Vanhæf ríkisstjórn

Ekki voru þær góðar á mælikvarða frjálshyggjumanna fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og síðar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Núverandi ríkisstjórn stefnir hins vegar í að verða versta stjórn sögunnar. Hún ætlar að rústa hag almennings með hærri sköttum, hvergi má skera niður í ríkisrekstri, enda standa hinir ríkisreknu stjórnmálaflokkar vörð um allt kerfið, sem sér um sig og sína. Afleiðingin verður algjör stöðnun og lífskjör munu færast aftur um áratugi. En þetta var búið að segja þeim sem kusu vinstriflokkana. 

 

Til að komast út úr þeim mikla vanda sem nú er við að etja þarf umfram allt að koma hjólum efnahagslífs í gang með endurreisn bankanna sem þarf að losa úr ríkisseigu, skera ríkisútgjöld niður um nokkra tugi prósenta í einu vetfangi og lækka skatta. Öll uppbygging til framtíðar verður úti í atvinnulífinu - ekki innan veggja steingeltra ríkisstofnana. Menn reyndu að stýra hagkerfi í kommúnistaríkjum. Sú tilraun mistókst herfilega.


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband