Hugmyndafræði Jóhönnu

Það er venjulegu fólki algjörlega óskiljanlegt af hverju íslenska ríkisstjórnin hefur stillt sér upp í lið með Bretum og Hollendingum. Það er hins vegar ekki svo fjarstæðukennt ef litið er til hugmyndafræði þeirra flokka sem nú fara með völdin í landinu. Vinstrimenn eða félagshyggjufólk eins og það vill nefna sig leggja áherslu á samhjálp/samtryggingu í nafni þvingana.  Hugmyndafræði þeirra gerir ekki ráð fyrir því að fólk beri ábyrgð á sjálfu sér og sínum eignum heldur samfélagið. Nú skiptir ekki máli hvort einstaklingar telja sig þurfa eða vilja taka þátt því félagshyggjufólkið er mætt til að hugsa fyrir okkur og segja okkur fyrir verkum, til þess að bæta líf okkar að þeirra mati.

Icesave er lítið annað en velferðahjálp ríkafólksins. Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi sem fer með völdin þar tók þá ákvörðun að bjarga öllum stærstu bönkum landsins á kostnað vinnandi fólks í Bretlandi. Þar eru í stjórnum og stjórnunarstöðu sömu menn og áður og hluthafar héldu öllu sínu. Það er því engin furða að vinstirmenn/félagshyggjufólk skuli telja það rétt að skattgreiðendur á Íslandi skuli einnig fá að borga.

Frjálshyggjumenn hafa ávalt verið á þeirri skoðun að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér og sínum eignum. Það er ekki siðferðislega rétt að færa ábyrgð hvort sem það er á skuldum eða öðru yfir á aðra einstaklinga án þeirra samþykkis. Þeir sem lögðu sparifé sitt inn á Icesave tóku þar með áhættu og töpuðu. Það fólk getur engum öðrum kennt en sjálfum sér, eins sárt og það er að tapa sparnaði sínum.


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan það að rök um eldri borgara og aðra sem áttu víst ekki að "vita" að þessum reikningum fylgdi áhætta er út í hött þar sem tryggingasjóður innistæðueigenda hefði strax átt að tryggja innistæður þeirra upp að lágmarki, og svo hefðu innlánseigiendur haft forgangskröfu í þrotabúið...

Viktor (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 11:41

2 identicon

Hvort sem fólk veit af áhættunni eða ekki þá verður það aldrei forsenda fyrir greiðslu skattgreiðenda á Íslandi. Innistæðutryggingasjóðurinn ræður ekki einu sinni við lágmarksgreiðsluna svo lítið hægt að gera við því annað en að láta þá fá það sem til er í honum.

Forgangskröfur innistæðueigenda í þrotabúið er mannréttindabrot gagnvart þeim sem eiga upprunalega forgangskröfur í búið. Þeir sem gerðu fjármálagjörninga fyrir hrun t.d. með kaupum á skuldabréfum eiga ekki að þurfa að þola að vera færðir aftar í forgangsröðinni vegna óánægðra innistæðueigenda. Þá má ekki gleyma því að breks og hollensk stjórnvöld hafa greitt þeim upp lágmarkið. Það er einhliða ákvörðun þeirra stjórnvalda sem kemur þessu máli ekkert við.

Landið (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband