Lögregluríki

Ríkisstjórnin er í óða önn að herða tök sín á öllu þjóðlífi. Vitanlega hafa menn uppi göfug fyrirheit varðandi hertari þvingunarúrræði, en eftir því sem úrræðin eru harðari þeim mun meiri líkur eru á að þau verði misnotuð. Ríkið beitir borgara þessa lands nú þegar miklu ofríki. En hér sýna vinstrimenn sitt rétta eðli, því þeir unna aðeins mannréttindum og lýðræði í orði. Undir niðri býr stæk fyrirlitning á einstaklingsfrelsinu. Stórhert tök ríkisins á öllu þjóðlífi færa okkur sífellt nær lögregluríki.
mbl.is Skatturinn fær að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einstaklingsfrelsið ? var það ekki það sem setti landið á hausinn. kveðja

zappa (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 17:11

2 identicon

Já þetta einstaklingsfrelsi maður hverjum dettur í hug að fólk eigi að hafa eitthvað um sín eigin mál að segja. Hvern er best að fá til að hugsa fyrir okkur hummm?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:08

3 identicon

Nú, einhvern úr Frjálshyggjufélaginu.  Gefur augaleið.

Jóhann (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:42

4 identicon

Jú einmitt Jóhann, Frjálshyggjufélagið er nefninlega félag sem er hlynnt því að einhver hugsi fyrir fólk... döhh...

Gunnar Páll (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband