Kommúnistar samir við sig

Það er óneitanlega athyglisvert að svokallaðir "hernaðarandstæðingar" hér á landi skuli ekki mótmæla hernaðarbrölti stjórnvalda í Norður-Kóreu, sem eru einhver þau ógeðfelldustu í víðri veröld. Svokallaðir hernaðarandstæðingar, áður herstöðvarandstæðingar, voru nefnilega ekki friðelskandi heldur taglhnýtingar kommúnista - sem ætluðu að koma á byltingu með ofbeldi, en stjórnvöld kommúnista víðs vegar um heiminn murkuðu lífið út tugum milljóna saklausra borgara.

Kommúnistar hafa nefnilega lengi haft lag á að sigla undir fölsku flaggi, eins og að nefna eina sellu sína "Friðarsamtök íslenskra kvenna", en það félag var lengst af deild frá slíkum samtökum í Moskvu.

Hinir svokölluðu hernaðarandstæðingar eru jafnan fyrstir til að mótmæla Ísraelsstjórn eða Bandaríkjastjórn, en gæta þess vandlega að halla ekki einu orði á óhæfuverk stjórnvalda í kommúnistaríkjum, eins og Kína og Norður-Kóreu. Réttast væri að Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við þessi ríki og einbeittu sér að sambandi við stjórnvöld á eynni Formósu. Hinir dulbúnu kommúnistar í svokölluðum samtökum hernaðarandstæðingar mun seint halda þeirri kröfu á lofti.


mbl.is Kóreustríð „gæti brotist út á hverri stundu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Ekkert smá fúlt að kalda stríði sé búið!

smg, 3.6.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband