18.10.2010 | 19:34
"Stjórnlagaþing" er skrípaleikur
Á tímum niðurskurðar munar stjórnvöldum ekki um að henda hálfum milljarði króna í svokallað "stjórnlagaþing", sem þjónar þeim eina tilgangi að vera leiktjöld - leiktjöld sem eiga að fela það hversu hörmulega vinstriflokkunum hefur tekist vil landsstjórnina. Fjölmiðlar munu á næstu vikum og mánuðum vera fullir af fregnir af "dásemdum lýðræðisins". En "stjórnlagaþing" er leiksýning, skrumskæling á lýðræðinu, þar sem helstu ofurkverúlantar landsins munu þrasa um allt og ekki neitt.
Vinnandi menn á hinum almenna vinnumarkaði hafa ekki tíma og oft ekki fjármuni til að standa í samkomum af þessu tagi, því er nokkuð öruggt að til stjórnlagþings mun einkum veljast fólk sem er á opinberu framfæri og hefur litla sem enga vinnuskyldu. Síðan verður sósíalisminn sem út úr þessu kemur kallaður "vilji þjóðarinnar".
Niðurlæging Alþingis var algjör með ákærunni á hendur Geir Haarde. Algjör niðurlæging þjóðarinnar er í nánd.
Líst ekkert á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegt.
Og svo eru snillingarnir að sækja um aðild að ESB.
Það bæði afnemur gildi stjórnarskrár auk þess að kosta óteljandi margar krónur úr tómum kassanum.
Ekki skrýtið það þurfi að loka sjúkrarúmum fyrir almúgan með lungnabógu úti á landsbyggðinni.
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:55
Lítill fugl sagði mér að nú þegar væri í gangi mjög smásmuguleg yfirferð ESB á íslenskri stjórnsýslu. Nákvæmar spurningar eru sendar íslenskum embættismönnum og þeim gert að svara þeim. Allt miðast við núverandi regluverk og stjórnsýslu.
Dettur einhverjum í hug að Íslendingar ætli svo að kasta öllu þessu í skiptum fyrir "nýja" stjórnarskrá, og ónýta þar með ALLA yfirferðarvinnu ESB fram til þess dags? Ólíklegt, meira að segja fyrir Samfylkinguna.
Geir Ágústsson, 19.10.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.