Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.9.2013 | 07:08
Þriðja leiðin í ríkisfjármálum
9.3.2013 | 13:58
Lágtekjuskattarnir
27.1.2013 | 19:50
Bara 100 dagar eftir, eða hvað?
Margir frjálslyndir Íslendingar búast fastlega við því að ný ríkisstjórn, skipuð frjálslyndum einstaklingum, muni taka við af þeirri sem nú situr eftir kosningar til Alþingis í vor. Þetta viðhorf kemur m.a. fram hérna.
En eitt er ljóst: Ekkert er öruggt.
Frjálslyndir menn hafa engan veginn náð að tryggja að nokkur breyting til batnaðar verði eftir næstu kosningar. Skoðanakannanir um þessar mundir benda raunar til að sósíalísk öfl gætu hæglega haldið völdum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til verið skásti kostur frjálslynda á Íslandi, en þar er engan veginn að finna nægan fjölda væntanlegra þingmanna til að hafa afgerandi breytingar á samsetningu Alþingis. Frambjóðendur flokksins virðast að uppistöðu ætla að vera sósíaldemókratar, þ.e. sósíalistar sem vilja fara hægt í sakirnar.
Frjálslyndir menn liggja hreinlega í leti og láta lítið í sér heyrast. Vonbrigði eftir næstu kosningar þeirra verða gríðarleg ef það breytist ekki á næstu vikum. Málstaður þeirra ætti í raun að liggja svo vel við að ótrúlegt má teljast að hann njóti ekki meiri hylli en raunin er. Þeir hinna frjálslyndu sem leggja áherslu á hagvöxt, atvinnusköpun og fjárfestingu til framtíðar þurfa ekki að gera annað en að þylja vel meitluð orð helstu hugsuða hagfræðinnar til að hafa eitthvað að segja. Þeir hinna frjálslyndu sem byggja málflutning sinn á réttlætishugsjóninni þurfa bara að benda á að hver maður á sinn líkama og leggja út frá því í málefnabaráttu sinni.
Hvert er svo hið pólitíska landslag á Íslandi? Það er baðað í sósíalískum ranghugsunum. Ríkisvald hér og ríkisvald þar og öll okkar vandamál gufa upp, ekki satt? Ríkisábyrgð á bönkum og áhættusækni í fjárfestingum, fikt við vaxtaprósentur og ríkisvæðing fyrirtækja í gegnum vaxandi regluverk, og enginn fer sér lengur að voða, ekki satt?
Eftir hrunið haustið 2008 fóru margar Evrópuþjóðir sér hægt í að þenja út ríkisvaldið, tóku til og hlífðu skattgreiðendum eins mikið og pólitískur veruleiki leyfði á hverjum stað. Þær þjóðir eru að uppskera í dag með aukinni fjárfestingu og uppbyggingu til framtíðar þar sem Evrópusambandið heimilar slíkt. Á Íslandi var sósíalisma sópað yfir allt og alla og niðurstaðan er framlengd kreppa, sem í raun dýpkar með hverju ári sem ríkisvaldið heldur áfram að moka.
Frjálslyndir menn mega ekki þegja. Þeir þurfa að rífa kjaft á málefnalegan hátt. Þeir þurfa að benda á kýlin og lofa því af einlægni að stinga á þau ef og þegar kosningar hafa fært þeim umboð til slíks.
Eru 100 dagar í betri ríkisstjórn, eða 1500 dagar? Það er undir frjálslyndum mönnum komið.
19.12.2012 | 19:45
Eru frjálsir farþegaflutningar óhugsandi?
Allir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita hvernig tómur strætisvagn lítur út, ef bílstjórinn er undanskilinn. Um alla borg og sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur keyra tómir strætisvagnar allan liðlangan daginn og þræða fastar leiðir eins og vel upp aldir maurar. Allir borgarbúar vita af strætisvögnunum. Notkun þeirra er stórkostlega niðurgreidd. Þeir fá sínar eigin akreinar á fjölförnustu götum. Þeir eru mjög rúmgóðir, svo vægt sé til orða tekið. Með því að nota strætó frekar en eigin bíl er hægt að lesa á leið í vinnuna eða leggja sig.
En þeir eru lítið notaðir, a.m.k. af fólki með bílpróf. Flestir sem mögulega geta rekið bíl gera það og borga fyrir það stórfé. Eldsneytið á einkabílana er skattlagt í hæstu hæðir, og sjálfar bifreiðarnar líka. Göturnar rúma ekki alla bílana og það veldur tíma- og vinnutapi hjá fjölda einstaklinga á hverjum degi. Allir eru að reyna að troðast sömu leiðina á hverjum degi til og frá miðborginni í eigin bíl og keppast um sömu örfáu stæðin í millitíðinni.
Samt heldur strætisvagnakerfið áfram að þenjast út í kostnaði og farþegafjöldinn er ennþá lítill þótt hann hafi aukist eitthvað eftir að kreppan skall á og rýrði laun allra landsmanna um tugi prósenta.
Stjórnmálamenn hamast á almenningi um að taka frekar strætó en keyra í eigin bíl. Þeir reyna að gera strætó hagkvæman með því að niðurgreiða notkun strætisvagna niður í brot af raunverulegum kostnaði við þá. Þeir reyna að telja fólki trú um að strætó sé umhverfisvænni en einkabíllinn. Flestir samþykkja slík rök án umhugsunar, en nota samt einkabílinn. Strætó þræðir hverfin allan daginn alla daga. Hann er meira að segja nokkuð áreiðanlegur.
En samt notar fólk einkabílinn.
Hvernig stendur á þessu? Eru þetta ekki algjör öfugmæli?
Hvernig stendur á því að ekki sé hægt að reka farþegaflutninga á höfuðborgarsvæðinu með hagnaði hreinlega? Þetta ætti að vera svo borðleggjandi fyrir þá þúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að komast til og frá sömu tveggja staðanna. Þetta er ekki einu sinni spurning um tíma! Fólk gæti svo bara skotist á einkabílnum eftir vinnu til að kaupa í matinn eða skutla krökkum til og frá íþróttaæfinga.
Kenning þess sem þetta skrifar er sú að sveitarfélögin séu hreinlega að flækjast fyrir frjálsum farþegaflutningum.
Það er nánast eina rökrétta skýringin á þessu skrýtna ástandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 07:06
Verðbólga: Stærsta ógnin við frelsið?
If libertarians lose on the inflation issue, they are threatened with the loss of every other issue. If libertarians could win the inflation issue, they could come close to winning everything else. If they could succeed in halting the increase in the quantity of money, it would be because they could halt the chronic deficits that force this increase. If they could halt these chronic deficits, it would be because they had halted the rapid increase in welfare spending and all the socialistic schemes that are dependent on welfare spending. If they could halt the constant increase in spending, they could halt the constant increase in government power.(Man vs. The Welfare State, bls. 213. Tengill: http://mises.org/document/2974/Man-vs-The-Welfare-State)
15.10.2012 | 07:15
Komið að ferðaþjónustunni (grein)
6.10.2012 | 12:44
Hin frjálsa heilbrigðisþjónusta
4.10.2012 | 10:03
Óttinn við eigin skoðanir
6.9.2012 | 18:33
Hin svokölluðu frjálshyggjuár
Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið og íslenska krónan eftir mörg ár af vaxandi kaupmætti flestra og auknu svigrúmi í hagkerfinu. Hið íslenska góðæri var byggt á tveimur stoðum. Sú fyrri var skattalækkanir og einkavæðing ríkisfyrirtækja sem hvoru tveggja hafði leyst úr læðingi mikla verðmætasköpun einkaaðila. Það var hið raunverulega góðæri. Þessa stoð vill vinstristjórnin höggva rækilega í spæni. Síðari stoðin var stanslaus mokstur á nýprentuðum ríkispeningum ofan í vasa einkaaðila, sem tóku mikla áhættu með þá. Það var hið falska góðæri. Þessi misserin er unnið dyggilega að því að halda í því á lífi.
Hin svokölluðu frjálshyggjuár á Íslandi snerust ekki um róttæka uppstokkun samfélagsins eftir höfði frjálshyggjumanna. Öðru nær. Á þeim gerðist það eitt að Ísland hætti að líkjast sósíalistaríki, þar sem ríkið rekur framleiðslutækin eða ver fákeppni á markaði með öllum brögðum, og byrjaði að líkjast vestur-evrópsku ríki. Í leiðinni var reglugerðum Evrópusambandsins sópað til landsins og þær gerðar að íslenskum lögum.
Til að komast í gegnum erfiðleika hinna svokölluðu frjálshyggjuára þarf raunverulega frjálshyggju. Ríkisvaldið þarf að hætta framleiðslu og verðlagningu peninga. Öll ríkisfyrirtæki þarf að einkavæða. Skatta verður að skera niður úr öllu valdi, skuldir hins opinbera þarf að greiða eða einfaldlega afskrifa sem óréttmætri lántöku fyrir hönd skattgreiðenda (og um leið rústa lánstrausti ríkisvaldsins til frambúðar). Skattkerfið þarf að einfalda töluvert. Ríkisábyrgðir ber að afnema, og þær sem er búið að veita á að draga til baka, hvað sem líður kostnaði þeirra sem á þær treysta. Blóðsugan á ekki að geta lifað á blóði skattgreiðenda þótt um slíkt hafi verið samið einhvern tímann.
Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið og velferðarkerfið eru fyrirbæri sem þarf að brjóta upp í frumeindir og koma úr höndum ríkisvaldsins. Þegar skattlagningin er orðin lítil sem engin er alveg hægt að ætlast til þess að fólk fjármagni eigin menntun og eigin sjúkratryggingar, og auðvelt að ímynda sér að þeir örfáu sem hafa ekki efni á neinu af einhverjum ástæåum fái nauðsynlegan stuðning (styrki eða lán) frá góðhjörtuðu fólki og fyrirtækjum í leit að góðri ímynd, en dæmi um slíkt þekkjast mjög víða.
Þeir sem boða náungakærleik og aðstoð við þá sem minna mega sín geta látið verkin tala í stað skattkerfisins. Engin góðmennska eða kærleikur er fólginn í því að láta ríkisvaldið innheimta fé til að aðstoða þá sem aðstoð þurfa. Raunveruleg góðmennska felst í frjálsum framlögum og ráðstöfun eigin frítíma, en ekki með því að ríkið beiti skattgreiðendur ofbeldi. Þegar ríkið niðurgreiðir örorku, atvinnuleysi og iðjuleysi er það eitt tryggt, að meira verður af örorku, atvinnuleysi og iðjuleysi.
Hin svokölluðu frjálshyggjuár voru ár Evrópuvæðingar Íslands, þar sem það færðist úr sovésku austri í sósíaldemókratískt vestrið. Seinustu misseri hafa snúist um Evrópusambandsvæðingu Íslands með samfélagslegri ábyrgð á skuldum einkaaðila. Næstu ár þurfa að snúast um frelsi og framtak einstaklinga og einkaaðila og stórkostlegan samdrátt ríkisvaldsins. Í heimi þar sem engin fjölgun starfa hefur átt sér stað í áratug í hvorki Bandaríkjunum né Evrópusambandinu, skuldirnar eru orðnar óviðráðanlegar og stærstu gjaldmiðlar heims á hverfanda hveli er tiltölulega auðvelt að skara fram úr.
Keppnin um það hver er lélegastur er hörð, en hún er auðveld fyrir þá sem hlaupa í hina áttina og keppa að því að verða bestir. Leiðin er einföld: Koma ríkisvaldinu úr peningaframleiðslu, minnka hin opinberu þyngsli á samfélagið og hagkerfið niður í nánast ekki neitt, og tryggja að sá sem á, hann megi, og að hinum sem skemmir eign annars manns sé það bannað.
Geir Ágústsson.
Þessi grein birtist áður í Morgunblaðinu 6. september 2012 og er aðgengileg áskrifendum að netútgáfu blaðsins hér.
26.7.2012 | 07:36