Pólitískur rétttrúnaður nær nýjum hæðum

Það er gaman að líflegum karakterum sem orða hlutina tæpitungulaust, veigra sér ekki við að tala sjómannamál á landi, tala um kalla og kellingar og þar fram eftir götunum. Egill Einarsson er einn þeirra manna, sem gerir annars grámyglulega tilveru hérna norður í ballarhafi líflegri en ella.

Hættum að amast við mönnum eins og Þykka. Heimurinn yrði skelfilega leiðinlegur öll ummæli manna yrðu að samræmast trúarjátningu hinna pólitískt bókstafstrúuðu. Nógu leiðinlegt er hér fyrir, þar sem þjóðin er föst í eignafangelsi með stjórnvöld sem hlekkja borgarana í fjötra hafta og hirðir megnið af eignum borgaranna með ofurskattlagningu.


mbl.is Safna undirskriftum gegn Agli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verður ekki bara að starta söfnun undirskrifta MEÐ ATVINNUFRELSI Þykka og annarra sem ekki taka undir rétttrúnaðarsönginn.

Ragnhildur Kolka, 26.10.2010 kl. 12:14

2 identicon

Sammála. Áfram með skemmtilega menn eins og Egil Einarsson. Feministar haldi áfram að klóra sér Þar sem Þær eru loðnar.

Arbitrar (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 12:45

3 identicon

það er ekki rétt fólk sé að skrifa sig á þennan lista vegna þess að það sé á móti líflegum karakter, það væri óskandi. Því miður hefur Egill brotið á fólki margsinnis meðal annars tekið við unglina viðtöl með því að villa á sér heimildir, tekið í leyfisleysi videó af skólasystkinum og svo mætti lengi telja. Fyrir það eru margir að skrifa sig á þennan lista. 

Sigríður (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 13:25

4 identicon

Leyfið þessum bjánum að gera sig að fíflum. Go Gillz!!!

Herbert (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:35

5 identicon

Mér finnst þetta svo fyndið og lýsir bara þröngsýnishætti feminístanna alltof vel... og gera þeim sjálfum grikk, ekki Þykka...Hann er bara frumlegur, orðheppin, á stundum of bersögull en það er alltaf gaman að honu, eða með svona Kafteinn Kolbeinn talsmáta stundum sem er hið besta mál.. gefur lit í lífið

ég er að spá í að starta undirskriftalista gegn undirskriftalistanum gegn Agli..

Go Þykki!

Kristín (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband