Skemmdarverk vinstrimanna á menntakerfinu

Enn berast sögur af afburðarnemendum sem sem hafnað um skólavist í framhaldsskólum á grundvelli búsetu. Markmiðið með því að hverfaskipta framhaldsskólunum getur ekki verið annað en að gera allt skólakerfið einsleitara. Vinstrimenntaelían má ekki til þess hugsa að sumir skólar skari framúr. Jafnrétti í huga marga vinstrimanna í því fólgið að enginn fái að skara framúr. Nægir að hlýða á ræður Ögmundar Jónassonar sem segir hátekjufólki að hypja sig úr landi. En það er einmitt þetta hátekjufólk sem við þurfum að hafa hér í landinu til að byggja upp atvinnuvegina - ekki lifum við á opinberi stjórnsýslu! Jafnaðarmennska hefur greinilega fengið merkinguna meðalmennska.

Miklu máli skiptir að hlúð sé vel að afburðarnemendum. Hingað til hefur kerfið verið sniðið að þörfum tossanna. Til þess að hér megi alast upp framúrskarandi vísindamenn á heimsmælikvarða þurfum við skóla sem skara framúr. Alla vega tveir framhaldsskólar hér á landi hafa alið af sér mikinn fjölda afburðarnemenda og þessir skólar njóta alþjóðlegrar viðurkenningar háskóla víða um heim. Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir því en stórir virtir háskólar úti í heimi þekkja MR og vita að þaðan hafa komið margir afburðarnemendur síðustu áratugina og síðustu aldirnar. Eyðileggjum ekki góða skóla til að þóknast meðalmennskuhugsjónum.


mbl.is Valdi of „sterka“ skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þessu. Dóttir kunningja míns er afburðagóður nemandi og fékk háar einkunnir úr lokaprófum í 9. bekk. Hún sótti um að fara í MH, en var synjað, þar eð býr í Kópavogi. Nú neyðist hún til að fara í MK, sem hún hafði alls ekki sótt um.

Vendetta, 17.7.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sammála....

Halldóra Hjaltadóttir, 17.7.2010 kl. 15:50

3 identicon

Alveg er það merkilegt hvað þessu fólki er ofboðslega illa við að fólk njóti vinnu sinnar.

Nú fyrir utan að eiga auðvitað að greiða magnaðan refsiskatt fyrir að vinna mikið og fá hærri laun, þá fær unga fólkið ekki einu sinni að njóta góðra einkunna.

Magnað.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband