24.10.2010 | 00:48
Lokum RÚV!
Á tímum stórfellds niðurskurðar í opinberum rekstri er óverjandi að skattgreiðendur séu látnir halda úti óþarfri stofnun og ríkisútvarpinu fyrir tugmilljarða króna ár hvert.
Opið hús hjá Ríkisútvarpinu er til þess eins fallið að viðhalda aðdáun almennings á hinni óþörfu stofnun sem sinnir verkefnum sem fyrirtæki í einkaeigu geta vel haldið úti eins og dæmin sanna og raunar sinnt mun betur.
Það hefur komið í ljós á undanförnum vikum að svokallað útvarpsgjald sem í fyrstu var ætlað að standa straum af kostnaði við stofnunina er í raun og veru beinn skattur. Fjármálaráðherra tilkynnti stoltur að útvarpsgjaldið væri í raun einn af tekjustofnum ríkissjóðs og því væri réttlætanlegt að skera niður framlög til stofnunarinnar á sama tíma og gjaldið væri hækkað.
Það þarf enginn að segja okkur að Ísland yrði gersneytt af fréttum yrði stofnun sem RÚV lögð niður. Fólk vill fréttir og á meðan svo er mun markaðurinn sjá fólki fyrir þeirri vöru.
Opið hús hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver sá sem ábyrg (ur) er fyrir þessari færslu ætti að hugsa sig aðeins betur um, og í raun að skammast sín!! , í Bretlandi er BBC ríkisútvarp, það er leitun að öðru eins fræbæru efni sem þeir á þeim bæ hafa látið frá sér fara, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku er einnig boðið upp á ríkissjónvarp, einnig í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Portúgal og svo fr. hvað hefur þessi stöfnun ekki gert fyrir okkur í gegnum tíðinn? Af hverju eigum við að hætta með hana ? Af því að þú kæri pistlahöfundur ert kannski anarkisti? og vilt að ríkið bjóði þér frekar ókeypis marjúana????
Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 01:35
tetta er bara bul i ter Guðmundur Júlíusson tad er best ad molva baedi utvarpid og sjonvarpid og henda tvi svo a haugana ,eg er med tad alveg a hreinu
http://www.youtube.com/watch?v=aFaCvtYEGC8&feature=related
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 01:46
ad hafa sjonvarp i stofunni er eins og ad hafa skolp renandi i stofuni. Rick Hamesly
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 01:52
Hvað er helst að bögga þig Helgi? er fréttaveita samtímanns of mikið fyrir þig, viltu helst setjast að í útnára eyju eins og t.d. Papey, þar sem þú þarft ekki að komast í snertingu við veruleikann og nútímaþægindi svo sem sjónvarp og útvarp??
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 02:16
Hvað er helst að bögga þig Helgi? er fréttaveita samtímanns of mikið fyrir þig
ja Gudmundur alt of mikid firir mig endalaus ligi og heilatvotur
viltu helst setjast að í útnára eyju eins og t.d. Papey
engin spurning eg fluti til Astraliu firir 25 arum
þar sem þú þarft ekki að komast í snertingu við veruleikann og nútímaþægindi svo sem sjónvarp og útvarp??
tegar eg losadi mig vid sjonvarpid og utvarpid firir 4-5arum sidan ta for mer ad lida miklu betur og eg vil fulirda ad eg veit meira um sanleikan nuna en eg gerdi ta .eg mindi nu ekki kala tad nutimataegindi ad horfa klukutimum saman a litadan kassa , prufadu ad slokva a sjonvarpinu i 1 manud og sjadu kvad tu eignast mikin tima i eitkvad annad , tanig birjadi tad hja mer og eg mindi aldrei skifta ifir aftur bestu kvedjur
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 09:47
Ég er hjartanlega sammála um að það eigi að leggja RÚV niður. Það er hrein og skær móðgun við það fólk í t.d. heilbrigðisgeiranum um allt land sem stendur frammi fyrir því að missa vinnu vegna niðurskurðar, svo ekki sé minnst á alla þá sjúklinga sem þessi niðurskurður kemur til með að hafa áhrif á. Margir fjalla um RÚV sem ómissandi menningarstofnun hér á landi en ég hef nú aldrei komið auga á það. Ef horft er á það sjónvarpsefni sem boðið er upp á á þessari stöð þá eru það boltaleikir í öllum myndum og gerðum og á öllum tímum sem eru í fyrirrúmi. Fréttum og öðrum dagskrárliðum er miskunnarlaust rutt til hliðar fyrir þessa leiki og get ég ekki séð neitt menningarlegt við það. Síðan eru það allir þeir hundleiðinlegu ensku og amerísku þættir sem dúndrað eru á áhorfendur og síðan gamlar afdankaðar kvikmyndir sem fólki er boðið upp á. Dælt er í þessa stofnun milljörðum af skattpeningum almennings á hverju ári og einnig seldar auglýsingar sem gera einkareknum sjónvarpsstöðum erfitt um vik að vera í samkeppni við þessa stofnun. Hvorki BBC eða norrænu ríkisreknu stöðvarnar eru með auglýsingar. Það er engin hætta á að fréttaefni myndi hætta að berast landsmönnum þótt þessi stofnun yrði lögð niður í núverandi mynd. Það á að selja þessa stofnun og láta ríkið um að sjá fólki fyrir almennilegri heilbrigðisþjónustu og menntun barna okkar. Það nóg til af metnaðarfullum einstaklingum sem myndu geta rekið RÚV á betri hátt en nú er gert.
Edda Karlsdóttir, 24.10.2010 kl. 10:05
Sammála Eddu,þetta er úrkynjað fyrirbæri og allt og fjárfrekt og mannmargt og dagskráin til háborinnar skammar,allar bíómyndirnar í gærkvöldi voru endursýndar,hvað skyldu auglýsendur segja um þetta,það væru tilgangslitlar auglýsingarnar sem myndu birtast í Fréttablaðinu ef við fengjum alltaf sama blaðið dag eftir dag.
Ljósu punktarnir eru á Rás 1,þar eru margir góðir þættir.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 11:58
RÚV þver- og margbrýtur lög um sjálft sig þegar kemur að "hlutleysi".
RÚV var það fyrsta sem datt út þegar jarðskjálfti reið yfir fyrir einhverjum árum. Stöð 2 sýndi á sama tíma beint frá skjálftasvæðinu. "Öryggis"hlutverk RÚV er stórkostlega ofmetið.
EF menn sjá einhverja ástæðu fyrir einhverjum afmörkuðum verkefnum sem RÚV 'sinnir' í dag (t.d. að senda fréttir með langbylgju út á haf og yfir hálendið eða framleiða táknmálsfréttir eða kvikmynda leikrit eða kvikmynda skoðanasystkyni Egils Helgasonar á sunnudögum) þá er hægt að sinna slíku margfalt ódýrar með útboðum og verktakasamningum við hina frjálsu miðla.
Geir Ágústsson, 25.10.2010 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.