfengisdrykkju helgarinnar.

Fræddu þig um málefnið áður en þú byrjar að tala með rassinum.

Ólafur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:50

3 identicon

Reynslan í Hollandi er ekki ömurleg. Hún er mjög góð reyndar, þessvegna eru þeir enþá með þetta fyrirkomulag. Aðeins 25% unlinga í Hollandi hafa prófað kannabisefni, en yfir 50% í BNA. Ekki neinstaðar í heiminum eru færri en í Hollandi sem nota heróín og þar af leiðandi minni glæpatíðni. Danir eru að hugsa um að taka upp svipuð coffeeshop vegna þess að ofbeldið varð svo mikið eftir að lögreglan þar upprætti alla sölu í kristjaníu. Það vandamál sem Hollendingar stríða við að þeir eru eina landið á stóru svæði sem bíður uppá hágæða kannabisefni sem auðvelt er að nálgast. Þess vegna fá þeir gríðarlegt magn af "kannabistúristum" og það kann að valda vandamálum, allstaðar leynast svartir sauðir. Á Spáni mega vera 3 plöntur á hvert heimilli, 14 fylki í BNA leyfa kannabis til læknis notkuna og í Kanada er lögleitt að neyta kannabis og vera með það á sér. Og enginn í 10.000 ára sögu kannabis hefur dáið af völdum þess. En á endanum verður kannabis lögleitt, vegna þess að við sem berjumst fyrir lögleiðingu stöndum við sannleikan á bakvið efnið en ekki lyga og áróður eins og hefur tíðkast frá árinu 1937.

Tómas (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:05

4 identicon

Ég verð að segja að ég stend mitt á milli hvort lögleiða eigi kannabis efni eða ekki. 

Jón Valur: Það er svolítið erfitt að taka mið af Hollandi í þessum málum, vegna þess að í Hollandi er einnig löglegt vændi sem og löggjöf gegn hörðum fíkniefnum svokölluðum er afskaplega væg, því er erfitt að meta hversu stóran þátt Kannabis efni eiga í niðurníslu hverfa osfrv. í Hollandi.

Maður samt sem áður spyr sig hvort að lögleiðing myndi draga úr neyslu harðari fíkniefna, Marihjuana þykir "töff" það má svo sem segja að laufblaðið sé ákveðið vörumerki og tónlistarmenn eins og Snoop Dog  lofsyngja Marihjúana. Unglingar margir hverjir byrja að neyta kannabis en enda svo í harðari efnum. Því veltur maður fyrir sér hvort að það gæti verið afleiðing þess að þeir séu komnir yfir "þröskuldinn" komnir í undirheiminn og eru hvort er komnir í "fíkniefni" hví ekki að prófa eitthvað harðara. Maður spyr sig því  ef efnið væri löglegt hvort þeir myndi ekki fara í harðari fíkniefni, því að þeir myndu ekki stíga yfir ákveðin "þröskuld"

Áhrif harðari efna og marihjúana eru þveröfug, því á maður erfitt með að skilja hvernig kannabisneytendur fara út harðari efni - Þó svo að ekki allir geri það endilega.

Margoft hef ég lesið greinar um að áhrif kannabis eru vægari fyrir líkamann en áfengi, þ.e.a.s áfengi drepur heilafrumur en kannabis hægir á þeim. Hvað sem er til í þessu veit ég ekki enda er ég ekki vísindamaður

Ég er alls ekki að mæla með lögleiðingu, en aftur á móti finnst mér vera forsenda fyrir því að skoða þessi mál í þaulana. Sé niðurstaðan sú að það dragi úr glæpum, neyslu harðari fíkniefna og jafnvel í leiðinni auki tekjur ríkisins til muna (þá bæði í ferðamannaiðnaði sem og skattlagningu) þá er ég með en ekki á móti, annars er ómögulegt að taka afstöðu án gífurlegra rannsókna á áhrif lögleiðingu

Solla Bolla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:08

5 identicon

Ástæða þess að ég nefni ferðamannaiðnað er sú að mikið af ferðamönnum sogast til Danmerkur í Kristaníu og til Hollands til þess að geta reykt efnin löglega. T.d hefur dregið verulega úr ferðamannaiðnaði í Danmörku eftir að þeir "lokuðu" Kristaníu

Mér þykjir allavega vert að skoða þessi mál, t.d eftir "lokun" Kristaníu í DK hafa glæpir aukist í götum þar sem salar halda sig í dag man ekki nafnið vesturgade eða austurgata man ekki

Solla Bolla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:12

6 Smámynd: Birnuson

Þarna fékk púkinn gott í magann. Getið þið ekki fitað hann enn betur með því að segja honum hvað gera skuli við kókaín til að mynda?

Birnuson, 12.10.2009 kl. 10:47

7 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Þið talið um Holland og Danmörk og þá er kanski rétt að segja ykkur frá því að á Spáni getið þið farið í gróðrastövar og keypt marihjuana fræ og gróðursett heima hjá ykkur,og ekki veit ég um stórvægileg vandamál á spáni út af því.

Óli Már Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 10:53

8 identicon

Birnuson lögleiða þetta allt spáðu í því hvað það eru mörg ríki í suður-ameríku í rústi vegna kókaínlöggjafar bandaríkjanna...

Að mínu mati ættu allir að eiga rétt á að nota hvaða fíkniefni sem er hvort sem það er kaffi, sígarettur, kannabis, kókain eða áfengi.

Það hefur sannast að bann virkar ekki í svona málum, á meðan annað má segja um forvarnir og fræðslu

stebbi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:05

9 identicon

Eruð þið ekki að grínast???? ég þekki dreng sem stórskaðaður af cannabis, ég held að stebbi hafi ekki séð eiturlyfjaneitendur í návígi eins og ég hef gert og það fólk væri jafn ílla leikið hvort sem það hafi keypt efnin löglega eða ekki.

Fullorðið fólk á ekki að láta svona bull út úr sér heldur fara inn í grenin og reyna hjálpa fíklunum og útríma sölumönnum dauðans.

Sjáið hvernig Dannmörk er orðin vegna léttvægis í áfengismálum, foreldrar eru farnir að halda garðparty fyrir 14 ára unglinga og heimila áfengi, þunnir unglingar í skólum eru orðið mikið vandamál???

Þið eruð menn af meiru ef þið takið þessa vitleysu til baka og viðurkennið vanhugsuð ummæli um lögleyðingu fíkniefna.

Óskar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:39

10 identicon

Ólafur ert þú fíkill? svona rugl láta menn ekki útúr sér með hausinn í lagi.

óskar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:41

11 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

En Óskar, ég persónulega þoli ekki að drekka "mikið" áfengi, en ekki vill ég láta banna áfengi í verslunum og láta undirheimana sjá um markaðinn ? Það er ekki nóg að segjast hafa hitt einhvern sem er fíkill.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.10.2009 kl. 11:46

12 identicon

"Ég held að stebbi hafi ekki séð eiturlyfjaneitendur í návígi eins og ég hef gert"

Hvurn andskotann veist þú um það sem ég hef séð eða gert ? Ég þekki eiturlyf bæði af eigin reynslu, ólögleg og lögleg auk þess sem ég þekki fjölda manns sem hafa dottið alvarlega í það bæði, bæði fjölskyldumeðlimir og vinir.

Lögleiðingin er ekki til þess að auka neyslu, heldur til að stjórna sölunni og markaðshópnum í stað þess að gefa honum til glæpamanna.

"ég þekki dreng sem stórskaðaður af cannabis," ??????????????????????????????

Ertu alveg viss ? Veistu hvað kannabis gerir við heilann á þér ? Veistu hvað áfengi gerir við hann ? Ertu viss um að þú þekkir þessi efni ?

Stebbi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:14

13 identicon

Vá ég er ennþá að melta þetta.

Stórskaðaður af kannabis ? Ef fituvefirnir sem setjast tímabundið á heilann eftir kannabisneyslu "stórskaða" þig, hvað gerir þá áfengið sem  gjörsamlega lamar heilasellurnar(lagast aldrei heldur skaddast varanlega) við hausinn þinn ? Lestu rannsóknir

Stebbi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:17

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hvar hefur það komið fram að reynsla Hollendinga á þessari stefnu sé ömurleg?" syr Ólafur (sem mætti nú vanda betur málfar sitt, þ.e. temja sér kurteisi í umræðunni, en vanhöd eru á því seinna í þessu fyrsta innleggi hans).

Það hefur komið fram í fréttum, Ólafur. Kaffihús, sem hafa kannabis í sölu, virðast hafa vond áhrif á umhverfið, og glæpir hafa aukizt þar í grennd.

Svo má bæta við, að talað hefur verið um, að ýmsir kannabisneytendur fari út í sterkari efni, því að mikið vill oft meira.

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 12:26

15 identicon

Æi jón valur djöfulsins bullið sem veltur útúr þér alltaf hreint. Endalausir útúrsnúningar um málfar og blabla...

 "Það hefur komið fram í fréttum, Ólafur. Kaffihús, sem hafa kannabis í sölu, virðast hafa vond áhrif á umhverfið, og glæpir hafa aukizt þar í grennd."

Þetta er rangt eða einfaldlega lygi. Ef þú kemur með rök með þessu eða heimildir skal ég svara þér(hlakka til). Ekki koma svo með það sem rök að þú hafir verið að tala við mágkonu þína frá hollandi þar sem ég þekki líka fullt af hollendingum en enginn talar um þessar slæmu hliðar á banninu sem þú talar um.

 "Svo má bæta við, að talað hefur verið um, að ýmsir kannabisneytendur fari út í sterkari efni, því að mikið vill oft meira."

Ef þú skoðar rannsóknir er ekki jafn algengt að t.d. hollendingar fari í sterkari fíkniefni eftir kannabisneyslu heldur en aðrir evrópubúar. Svo ættirðu frekar að vera að tala um áfengi sem er miklu meira "gateway drug" en kannabis mun nokkurntíman verða.

Stebbi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:43

16 identicon

Það er rétt hjá þér kæri Jón Valur, ég mætti vanda málfar mitt betur, en maður á það til að pirrazt og ranghvolfa augum yfir fólki sem talar eins og það lesi uppúr gamalli bók. Þú afsakar.

Og þetta sem þú vísar til, og er oft tekið úr samhengi, er að evrópusambandið er að þrýsta á Hollensk stjórnvöld til að taka í taumana á kaffihúsum sem liggja við landamæralínu Hollands, sem eru til þess gerð að selja kannabis til nágrannalanda, en þar stunda nágrannarnir grimmt að hoppa yfir landamærin til Hollands, kaupa sér kannabis og fara með það heim til síns lands. Með betri regluverki væri hægt að koma í veg fyrir þetta og þá þyrftu belgar og þjóðverjar ekki að tuða neitt. Þetta er vandamál sem myndi aldrei henda íslendinga.

Svo var einnig í fréttum fyrir einhverju síðan að Hollensk yfirvöld ákváðu að loka kaffihúsum sem voru innan við 50 metra (minnir mig) frá barnaskólum. Ég skal ekki segja fyrir aðra en mér finnst það bara sjálfsagt mál, og það sama mætti gera við bari sem selja áfengi. Minnstu fjarlægð frá næsta skóla yrði bara að setja í reglurnar strax og þá yrði þetta aldrei vandamál fyrir íslendinga.

Eru þá öll vandamálin upptalin sem andstæðingar lögleiðingar geta borið fyrir sig?

Það að segjast þekkja einhverja einstaklinga sem kannabis hefur skemmt er svo sem ekkert ógilt, en þeir einstaklingar urðu í vel flestum tilfellum ekki þannig að kannabis einu og sér. Yfirleitt eru það manneskjur sem hafa skemmt líf sitt á marga aðra vegu að auki.

Ólafur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:15

17 identicon

Er það rétt sem ég les að ykkur er ekki ljós afleiðingar eiturlyfjanna? Þeir sem ánetjast þeim verða ónýtir þjóðfélagsþegnar - byrði á samborgurunum. Á hvaða plánetu búið þið sem mærið frjálsan aðgang að eiturlyfjum? Hefur það farið framhjá ykkur að nýjasta morðákæra tengist eiturlyfjum?

Með von um bætta sjón hjá ykkur.

Snorri í Betel

snorri (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:24

18 identicon

Hvaða eiturlyf ert þú að tala um Snorri? Kannabis er ekki eiturlyf! Kannabis er vímuefni rétt eins og áfengi og tóbak.

Fyrst að þeir sem verða fíklar verði ónýtir þjóðfélagsþegnar og þ.a.l. byrði á samborgurum sínum, afhverju Snorri guðsmaður ert þú ekki að berjast fyrir því að tóbak og áfengi verði bannað á Íslandi? Svaraðu því án þess að hræsnin skíni í gegn.

Hér er verið að ræða kannabis, en ekki öll vímuefni almennt, svo við skulum reyna að sleppa því að nota orðið eiturlyf.

Og ég þakka bæn um bætta sjón. Er ekki frá því að ég sjái aðeins betur núna.

Ólafur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:33

19 identicon

Portúgal breytti af sinni vímuefnastefnu árið 2000 - og lítið verið fjallað um það í fordómalandinu Íslandi, enda menn eins og Jón Valur, sem treysta því sem "fréttirnar" segja honum. Enda líka eins mikill "hasshaus" og hvaða GUFUHEILI sem er, þótt svo hann hafi ALDREI notað kannabis. Því það þarf ekki að nota kannabis til að vera heimskur - sumir þurfa bara að drekka vatn til þess sama.

Hvaða upplýsingar sem JVJ kann að hafa um Holland, fullyrði ég að séu bæði rangar og vitlausar. Ég veit ekki hvort JVJ hefur komið til Hollands - en ég bjó þar, og kynntist fólki sem hefur búið þar frá fæðingu, jafnvel áður en ég fæddist. Þeir einstaklingar sem ég kynntist, vilja í engu breyta því fyrirkomulagi sem er á þessum málum í dag, hvað svo sem "beturvitringar" eins og JVJ vilja halda fram. En, kannski "guð" hafi bara sagt honum "sannleikann" - svo þá skulum við "öll" hlusta á ræpuna...

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:39

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stebbi, af hverju skrifarðu ekki undir nafni? Eða skrifarðu undir mörgum nöfnum?

Það hefur ekki farið hjá því, að menn hafi tekið eftir markvissri herferð frjálshyggjupredikara og meðmælenda fíkniefna til að reyna að fá þetta lögfest, eins og líka var reynt – og tókst um tíma – með vændið (tókst reyndar svo "vel" þar, að jafnvel þrátt fyrir afnám vændislaga BB hefur reynzt erfitt að vinda ofan af þeirri ósvinnu í verki).

Herferð þessari er ætlað að hafa á sér sýndarsvip fjöldakrafna, svo að það komi út eins og margir vilji þessa "frelsisvæðingu" kannabisefna, en í reynd er meirihluti almennings eindregið á móti þessu. Þó er haldið áfram með þrýstinginn, m.a. tókst ýtnum mönnum í þessari hreyfingu ykkar að þrýsta svo á Matthías Halldórsson landlækni, að hann gaf út einhverja linkindaryfirlýsingu. En við ættum þvert á móti að vara yfirvöld við afnámi þessa banns og hvetja þau til að kynna sér óæskilegar afleiðingar slíkrar afléttingar.

Svo var ég ekkert að tala hér um neinar málfræðivillur hjá Ólafi, ef þú ert að ímynda þér það, heldur afar ósæmandi talsmáta hans í lok innleggsins. Menn bæta ekki úr skák fyrir málstað sinn með því að tala eða skrifa með klúrum hætti eða dónalegum.

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 13:39

21 identicon

Þeir eru báðir jafn miklir "frjálsæðisnauðgarar" (NB: þeir hafa kallað mig "aftaníossa" og "kynvilling" - ásamt fleiri nöfnum, sem ég nenni ekki að nefna - svo ég tel mig geta uppnefnt þessa "sannleiksböðla" af jafn miklu frelsi...

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:41

22 identicon

Þeir = Jón Valur Jensson og "Snorri í Betel"; sama viðbjóðslega tóbakið í mínum huga.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:43

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo bætist þessi "Skorrdal" við með fleiri fúkyrði, jafnvel miklu verri (sem gera hann engu marktækari fyrir vikið), en ég þakka hins vegar Ólafi fyrir afsökun hans kl. 13.15.

Jú, ég hef heimsótt þetta venzlafólk mitt í Hollandi í nokkrum ferðum og ferðazt þar um og komið til Amsterdam og þykist ekkert þekkja þar illa til. Margt er gott um Holland, en ekki vændið, fíkniefnastefnan og Icesave-yfirgangur stjórnvalda þar.

Svo ætla ég að tilkynna ykkur, að ég hyggst ekki dvelja lengur við þessa umræðu, ég sé, að hér eru aðrir góðir til andmæla gegn hinni meintu "frelsisvæðingu" (lausung), og sjálfur hef ég sagt mitt og hef nógu öðru að sinna.

Þakka svo síðuhöfundum umræðufrelsið.

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 13:47

24 identicon

"Þessi 'Skorrdal'"? Náungakærleikurinn að drepa þig, Jón Valur?

Þú ert ÖMURLEG SÁL, sem myndir fæðast sem kakkalakki, ef þú værir búddisti. Þú "þessi" "Jón Valur"...

Allir sem ekki eru eins og þú, eru "syndarar"; enda uppalinn í kaþólskunni, sem þræll syndarinnar. Njóttu!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:50

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég hef aldrei kallað þennan Skorrdal þessum skammaryrðum sem hann ber á mig kl. 13.41. Læt ég hann sjálfan um skammaryrðin, en nefni um leið, að hann er ekki með öllu nafnlaus og verður sjálfur að bera ábyrgð á orðum sínum.

Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 13:50

26 identicon

"ég þekki dreng sem stórskaðaður af cannabis,"  --- Þetta getur verið alveg rétt.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að neysla kannabisefna hjá unglingum getur haft alvarleg óafturkræf áhrif á heilann. Þetta er vegna þess að heilinn er ekki orðinn fullþroskaður. Unglingar eiga ekki að nota þessi efni frekar en áfengi fyrr en 20 ára aldri er náð.

 Sjálfur er ég hlynntur lögleiðingu Kannabis.  Það er ákveðinn fasismi fólginn í því að segja fullorðnu fólki hvað það má og má ekki. 

Frelsi einstaklingsins til að velja verður að byggjast á raunverulegum rannsóknum og upplýsingum en ekki áróðri hagsmunasamtaka.

 Live and let live, Guð blessi ykkur ef þið viljið.

Rúnar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:01

27 identicon

Mesta böl eiturlyfjana er eiturlyfjastríðið... það stríð hefur ekki skilað neinu nema öflugum glæpaklíkum, stórkostlegum kostnaði samfélaga & miklum glæpum löggjafans gegn einstaklingum.

Auðvitað vill JVJ ekkert nema hertar reglur, hann tilheyrir jú kulti sem hefur líkast til kostað mannkynið meira en öll eiturlyf samanlagt...
JVJ er faktískt að vinna fyrir sýndar eiturlyfjabarón...

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:05

28 identicon

Mig langaði að láta ykkur vita hvað skapar þetta "gateway theory" en það er þegar cannabis og spítt/kókaín/sveppir er selt af sama aðila og er jafnvel ódýrari skammturinn af því en cannabis.

Svona væri samtal kaupanda og seljanda sem er textbook dæmi um afhverju ófróðir vitleysingjar halda að cannabis neysla skapi sjálfkrafa löngun í sterkari efni.

Kaupandi: Já hérna fá tvennu hjá þér.

Seljandi: Gaur villtu ekki prufa þetta frekar? *veifar poka með einhverjum óþverra í*

Kaupandi: neh veistu ég held ég haldi mig við grasið.

Seljandi: 2gr af þessu er á 10þúsund en 2gr af þessu er á 3500!

Kaupandi: hmm þú segir nokkuð, láttu mig hafa grasið og 2gr af "þessu"

Svona myndast þetta gateway dæmi.

Þetta er alveg eins og í ÁTVR þar sem bjór er seldur af sama fólki og selur brennivín eru þeir þá ekki að leiða út í neyslu sterkari áfengis?

Það held ég barasta bara.

Ef cannabis yrði lögleitt væri það sennilega selt á sama stað og súkkulaði kökur, kaffi og annað bakkelsi.

Jónas Ingimar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 16:25

29 identicon

Hvað er gott við kannabis?

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 16:27

30 identicon

Kommentaði á þessa færslu í morgun og ákvað að kíkja hvað fólk hefði um þessi mál að segja en varð satt að segja stórhneyksluð !!!!!

Þykir alveg með ólíkindum að fullorðið fólk geti ekki talað málefnalega um hluti á opinberum vefmiðli, að hreyta fúkyrðum í fólk sem að maður þekkir ekki neitt og ráðast á þeirra persónuleika með að segja að það sé með ömurlega sál finnst mér hreinlega bera vott um fáfræði og að sá hafi ekkert málefnalegt til málanna að leggja

Ég veit ekkert hvort þið þekkist eða ekki en mér er alveg sama þó svo að fólk hafi ekki sömu skoðanir þá þýðir það ekki að annar aðilinn sé með ömurlega sál og kakkalakki -  Að dæma fólk vegna skoðana með þessum hætti er bara fáránlegt !!!

Þar að auki held ég að ekkert okkar sé fært um að svara hvað er rétt eða rangt í þessum efnum, enda er það á færi fagmanna að gera rannsóknir á þessu sviði og komast að niðurstöðu sama hversu "góð" eða "slæm" hún er að mati annarra

Solla Bolla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:01

31 identicon

"Solla Bolla": JVJ hefur mjög sterkar hugmyndir um mig og minn ástmann; ef þú veist ekki um þann viðbjóð, sem hann hefur boðið mér og mínum ástmanni upp á gegnum árin, held ég að þú ættir kannski bara að tjá þig á öðrum vettvangi. Jón Valur Jensson er EKKI mælikvarði á góða eða slæma umræðu, heldur frekar hvort mark sé takandi á málshefjanda! Ef JVJ er á móti, hefur málshefjandi oftast rétt fyrir sér - því JVJ talar meira eða minna út um rassgatið á sjálfum sér. Sagðist vera hættur (12.10.2009 - 13:47):

"Svo ætla ég að tilkynna ykkur, að ég hyggst ekki dvelja lengur við þessa umræðu, ég sé, að hér eru aðrir góðir til andmæla gegn hinni meintu "frelsisvæðingu" (lausung), og sjálfur hef ég sagt mitt og hef nógu öðru að sinna."

En, auðvitað er EKKERT að marka svona froðusnakka... Þeir kunna ekki einu sinni að fara eftir eigin orðum - svo ætlast þeir til að við trúum því að þeir fari eftir orðum Krists! Jón Valur Jensson er STÆRSTI BRANDARI MOGGABLOGGSINS - og hefur verið um mjög langan tíma. Hann veit það bara ekki sjálfur!

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:09

32 identicon

Samkvæmt þinni hugmyndafræði Jón V þá skapaði guð jörðina og þar að leiðandi skapaði guð líka cannabis plöntuna.

Ertu þá að segja að guð sé dópsali? 

Pétur Ben (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:19

33 identicon

Það má vel vera að þessi maður hafi gert ykkur illt og ég geri alls ekki lítið úr því, sjálf hef ég ekki hugmynd um hver þessi Jón Valur er, en nú skil ég betur í kommenti sem að þú skrifaðir fyrr. Finnst hreinlega bara ekki viðeigandi að vera að nota svona orðabragð og persónulegar árásir á einstaklinga á opinberum vefmiðli. Þetta orðabragð greinilega tengjist einhverju öðru en viðkomandi færslu.

Þú segir "ef þú veist ekki um þann viðbjóð, sem hann hefur boðið mér og mínum ástmanni upp á gegnum árin, held ég að þú ættir kannski bara að tjá þig á öðrum vettvangi"    Hvernig í ósköpunum á ég að vita það ???????

En sá vægir sem vitið hefur meira !!! Ég skil reiði þína vel, sérstaklega í ljósi þess að mér sýnist af þessu að JVJ sé á móti samkynhneigðum og þannig þröngsýni þoli ég persónulega sjálf ekki !!! En það er alltaf hægt að velja aðeins betri orð, því að góður ritstíll kemur því nákvæmlega sama og þú varst að segja hér fyrr, nema með mun meira sannfærandi hætti :-)

Solla Bolla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:19

34 identicon

ég endurtek: HVAÐ ER GOTT VIÐ KANNABIS?????

Einhver???

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:24

35 identicon

Varla eitthvað gott, nema fyrir sjúklinga með t.d. krabbamein og enga matarlyst.

En aðallega er skemmtilegt að fá sér jónu í góðum félagsskap og meðan fólki finnst það gaman þá á það eftir að reykja jónur...

Siggi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:56

36 identicon

Ragnar Örn,

Það sem er got við kannabis er víman. Hvernig neysla plöntunnar hefur áhrif á öll skynbrögð líkamans sem og hugsun. Annað gott við hana er að maður er farinn að finna á sér eftir 20-30 sekúndum eftir neyslu.

Að sama skapi mætti segja að víman af alkóhóli væri góð, og sömuleiðis hvernig hún deyfir neytandann á ýmsa vegu. En þetta er að sjálfsögðu persónubundið hvernig fólk upplifir vímugjafann.

Annað sem er gott við kannabis er að það er tiltölulega skaðlaust sé neysla í hófi líkt og gengur og gerist með áfengi; það er ekkert sniðugt að neyta vímugjafans daglega sama hvað hann nú heitir.

Ég veit svo sem ekki hvaða svör þú varst að vonast til þess að fá, en það ætti að vera hverjum og einum nokkuð ljóst eftir nokkra mínútna (Google?-)rannsókn að kannabis er ekki bannað á Íslandi vegna þess hve ríkisstjórninni þyki óskaplega vænt um okkur. Þetta er bara gömul copy/paste pólitík sem er löngu tímabært að yfirfara á alþingi Íslendinga.

Mér finnst gott að neyta kannabis endrum og eins og það er mjög slæmt að þurfa að hafa uppi á eiturlyfjasölum til að komast í tæri við smá gras. Auðvitað á að stjórna framboðinu á til þess gerðum kaffihúsum.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:02

37 Smámynd: Hörður Þórðarson

Í Singapore eru fíkniefni bönnuð. Af einhverjum ástæðum fara borgarar þar í landi að lögunum og nota hvorki né selja fíkniefni....

Hörður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 19:03

38 identicon

Hörður: Í Singapore er áfengi leyft, svo þetta sem þú segir stenst ekki.

En í Singapore eru líka ein ströngustu marijuana lög sem finnast í okkar heimi. Ertu að stinga upp á því, Hörður Þórðarson, að við förum að þeirra dæmi og aflífum þá sem flytja inn/rækta kannabis?

500 gr. eða meira jafngildir dauðadómi. Ég myndi ekki vilja búa í svona fasista landi. En það verður áhugavert að sjá hvaða dóma þessir kannabisbændur fá í samanburði við skáeygðu frændur okkar í Singapore.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:32

39 identicon

Hörður getur flutt til Singapore... eða Norður Kóreu.. menn sem vilja láta fara með sig verr en þræla.. þeim er í sjálfsvald sett að flytja sig í þær aðstæður.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:32

40 identicon

Hörður - Er ekki svolítið hart að taka Singapore til fyrirmyndar ?

Solla Bolla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:54

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skorrdal, hættu að halda hér fram lygum um mig, ég hef ekki hugmynd um, hver þinn ástmaður er (eða hef þá gleymt því, hafi ég einhvers staðar séð þess vott), og hef ekki "boðið" ykkur neinn "viðbjóð". Það sést á svari Sollu, að hún tekur eitthvert mark á þér, en það er gersamlega tilefnislaust í raun. Og það hélt ég, að þessi síða væri ekki til að fóstra hér neina rógsherferð, og bið aðstandendur hennar að halda mönnum við efnið og frá öllum svæsnum persónuárásum. Öðrum til upplýsingar tek ég svo fram, að hvorki Skorrdal né "DoctorE" eru nýir óvildarmenn mínir, þeir hafa ítrekað reynt að bæta sér upp málefnafátækt með ad hominem-skeytum í meira og grófara mæli en menn tryðu að óséðu.

Jón Valur Jensson, 13.10.2009 kl. 02:37

42 identicon

HaHA Skorrdal að kalla menn nöfnum fyrir að standa ekki við orð sín um að hætta...  Þetta er bráðfyndið því Skorrdal hefur sjálfur líst því yfir að hann muni aldrei nota moggabloggið aftur (líklega út af Davíð).

En hingað er hann samt kominn...  Hver er froðusnakkur?

Ég hef aldrei vitað um neinn mann sem minna mark er á takandi heldur en trúðinn Skorrdal.  Ég reyndar sakna hans af blogginu því ég mér þótti bráðskemmtilegt að fylgjast með innleggjum hans.  Var meira segja kominn með reiknijöfnu á að það tók hann yfirleitt ekki nema tvö innlegg í hverja umræðu, þar sem einhver var honum ósammála, að kalla hinn sama fasista eða segja hann útsendara lögreglunnar.

Salli (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 03:47

43 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég hef nokkrum sinnum haft þá ánægju að koma til Singapore. Það er alveg dásamlegur staður og ég hefði ekkert á móti því að flytja þangað.

Hörður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 06:23

44 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Í Singapore er m.a. ólöglegt að:

1)eiga/borða/selja tyggjó

2)að gleyma að sturta niður klósettið

3)labba yfir götu þar sem ekki er göngugata

4)að eiga klámspólur/video

5)Karlmenn meiga ekki stunda kynlíf saman.

"Singapore retains both corporal punishment (in the form of caning) and capital punishment (by hanging) as punishments for serious offences. For certain offences, the imposition of these penalties is mandatory."

Það er fínt að fara þangað sem túristi, en að búa þar ... ég held ekki.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 13.10.2009 kl. 08:48

45 identicon

Já dásamlegur staður sem hengir fólk fyrir a ganga með kannabisefni á sér...

Hversu sjúkt í hausnum getur fólk verið ?

Stebbi (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 08:55

46 identicon

Sorry JVJ, ég er ekki óvidarmaður þinn, mér finnst þú útúrklikkaður.. en ég vona að þú náir þér út úr neyslunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:28

47 identicon

Sigurður, ég er alveg handviss um að víman af morfíni,heróíni og kókaíni er miklu betri en kannabisvíman,á ekki bara að leyfa það líka? Þau efni hljóta líka að vera hættulaus af því að það er svo góð víma samkvæmt þínum rökum??? annars vil ég bara benda öllum þeim sem eru svona hlynntir eiturlyjaneyslu(þó svo að þeir skilji varla neitt sökum heilaskemmda sömu efna ) að lesa um AFLEIÐINGAR NEYSLUNNAR  hér:

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/963000/

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:46

48 identicon

Ragnar Örn,

Mér sýnist þú þurfa að lesa svar mitt aftur.. ekki bara mistúlkar þú mig heldur kemur með rökvillur sjálfur.

Og þessi hlekkur þinn er sorgarmál jú, en það er ekki hægt að segja að þetta séu afleiðingar kannabisneyslu. Svo ekki klína svona framan í okkur sem vilja ræða málefnið.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:26

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktor, níðhöggur ertu, sannar það hér enn og aftur.

Jón Valur Jensson, 13.10.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband