Skrípaleikur

Áður hefur verið á það bent, hér á þessari síðu, að það er engu líkara en norska nóbelsverðlaunanefndin sé deild í ameríska demókrataflokknum, en á undan Barack Hussein Obama hafa þeir Jimmy Carter og Al Gore hlotið friðarverðlaunin - og næstum á jafnhæpnum forsendum.

Friðarins maður, Hussein Obama, hefur nýverið afráðið að sendur skuli liðsauki til Afganistan. Það er væntanlega allt í þágu friðar, eins og stríðsrekstur almennt.


mbl.is Obama tekur við Nóbelnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt, ykkar maður Bush var náttúrulega friðarhöfðingi og stríðinu í Afganistan er auðvitað Obama að kenna. Eruð þið 15 ára þarna í frjálshyggjufélaginu?

Arngrímur (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 14:41

2 identicon

Hver er að tala um Bush Arngrímur? Hvers vegna gefur þú þér að hann sé okkar maður?

Arngrímur þú ert að opinbera vanþekkingu þína á stjórnmálaskoðunum og undirstrika fordóma þína í garð stefnu sem þú veist greinilega ekkert um.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:05

3 identicon

Ég held að ég hafi álíka mikla fyrirlitningu á Bush og Obama, enda báðir andstæðingar frjálshyggju.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:44

4 identicon

Bush átti sína ágætu móment en hann var enginn frjálshyggjumaður. Obama er það ekki heldur. Hvor þeirra er verri forseti er erfitt að segja en þar sem Obama á enn eftir 3 ár af sínu kjörtímabili þá held ég að það megi gefa honum vafann í keppninni versti forsetinn.

Landið (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 20:22

5 identicon

Ókei ég hljóp aðeins á mig þarna með Bush en annars er ég alltaf að sjá betur og betur hversu loðin og óskýr mörkin eru milli hægri og vinstri, hvort þetta séu pólar eða hringur bla bla bla. Allir virðast haga sér svipað þegar þeir komast til valda, eitt er ímynd gildi og framkvæmd annað. T.d. hækkaði Reagan skatta og blés út stjórnkerfið í BNA, alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn á sínum valdatíma.

XD blés líka út ríkisbáknið og lögleiddi td ekki vín í búðir og lækkaði ekki áfengiskaupa aldurinn osfrv.

PS: Jeez, ég skrifa hér eins og ég sé að fá heilablóðfall, eins og 17 ára krakki, er að flýta mér! Þið fattið hvað ég er að fara.

Arngrímur (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 14:09

6 identicon

Þetta er alveg rétt Arngrímur en líttu á sanna frjálshyggjumenn eins og Ron Paul í USA, Peter schiff og Rand Paul. Á Íslandi eru við með menn eins og Pétur Blöndal, því miður ekki fleirri en það en höfum hann þó.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband