Höftin eru dragbítur á alla framþróun efnahagslífsins

Í fréttinni er haft orðrétt eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar:

„Sú bjögun sem við búum við hér á landi [innsk: höftin] getur komið verulega niður á hagvexti og orsakað að lífskjaraþróun hér á landi verði mun hægari en annars staðar, vegna þess að menn geta ekki nýtt sér markaðinn og þau tæki sem hann hefur upp á að bjóða til að sem mestu út úr efnahagslífinu".

Þetta er mergurinn málsins. Raunveruleg hætta er á því að áframhaldandi höft á verslun með gjaldeyri muni leiða til víðtækra verðlagshamla og fjárfestingareftirlits líkt og raunin var á haftaárunum 1931 til 1960 (og raunar miklu lengur).

Afleiðing þessa getur ekki orðið önnur en æ versnandi lífskjör og minni hagvöxtur. Einstaklingsframtakið fær ekki að njóta sín við þessar aðstæður og atvinnulíf allt er drepið í dróma. Tal stjórnvalda um nýsköpun í atvinnurekstri en innantómt raus við ríkjandi aðstæður.

Pólitísk spilling er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess ástands sem við búum við, en höftin hafa líka afar slæm áhrif á almennt siðgæði í landinu. Fólk lætur sér það lynda að haldinn sé fjölmiðlasirkus yfirvalda vegna meintra ólögmætra gjaldeyrisviðskipta og málum stillt upp með þeim hætti að um allra alvarlegustu glæpi sé að ræða.

Við aðstæður sem þessar er þess skammt að bíða að öryggislögregla ríkisstjórnarinnar taki hús á mönnum í leit að gjaldeyri. Hér verður að spyrna við fótum. Sporin hræða því lítil skref í átt til minna frelsis eru skref í átt til ánauðar. Engar framfarir munu verða í atvinnulífi þjóðarinnar nema stjórnvöld stefni raunverulega að afnámi gjaldeyrishafta.

 


mbl.is Myndbirting skaðsemi haftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Mikið óskaplega væri gaman ef fleiri hægrimenn gætu stutt baráttuna fyrir afnámi haftanna.

Lúðvík Júlíusson, 15.11.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband