Hefndarþorsti duglausra stjórnmálamanna

Það var stórmannlegt af Ólafi G. Einarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, að sniðganga þingsetningu nú í mótmælaskyni við þá ákvörðun Alþingis að sækja fráfarandi forsætisráðherra til saka.

Lög um landsdóm ganga í berhögg við almenn mannréttindi, enda fráleitt með hliðsjón af ríkjandi málsmeðferðarreglum að sami aðili ákæri mann, láti rannsókn fara fram, skipi saksóknara og dómara.

Sú hugsun hlýtur eðlilega að vakna hvort í íslenskum öfgamönnum til vinstri í stjórnmálum blundi enn ást á réttarfari því sem tíðkaðist í Ráðstjórnarríkjum Stalíns. Stuðningur fjórmenninganna í Samfylkingunni við ákærur er líka sérlega eftirtektarverður í ljósi þess að þar fer fólk úr innsta hring flokksins, sem leiðir hugann að því hvort ekki hafi verið um þaulskipulagt plott af hálfu stjórnarflokkanna að ræða til þess eins að halda óstjórntækri ríkisstjórn saman nokkra mánuði til viðbótar.

Hér réð ekki réttlæti för heldur hefndarþorsti duglausra stjórnmálamanna, sem í veikri von vilja leiða athygli almennings frá því hversu hörmulega þeim hefur tekist við landsstjórnina.


mbl.is „Þar með var niðurlæging Alþingis fullkomnuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þvílíkt bull.

Hamarinn, 2.10.2010 kl. 16:08

2 identicon

Já sure, ef þú vilt kalla þorsta eftir réttlæti hefndarþorsta, þá er það þitt mál. En það er líka hægt að heimfæra það á aðstandendur fórnarlamba glæpa. Eru þau öll blinduð af hefndarþorsta ef þau vilja sjá brotamenn í fangelsi eða sæta ábyrgð? Rökin sem eru notuð fyrir því að Geir á ekki að fara fyrir dóm eru helst þau að það er svo asnalegt að bara einn fari fyrir dóm, en ekki allir. Svona svipað eins og að segja að það er asnalegt að sækja einn mann til saka eða ábyrgðar því aðrir hafa líka brotið af sér og jafnvel verr en sloppið. Gimme a break, þetta er algjör rökleysa. Bara pólitík og ekkert annað.

Magnús (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 18:03

3 identicon

Magnús þetta er mjög barnalegt svar hjá þér. Hér er verið að benda á þann galla að Landsdómur er í raun og veru rannsóknarréttur þar sem sakborningur nýtur ekki sömu mannréttinda og fyrir almennum dómstól. Ríkisstjórnin hefði getað sent ríkissaksóknara málið og flutt það fyrir hefðbundnum dómstól. Ótti VG liða við þá leið var sú að meint afglöp ráðherrana voru óljós og of víðtæk fyrir hefðbundinn dómstól. Mannréttindi skipta því þetta fólk engu málu. Hvað liggur þeim þá fyrir? Nærtækast er að ætla að svala þurfi hefndarþorsta þeirra gegn pólitískum andstæðingum.

Þriðji forseti Bandaríkjanna orðaði þetta vel þegar hann sagði:

Of liberty I would say that, in the whole plenitude of its extent, it is unobstructed action according to our will. But rightful liberty is unobstructed action according to our will within limits drawn around us by the equal rights of others. I do not add 'within the limits of the law,' because law is often but the tyrant's will, and always so when it violates the right of an individual

AK (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 20:10

4 identicon

Nú hefur frjálshyggjufélagið náð lægstu mörkum lágkúru sinnar (sem henni er þó eðlislæg): Að verja skoðanir reiðhests! Stuttbuxnadeildin hefur með þessari færslu breyst í bleyjudeild!

(Til upprifjunar fyrir bleyjudeildina: Hver skipaði Þingvallaprest Útvarpsstjóra á sínum tíma? Og í hvaða tilgangi?)

Látið ykkur ekki einu sinni dreyma um að þetta sé gleymt. Þótt "Séð og heyrt" hafi ekki verið til á þessum tíma, þá erum sum okkar ekki haldin "gullfiskaminni".

Svei ykkur.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:21

5 identicon

Ybbar gogg er greinilega veikur einstaklingur sem þarf á hjálp að halda. Það er ógeðslegt að horfa upp á rannsóknarréttarhöld yfir Geir. Heilinn á sumu fólki virðist ansi furmstæður þó svo það sé ekki haldið gullfiskaminni. Það fólk sem kallar á hefnd skilur ekki hugmyndir um réttarríki nema þegar að því sjálfu er sótt. Þá ópar og vælir það um mannréttindabrot.

Sama fólk hefur ekki enn öðrlast skilning á hruninu. Það skilur ekki eðli inngripa og leiðréttingu rangra ákvarðanna. Hugmyndin að einn maður geti stýrt heilu hagkerfi er barnarleg og hættuleg. Slík hugmynd hefur kosta fleiri mannslíf en nokkur önnur.

Herdís (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 12:38

6 identicon

Herdís hefur greinilega verið fjarverandi síðustu 19 árin: "Hugmyndin að einn maður geti stýrt heilu hagkerfi er barnarleg og hættuleg."

En þannig var það nú bara. Og nú situr þjóðin í súpunni.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:41

7 identicon

@Ybbar gogg

Þú getur komið með þá fullyrðingu að hér hafi einn maður öllu ráðið. Það er bara fullyrðing ekkert annað. Þú sannar hana ekki né reynir með nokkru móti að sýna fram á hana.

Enginn vitiborinn einstaklingur mun taka undir þessa fullyrðingu. Allir flokkar sem störfuðu með Sjáflstæðisflokknum gátu unnið með örðum flokkum. Kjósendur gátu aðra stefnu og þar sem við búum enn í nokkuð frjálsu samfélagi hafa einstaklingar í öllu samfélaginu töluverð áhrif á gang þess.

Sá sem skrifar fyrir Ybbar gogg er að ala á hatur, fáfræði og götudómstóla. Nákvæmlega sams konar skrif áttu sér stað í kreppunni miklu í Evrópu sem leiddi til verstu einræðisherra sögunnar.

Herdís (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:56

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Herdís og AK

Ybbar gogg notar gjarnan þennan frasa með lægstu mörk lágkúru ...  lágkúra virðist honum mjög hugleikin.

Hitt er svo annað að það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að komast að sömu niðurstöðu og hann í mörgum málum. Kanski þarf að fara til hans niður á lægstu mörk lágkúrunnar til þess að skilja hann.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband