15.11.2010 | 16:39
Höftin eru dragbítur á alla framþróun efnahagslífsins
Í fréttinni er haft orðrétt eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar:
Sú bjögun sem við búum við hér á landi [innsk: höftin] getur komið verulega niður á hagvexti og orsakað að lífskjaraþróun hér á landi verði mun hægari en annars staðar, vegna þess að menn geta ekki nýtt sér markaðinn og þau tæki sem hann hefur upp á að bjóða til að sem mestu út úr efnahagslífinu".
Þetta er mergurinn málsins. Raunveruleg hætta er á því að áframhaldandi höft á verslun með gjaldeyri muni leiða til víðtækra verðlagshamla og fjárfestingareftirlits líkt og raunin var á haftaárunum 1931 til 1960 (og raunar miklu lengur).
Myndbirting skaðsemi haftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið óskaplega væri gaman ef fleiri hægrimenn gætu stutt baráttuna fyrir afnámi haftanna.
Lúðvík Júlíusson, 15.11.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.