Fráleit löggjöf

Hvers vegna bannar ríkisvaldið auglýsingu áfengra drykkja?

Markaðurinn hefur fyrir löngu síðan fundið leið framhjá lögunum eins og menn þekkja af léttölsauglýsingum og vínkynningum tímarita.

Áfengi er lögleg vara og hana ætti því að mega auglýsa.

Helstu rök sem menn beita banni í vil eru verndun heilsu almennings en er almenningur virkilega svo heimskur að hann geti ekki valið og hafnað? Öllum er skaðsemi áfengis kunn.

Hér kynni e-r að segja: Börnum er skaðsemin ekki kunn og kynnu þau að laðast frekar að áfengi sæju þau auglýsingar þess efnis.

Þá víkur aftur að því sem segir hér að ofan. Börn sjá ekki muninn á léttölsauglýsingum og auglýsingum þar sem búið er að taka burt smáaletrið neðst niðri "Léttöl", hvað þá börn sem ekki kunna að lesa.

Þetta er því sorgardagur að menn skuli vera dæmdir sekir fyrir auglýsingu löglegrar neysluvöru sem þúsundir Íslendinga neyta dag hvern.

 


mbl.is Sektaðir fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áfengisauglýsingar eru ekki leyfðar til að vernda heilsu fólks. þið nýfrjálshyggjumenn hafið enga samfélagslega ábyrgð, viljið bara leyfa allt án tillits til afleiðinga, bankahrunuð er afleiðing af taumlasu frelsi ykkar nýfrjálshyggjumanna, farið í felur og hættið þessu blaðri, það nennir hvort eð er enginn að lesa þetta!!!

Jónas (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Gammurinn

Jónas, þarf ríkisvaldið að vernda heilsu fólks? Hver er munurinn á bjórauglýsingu þar sem alkahólinnihald vökvans í auglýsingunni er 2,25% eða 5%?

 Jónas, Frjálshyggjufélagið boðar ekki nýfrjálshyggju. Félagið fagnaði dauða hennar er Steingrímur J. Sigfússon tók við völdum og sagði hana dauða.

Jónas, að vera á móti banni við áfengisauglýsingum hefur ekkert með samfélagslega ábyrgð að gera. Skaðsemi áfengis er ljós og ríkisvaldið þarf ekki að vernda fólk gegn efninu.

Jónas, færslan snýst um lögleiðingu auglýsinga áfengis en ekki alls.

Jónas, frelsi okkar til að blogga hér olli ekki bankahruninu heldur taumlaus ríkisábyrgð hins opinbera. Það er ekki frjálshyggja. Það er nýfrjálshyggja. Þetta er Frjálshyggjufélagið sem bloggar hér, ekki Nýfrjálshyggjufélagið.

Jónas, nú er tími fyrir frjálshyggjumenn að koma fram, við höfum ekki verið nógu áberandi síðustu ár. Nýfrjálshyggjan hefur verið allt í öllu.

Jónas, takk fyrir að lesa þetta.

Gammurinn, 13.6.2009 kl. 00:52

3 identicon

Það er tvent sem olli hruninu. Græðgi gullétandi vanvita og eftirlitsleysi ríkisins. við þetta má svo bæta að Isl fjölmiðlar þorðu ekki að gagnrýna þetta eða kanna betur.

Ég vill eins og sennilega 90% þjóðarinar sjá hér sterkar eftirlitssofnanir  í eigu ríkisins sem passa að e h í þessa veru gerist ekki aftur! Og NEI FULLORÐNU FÓLKI ER EKKI TREYSTANDI!

óli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:20

4 identicon

Þetta er ömurlegt viðhorf hjá þér óli. Þú ert í raunina að segja að fólk sé fífl og heimst og hið almáttuga og algóða ríkisvald muni bjarga öllu. Ég treysti fólki á frjálsum markaði til að hámarka hagnað sinn til hagsbóta fyrir allan fjöldann. Ég treysti ekki ríkisvaldinu jafnvel.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband