Illt athafnaleysi

Þó frjálshyggjumenn kalli gjarnan eftir athafnaleysi stjórnmálamanna og þá í þeim skilningi að vera ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við þá er athafnaleysi Jóhönnu orðið eitt mesta niðurrifsafl samfélagsins. Það verður ekki litið fram há þeirri staðreynd að stjórnarandstöðuþingmenn Framsóknarflokksins eru þó að vinna í að útvega lán sem er meira og annað en Jóhanna hefur gert.

Það er krafa okkar að gripið verði til aðgerða til að koma til móts við fyrirtæki og fjölskyldur í landinu. Það á að lækka skatta á fólk og fyrirtæki, það er engin eftirspurn eftir lánum í dag og því eiga vextir af þeim að vera nærri núll prósentinu ekki tólf prósent eins og ríkisvextir seðlabankans.  Engin rök hafa komið frá Jóhönnu hvers vegna skattgreiðendur á Íslandi eigi að greiða Icesave. Það er krafa okkar sem skattgreiðenda vita hvaða lagalegu rök liggja bakvið ákvörðun hennar að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Það er krafa okkar að forsætiráðherra Íslands hætti þessari niðurrifstarfsemi og standi ekki í vegi fyrir einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja byggja upp landið


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) Stýrivextir hafa ekkert með eftirspurn eftir lánum að gera. Þeir eru í flestum ríkjum, þ.á.m. Íslandi, ákvarðaðir m.t.t. verðstöðugleika.

2) Verðbólga á Íslandi er 10,8%, sem þýðir að raunvextir eru allnokkuð mikið lægri en nafnvextir gefa til kynna.

3) Fólk sem veit augljóslega ekkert um hagfræði ætti að sleppa því að tjá sig opinberlega um hagfræðileg málefni.

Kaname (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 01:26

2 identicon

Vextir hafa bara allt með framboð og eftirspurn að gera, að halda öðru fram er eindæma fáviska. Þá grunar mig að Kaname sé hagfræðinema á fyrsta ári og nýbúinn að lesa um stýrivexti og heldur að hann/hún viti allt um málefnið.

Landið (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:00

3 identicon

Kaname virðist aðeins reikull í spori en afstaða hans lýsir fádæma skorti á æðruleysi. Nú ætla ég ekki þykjast alvitur um hagfræði líkt og Kaname gerir en hann virðist ekki átta sig á eftirfarandi:

Stýrivextir eru þeir vextir sem bankar landsins borga af lánsfé frá Seðlabankanum sem oft er nefndur banki bankanna.

Aukist eftirspurn eftir lánsfé á almennum markaði þurfa bankarnir augljóslega meira fé til að lána út en við það eykst peningamagn í umferð og verðbólga hækkar.

Seðlabankinn notar þess vegna stýrivexti til að tempra lántöku bankanna hjá sér og temprar þannig peningamagn í umferð en með því heldur hann aftur af verðbólgu.

Þannig að vextirnir hafa allt með eftirspurn eftir lánsfé að gera. Verðóstöðugleikinn er m.a. tilkomin vegna þeirrar eftirspurnar, sem Kaname segir engin áhrif hafa á stýrivexti.

Grunnskilningur á orsakasamhengi í hagkerfi hlýtur því að þurfa að vera til staðar áður en menn fara að banna öðrum að fjalla um hagfræðileg málefni.

Vignir Már (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:32

4 identicon

Ef eftirspurn eftir lánum er núll, eins og haldið er fram, og það er eftirspurn eftir lánum sem drífur stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, mætti vissulega vænta þess að vextir væru lægri. En það er ekki raunin og því hlýtur önnur fullyrðingin að vera röng.

Það er ljóst að þörfin á að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar og aðra lotu verðhækkana sem óhjákvæmilega fylgdi slíku falli er meginástæða þess að stýrivöxtum er haldið háum. Ég þykist nokkuð viss að fæst heimili mundu óska sér lægri stýrivaxta á þessum tímapunkti ef það þýddi enn frekari hækkun á höfuðstól erlendra lána og verðbóta á verðtryggðum lánum í íslenskum krónum.

Kaname (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 07:14

5 identicon

@Vignir Már

Aukin skuldsetning (vegna aukinnar eftirspurnar eftir lánsfé) getur verið einn orsakavaldur aukinnar verðbólgu en hún er auðvitað alls ekki sá eini. Þvert á móti er hægt að hugsa sér ýmsar aðstæður þar sem verðbólga eykst án þess að aukin skuldsetning eigi hlut að máli, s.s. vegna innstreymis erlends fjármagns. Í slíku tilfelli yrðu stýrivextir að hækka jafnvel þó engin breyting hefði orðið á eftirspurn eftir lánsfé.

Kaname (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband