Vichy-stjórn = vinstri stjórn

Vinstristjórnin beygir sig í duftið fyrir útlendingum, gefur allt eftir. Sendi afdankaðan pólitíkus, Svavar Gestsson, samningagerðar. Hann kom heim með ömurlegan samning. Steingrímur J. og Jóhanna ákváðu að leyna Alþingi megninu af því versta sem þar kom fram og sagði Steingrímur blákalt að von væri "glæsilegrar niðurstöðu". Þau sögðu þjóðinni ósatt.

Íslenskum vinstrimönnum væri holt að lesa grein Kjartans Gunnarsson um ríkisábyrgðina sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Hann veit betur en flestir að það var aldrei nein ríkisábyrgð á innlánum í Landsbankanum.

En nei, við búum við stjórnvöld sem beygja sig í duftið fyrir útlendingum, þrælslund þeirra er algjör. Megi nýtt ár gefa okkur stjórnmálamenn sem eru alvöru karlmenni, en ekki þær landeyður sem ný hýrast í stjórnarráðinu. Það þarf alvöru menn, líka Hannesi Hafstein og Davíð Oddsson til að svæla varginn út úr stjórnarráðinu.

Gleðilegt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband