Botnfrosið hagkerfi

Það er ekki nema von að verðbólgan mælist jafnlág og raun ber vitni. Fjárfesting er nærri því engin og í þau fáu skipti sem útlendingar gera tilraunir til fjárfestinga hér á landi er þeim vísað frá.

Sér í lagi er ömurlegt að horfa upp á stjórnvöld amast við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Hvort sem það er álver, gagnaver, einkasjúkrahús eða flugþjónusta - alltaf skal dauð hönd vinstristjórnarinnar koma í veg fyrir að ný atvinnutækifæri skapist.

Á sama tíma telst fimmtungur íbúa á Suðurnesjum til bótaþega. Sá er þetta ritar veltir því hreinlega fyrir sér hvort ekki sé rétt að tala um að mannvonska ráði för á stjórnarheimilinu.

Steingrímur og Jóhanna eru sem stórbændur fyrri alda og amast við nýjum atvinnutækifærum meðan hjúin skulu pínd til hlýðni.


mbl.is Verðbólgan í samræmi við markmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er fjallað um verðbólguna eins og það sé eitthvað slæmt að hún skuli vera lág um þessar mundir. Það þykir mér einkennilegt, lág verðbólga er mjög af hinu góða því þá er ekki verið að ræna okkur eins hratt og áður. Best væri auðvitað að afnema verðbólgu alfarið og taka upp heilbrigða peningastefnu í stað síbrotakerfisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2010 kl. 12:38

2 identicon

@Guðmundur

Hér er ekki fjallað um verðbólgu heldur það sem orsakar lága verðbólgu. Það er æskilegt að verðbólga sé lág en það er vond aðferðafræði að halda henni lágri með því að frysta hagkerfið.

Andri (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband