16.7.2009 | 08:07
Hvernig verður samninganefndin skipuð?
Í öllum þeim kjaftavaðli sem dunið hefur á landsmönnum um Evrópusambands-frumvarp Samfylkingarinnar hefur ekkert verið fjallað um hvernig skipa eigi samninganefnd Íslands sem sér um það sem kallað er "aðildarviðræður" við Evrópusambandið. Fari svo að Samfylkingu takist að kúga Vinstri Græna til fylgilags við tillögu sína, hver sér þá um að halda á lofti hagsmunum Íslands í Brussel?
Við val á mönnum í samninganefndina gengur ekki að fyrrum flokksbræður ríkisstjórnarinnar verði fyrir valinu óháð hæfni til að gegna starfinu, líkt og raunin var í Icesave-"samningunum". Það er mikilvægt að Íslendingar sendi hæft fólk út til viðræðnanna.
Við val á einstakling til að fara fyrir samninganefndinni væri jafnvel sniðugt að finna einhvern sem ekki er hallur undir aðild Íslands að ESB til að fara fyrir íslensku nefndinni. Þar með væri ákveðinn varnagli sleginn, þar sem sendiboði Íslands myndi ekki, líkt og Samfylking mun ávallt gera, leggjast á hnén í Brussel og samþykkja hvað sem er frá ráðamönnum þar.
Hver sá maður ætti að vera er svo annað mál. Fáir Íslendingar þekkja innviði Evrópusambandsins betur en Björn Bjarnason og hann hefur einnig áratugareynslu af pólitík og málamiðlunum, en ólíklegt er að sú sátt sem skapa þarf geti náðst um skipan hans. Þaðan af síður næðist slík sátt um Jón Baldvin, sem margir hafa einnig nefnt sem æskilegan fulltrúa. Aðrar tillögur að forystumönnum í hagsmunagæslu Íslands í Brussel eru vel þegnar í athugasemdakerfinu hér.
Allt að einu hefur ekki verið nægilega vel fjallað um hvernig menn hyggjast skipa nefndina. Vilji ríkisstjórnin alls ekki að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild (en það er það sem verður gert ef tillaga ríkisstjórnarinnar verður samþykkt) þá mætti a.m.k. hugsa sér að samninganefnd Íslands yrði kosin í þjóðaratkvæðagreiðslu, svona í ljósi reynslunnar af skipun þessarar ríkisstjórnar á samninganefndum!
Vonum þó að þingmenn beri gæfu til að selja ekki atkvæði sitt í jafn stóru máli og ESB-málið er og að þeir greiði atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. Fari svo ætti ESB-tillagan að falla, en full ástæða er þó til að óttast óheilindi Vinstri Grænna í þessu máli. Ef meirihluti Vinstri Grænna greiðir tillögu ríkisstjórnarinnar sitt atkvæði glatar flokkurinn þeim litla trúverðugleika sem hann á þó eftir, en Steingrímur J. virðist vera tilbúinn að fórna þeim flokki sem hann skóp til að sitja ögn lengur á ráðherrastól.
Það er sorglegt að horfa upp á hvernig sá andstæðingur frjálshyggjunnar hér á landi sem einna auðveldast var að bera virðingu fyrir, þrátt fyrir að vera ósammála honum um flest mál, hefur hrapað í áliti og stimplað sig inn sem einn mesti froðusnakkur og málefnahóra íslenskrar stjórnmálasögu.
![]() |
Mikil óvissa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2009 | 13:04
Hlutdrægur fréttaflutningur
Nú eru pólitíkusar búnir að þagga niður í lögfræðingum Seðlabankans, enda mega þeir ekki vera á öndverðum meiði við sósíalistastjórnina - andóf er litið alvarlegum augum. Seðlabankanum er væntanlega gert skylt að koma með yfirlýsingu um að allt sé í stakasta lagi og síðan eru hinir þægu fjölmiðlar látnir flytja boðskapinn. Stjórnarhættir hér á landi eru farnir að minna ískyggilega mikið á það sem tíðkaðist í svokölluðum alþýðulýðveldum.
![]() |
Alvarlegt að synja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 13:01
Hlutdrægur fréttaflutningur
Nú eru pólitíkusar búnir að þagga niður í lögfræðingum Seðlabankans, enda mega þeir ekki vera á öndverðum meiði við sósíalistastjórnina - andóf er litið alvarlegum augum. Seðlabankanum er væntanlega gert skylt að koma með yfirlýsingu um að allt sé í stakasta lagi og síðan eru hinir þægu fjölmiðlar látnir flytja boðskapinn. Stjórnarhættir hér á landi eru farnir að minna ískyggilega mikið á það sem tíðkaðist í svokölluðum alþýðulýðveldum.
![]() |
Ríkið ræður við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 13:17
Taka þarf af skarið
Nú hafa ráðamenn vælt undan því í nokkra mánuði hve erfitt ástandið er í efnahagslífi Íslands. Án þess að gert sé lítið úr þeim erfiðleikum sem blasa við er ljóst að blaðrið skilar okkur skammt, enginn hefur nokkurn tíman náð árangri með því að ætla að gera eitthvað - menn verða að láta verkin tala.
Til þess að koma íslensku efnahagslífi á lappirnar á nýjan leik verður að skera niður í útgjöldum hins opinbera. Það er einungis hægt að ná fram raunhæfum niðurskurði með tvennum hætti: Með því að fækka starfsmönnum hins opinbera eða með því að lækka laun hjá hinu opinbera.
Vinstri Grænum má þó hrósa fyrir það að forystumenn þeirra hafa talað hreint út með það að þeir vilja lækka laun ríkisstarfsmanna. Reyndar er athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum verkalýðsfélaga við því, með tengsl Ögmundar Jónassonar og BSRB í huga, en það er önnur saga.
Vissulega má halda því fram að sú stefna að vilja frekar lækka laun en að minnka umsvifin sé slæm - enda er hún það - en það breytir því ekki að hún er annar þeirra kosta sem í boði eru. Samfylking hefur enn ekkert látið uppi um hvað hún vill gera í ríkisfjármálunum. Raunar virðast forystumenn Samfylkingar komast furðu auðveldlega upp með að segja innantóma frasa og slagorð þegar fréttamenn eru nálægt og sleppa þannig við allar gagnrýnar spurningar frá flokksfélögum sínum á fjölmiðlunum. Það er skylda fjölmiðla að krefja Samfylkingu svara um hvað hún hyggst taka til bragðs í ríkisfjármálum. Í boði eru einungis tveir kostir og landsmenn eiga heimtingu á að vita hvora leiðina Samfylking vill fara.
Hvað sem líður öllum skattahækkunum (sem vinstri stjórnin virðist telja að eigi helst að leggjast sem mest á þá tekjulægstu ef verk hennar hingað til eru skoðuð) þá liggur alveg ljóst fyrir að útgjöld hins opinbera verða að minnka. Hver króna sem sparast í ríkisrekstrinum nýtist til verðmætasköpunar í þjóðfélaginu og til verða skatttekjur og störf. Það er því gríðarlega ámælisvert að ríkisstjórn landsins hafi enn ekki tekið á eyðslu hins opinbera en hafi þess í stað lagt í vegferð skattahækkana til að kæfa atvinnulíf landsins og minnka enn frekar ráðstöfunartekjur heimilanna.
Á vefsíðunni rikiskassinn.is má skoða í hvað hið opinbera eyðir meðal annars fé. Síðuna má sjá hér. Auk allra þeirra gæluverkefna sem þarna eru talin upp og mættu missa sín má benda á að eigi einhver raunverulegur niðurskurður að eiga sér stað þarf einfaldlega að fækka skólum, fækka starfsmönnum í stjórnsýslunni og minnka báknið. Stjórnmálamenn verða einfaldlega að hemja sig í góðmennskubrjálæðinu og grafa aðeins færri göng, skrifa færri nefndarálit og hætta að byggja skóla í hverju einasta 200 manna krummaskuði landsins. Mörgum kann að þykja leiðinlegt að missa af því að aka í gegnum göng, lesa nefndarálit eða þurfa að ferðast einhverja vegalengd í skóla, en menn verða einfaldlega að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að halda alltaf að "einhver annar" geti borgað fyrir bruðlið.
Það er svo auðvitað furðuleg aðstaða að þurfa að hvetja vinstri flokka þessa lands til að minnka báknið sem blés út á valdatíma svokallaðs hægriflokks landsins.
![]() |
Hörkubarátta framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.7.2009 | 01:32
Óverjandi árásarstríð
Það er þyngra en tárum taki að hlýða á fregnir frá Írak. Því miður bendir flest til þess að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafi ráðist inn í landið á hæpnum forsendum. Forsendum sem að einhverju leyti voru upplognar. Margt bendir til þess að annarlegir hagsmunir hafi ráðið för.
Stjórnvöld í Bagdað voru grimmúðleg fyrir innrás herja hinna staðföstu þjóða. Um það deilir enginn. Hins vegar virðist lítið lát vera á morðum og limlestingum á saklausum borgurum.
Árásarstríð af þessu tagi eru með öllu óverjandi. Hér ráða ekki hagsmunir alls almennings för, heldur virðist sem þröngir sérhagsmunir hergagnaframleiðanda og fleiri fyrirtækja tengdum Bandaríkjastjórn hafi haft áhrif á atburðarásina.
![]() |
Óöld í Bagdad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 01:03
Bjarni stendur sig vel
![]() |
Fór fram á afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 01:15
Málamyndaandstaða
Það þarf vart að velkjast fyrir hugsandi fólki að stjórnarflokkarnir eru búnir að koma sér saman um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Ríkisábyrgðin vegna Icesave-samninganna er forsmekkurinn. Nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að skila inn aðildarumsókn. Guðfríður Lilja var með eitthvert málamyndaandóf í því máli, en vart þarf að velkjast í vafa um að Steingrímur formaður er búinn að svínbeygja hana. Þau munu ekki þora að ganga gegn formanninum, hvorki hún né Atli Gíslason. Við stjórnarmyndunina hafa átt sér stað helmingaskipti Vinstri grænna og Samfylkingar.
Frjálslynt fólk hlýtur að óa við því hvað Vinstri grænir eiga að fá í staðinn fyrir að leyfa Samfylkingunni að koma Íslandi inn í sambandsríki Evrópu.
Hafi fyrri helmingaskiptastjórnir verið slæmar munu þessi býti verða hin verstu af öllum.
![]() |
Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2009 | 11:12
Dæmd til að mistakast
Að sjálfsögðu munu gjaldeyrishöftin ekki koma að neinum notum við að styrkja gengi krónunnar þegar til langs tíma er litið. Menn munu finna leiðir fram hjá öllum höftum af þessu tagi og ráðamenn munu þá keppast við að herða reglur og viðurlög. Jafnvel þó svo að lögð yrði dauðarefsing við brotum á gjaldeyrishöftum er næsta víst að þau myndu ekki verða að neinu gagni, því pólitíkusar geta ekki stjórnað frjálsum markaði. Sá stjórnmálamaður sem ætlar að stýra markaðnum stendur frammi fyrir tveimur valkostum: Segja af sér eða taka sér alræðisvald.
Við skulum vona að núverandi stjórnvöld velji fyrri kostinn.
![]() |
Gjaldeyrisbraskarar græða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2009 | 17:26
Hafði lög að mæla
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 19:44
Gleðiefni
![]() |
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |