20.10.2010 | 15:32
Aðför að atvinnufrelsi
Hvers vegna má einstaklingur sem tekur fallegar myndir að mati markaðarins ekki selja myndirnar sínar þótt hann sé ekki með sérstaka gráðu í ljósmyndun?
Hverju breytir gráða í ljósmyndun um ánægju kaupandans með myndina?
Lögverndun starfsheita með þessum hætti er til þess fallin að standa vörð um fámennan hóp hagsmunaaðila á kostnað almennings í landinu.
Sektuð fyrir að reka ljósmyndastofur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það getur enginn bannað mönnum að taka t.d. landslagsmyndir og selja þær hverjum sem vill - þetta snýst meira um bann við að reka ljósmyndastofu og selja fólki þá þjónustu að taka myndir af því sem viðskiptavinurinn biður um.
Svo er þetta ekki spurning um lögvernndun starfsheita, heldur lögverndun starfsins ... það er ekki það sama.
Púkinn, 20.10.2010 kl. 15:36
Þetta er bara fáránlegt frá A-Ö.
Allt of mikil afskipti af ríkisvaldinu.
Geiri (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 15:44
Púki, með því að lögvernda starfs er verið að standa vörð um minnihlutahóp sem ákvað að eyða tíma í að læra tiltekna iðn í vottuðum skóla, þótt til séu einstaklingar sem geti tekið jafngóðar myndir án þess að hafa lært það sérstaklega í skóla.
Hver er munurinn á vörunni ef hún er seld af mann með stimpil frá hinu opinbera eða manni sem er ekki með stimpil?
Freyr (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:36
Það má hver sem er taka listrænar myndir og selja þær hvort sem þær eru fallegar eða ljótar. Það má bara ekki hver sem er reka ljósmyndastofu eða aðra ljósmyndaþjónustu án tilskilinna leyfa
Kristján Logason, 20.10.2010 kl. 17:12
Sá sem tekur fallegar myndir á að sjálfsögðu að fá að koma sér á framfæri og hafa þá aðstöðu sem hann þarf til að taka góðar myndir og gera það að atvinnu sinni ef hann vill. Það væri alveg hægt að lögvernda starfsheiti eins og er gert með t.d. Tölvunarfræðinga. Það meiga hinsvegar allir forrita ef þeir vilja. Samanber atvinnubílstjórar eru með lögverndað starfsheiti og því mætti gera sambærilegt lögverndað starfsheiti atvinnuljósmyndari.
Það er stjórnarskrárbundinn réttur hvers og eins að starfa við það sem hver vill nema ef almanna hagsmunir eru í húfi. Ef þeir hafa verið í húfi t.d. vegna spilli efna við framköllun þá eru þeir hagsmunir ekki lengur til staðar. Dómurinn sem féll í dag segir bara að dómarinn dæmi eftir lögunum og nú þarf að ýta á eftir ráðherra að breyta þessu. Ég hef verið að bíða eftir þessum dómsmálum til að vita hvort dómur myndi breyta þessu eða hvort það þurfi að leita til löggjafans.
Ég hef þegar óskað eftir fundi við iðnaðarráðherra.
Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 18:22
ef sá sem er góður að taka myndir má reka ljósmyndastofu án réttinda þá ætti sá sem er góður með hnífa að fá að reka skurðstofu án réttinda... bæði er þetta brot á sömu lögum um verndun starfsgreina þó að tjón viðskiptavinar sé mismunandi.
mér finst þetta flottur dómur að því undanskildu að sektin ætti að vera áætluð 2 ára velta stofunnar.
Daníel Sigurðsson, 20.10.2010 kl. 20:07
Mér finnst að það eigi að banna fólki að eiga gæludýr nema dýralæknum og það á að banna fólki að gefa út bækur nema vera bókmenntafræðingar.
Andri (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 22:03
Þetta snýst bara um vernd sérhagsmuna. Ef einhver er tilbúinn að borga mér fyrir að taka að honum myndir á ljósmyndastofu minni - af hverju ætti ég ekki að mega selja honum þá þjónustu og stofna sérstaka stofu um það? Það stafar engum almannahagsmunum ógn af þessu - þetta snýst bara um vernd sérhagsmuna.
Að sama skapi má nefna fjölmörg lögvernduð sérréttindi eins og einkaleyfi lögmanna til að flytja mál fyrir dómi - af hverju má ekki hvaða mælskumaður sem er taka að sér að flytja mál?
Sigga (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 23:23
Það er alþekkt að auglýsingastofur eru að taka alveg helling af myndum enda vilja grafíkerar ekki vera að borga marga þúsundkalla fyrir mynd af t.d. kaffikönnu sem má græja skikkanlega með búnaði undir 2-300. þús. Jafnvel enn ódýrari.
Lögvernun er tímaskekkja og dómurinn er ósanngjarn í ört breytilegu tækniþjófélagi því þessi vinnsla endar meira og minna öll á auglýsingastofunum.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 00:39
Hugsun ríkisvaldsins er sú að fólk sé fífl. En stundum, ef vel er gáð, þá kemur í ljós að fólk er ekki endilega fífl.
Sem dæmi má taka "iðn" sem ég þekki ágætlega: Verkfræði.
Á Íslandi má ekki kalla sig "verkfræðing" nema að fengnu samþykki Verkfræðingafélags Íslands undir handleiðslu iðnaðarráðuneytisins. Nánast undantekningalaust veitir masters-gráða í verkfræði frá HÍ rétt til þessa fína titils.
En þýðir það að verkfræðistofur og önnur fyrirtæki ráða blint þá sem eru með hinn fína stimpil frá iðnaðarráðuneytinu? Nei. Það skiptir nefnilega ENGU máli hvað fólk kallar sig - atvinnurekandinn kíkir á náms- og starfsferil viðkomandi og ræður hann á reynslutíma. Bæði á Íslandi og í Danmörku, þar sem titillinn "ingeniør" er á engan hátt skilyrtur við eitt né neitt.
Geir Ágústsson, 21.10.2010 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.