Yfirvöld amast við garðyrkjubændum

Kannabisframleiðendur eru líklega einu garðyrkjubændurnir hér á landi sem starfa án ríkisstyrkja. Neysla kannabisefna er vissulega skaðleg heilsu, en notkun þeirra efna er afar útbreidd og á það ber að líta að það heilsufarstjón sem kannabisneytendur verða fyrir er hægfara, líkt og áhrif tóbaks.

Ástæða er til að breyta um hugsunarhátt í landinu. Það er óþarfi að skilgreina alla lesti okkar mannanna sem glæpi. Kannabisneysla er einn af þessum fjölmörgu löstum. Lögleiðum sölu og framleiðslu á þessari verðmætu og frjósömu plöntu. Þannig gætu Íslendingar stigið veigamikið skref í átt til aukins frjálsræðis borgaranna.


mbl.is Ræktaði kannabis í Hrunamannahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En veistu að hef þú borðar kannabis þá er það algjörlega skaðlaust. Þú ferð að visu í vímu, en kannabisviman er voðalega létt

Hafsteinn (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 11:37

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég stórefast um allar staðhæfingar sem segja fíkniefni, áfengi, sígarettur og plastefni í matvælum skaðlaus efni.

Spurningin gæti haft með hóf að gera. En miðað við það sem sést í miðbænum og utaná okkur er spurning hvort nema fámennur hópur kunni slíkt?

Ólafur Þórðarson, 19.7.2010 kl. 13:08

3 identicon

Þetta bann á "fíkniefni" var nú komið frá bandaríkjamönnum sem eru mikið til að vakna í dag og spyrja sjálfa sig afhverju þeir eru að standa í þessu stríði á hin almenna borgara sem handtekur 700þúsund bandaríkjamenn árlega vegna þar jurtar sem notuð hefur verið til lækninga í fortíð.

Kannanir í Californiuríki bandaríkjamanna sýna að kostningartillaga þeirra til að lögleiða Kannabis, sem kosið verður með í Ríkissjórakostningum í Nóvember, verði samþykkt með meirihluta atkvæði.

Þetta er landið sem dældi í okkur áróðri og lögbanni á þessu efni til að byrja með.

Hví má ekki lítið eyjasker í norður-Atlandshafi ekki hafa öðruvísi hætti en stóru freku ráðamennirnir í bandaríkjunum vilja hafa það?

Það er kominn tími til að fara leið nágranna okkar í hollandi og lögleiða neyslu, sölu & framleiðslu á kannabisefnum og innheimta skatt í staðinn fyrir þetta íhaldsama lögregluríki.

Jónas Þór (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband