Situr sem fastast

Það virðist enginn stóll vera þess eðlis að Jóhanna sjái sér fært að standa upp úr honum.

Fréttapunkturinn í þessari frétt er sá að starfsmenn Flugfélags gerðu tilraun til að brjóta jafnræðisákvæði stjórnarskrár þar sem ekki skal mismunað á grundvelli þess hver þú ert.

Jóhanna sá við þeim og ákvað að standa ekki upp og misbjóða þannig landsmönnum. Á hún hrós skilið fyrir það en spurningin er hvort hún hafi haft jafnræðisreglu í huga eða pólitískan frama.

Það er ljóst að hefði hún staðið upp væri ríkisstjórnin fallin svo það er kannski ekki að furða þótt hún hafi setið sem fastast.


mbl.is Hafnaði boði um forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Náhirðin mætt

Sveinn Elías Hansson, 5.8.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Nakvæmlega Sveinn og tad er eina astædan fyrir tvi ad Mogginn birtir tessa frett til ad hleypa henni ad og rakka tennann atbur ndiur. Tad hefdi nefnilega ekki einu sinni hvarlad ad David i hanns stjornartid ad hann væri ekki yfir adra hafin.

Þorvaldur Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 13:09

3 identicon

Jóhanna, versti forsætisráðherra sögunnar, verður að víkja hið snarasta. Öðruvísi verður ekki hægt að hefja hér endurreisn. Annars er hjákátlegt að hlusta á þá Knoll og Tott hér að ofan, sem að hætti vinstrimanna, fara alltaf að tala um eitthvað annað þegar gagnrýni beinist að vinstrimönnum.

Sigga (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 13:34

4 identicon

Þetta er einhgver misskilningur.

Starfsmenn Icelandair ætluðu að henda rusli í Reykjavík...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:11

5 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Sigga.

Gleymir þú ekki Geir Haarde sem sat aðgerðarlaus og horfði á allt hrynja, og sagði svo bara Guð blessi Ísland.

Það er aumasti forsætisráðherra sen hefur setið á jarðarkringlunni.

Sveinn Elías Hansson, 5.8.2010 kl. 18:06

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er skrýtið að ætla sér að bjarga orðstír Jóhönnu með árás á forsætisráðherra þarseinustu ríkisstjórnar.

En líklega er það hennar eina von til að sleppa við stimpilinn "ráðherran sem fór með Ísland úr öskunni í eldinn og lét það brenna".

Geir Ágústsson, 8.8.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband