Hollendingar sýni ábyrgð á nýlendustefnu sinni

Það er lágmark að Hollendingar axli þá einhverja ábyrgð á nýlendustefnu sinni og þeim hörmungum sem hún hafði í kjölfarið á mörg svæði undir þeirra stjórn. Þá verða Hollendingar að axla ábyrgð á gjaldþroti allra fyrirtækja í Hollandi til þess eins að sýna ábyrgð.

Það sér það hver heilvita maður að skattgreiðendur landa eiga ekki að axla ábyrgð á skuldum einkafyrirtækja. Vitleysan í þessu öllu kristallast í þeirri staðreynd að ef Icesave hefði verið skráð sem dótturfyrirtæki í Hollandi væri Wouter Bos eflaust að þver taka fyrir það að greiða Bretum kröfur í einkafyrirtæki, líkt og Hollendingar gera nú gagnvart Belgíu og Lúxemborg.


mbl.is Bos segir Íslendinga sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, Heyr

Ævar Erlendsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Er þjóðum ekki frjálst að reka nýlendustefnu?

Einhver Ágúst, 1.1.2010 kl. 19:31

3 identicon

Já, en hollendingar eiga svo flott kaffihús.  Ef hollendingar taka ábyrgð á morðum og arðránum í indónesíu og víðar, þó ekki væri nema frá 1930, þá hyrfi allur þjóðarauður þeirra á augabragði,  og hvar á þá Egill Helgason að sitja og segja okkur hjartnæmar sögur af Kára.  Ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 04:35

4 identicon

Er þjóðum ekki frjáls að reka nýlendustefnu ?????? Er ekki í lagi ??

Það er ekki frjálst að taka yfir önnur lönd í dag. Á hvaða öld lifir þú Ágúst ?

Ef þú ert að grínast þá sást mér yfir það.

Már (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 06:10

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei það er ekki frjálst nema þú getir það, Afganistan, Írak, Nepal og bráðum Íran eru svona dæmi um þetta.

Þessutan eru öll þau ríki Afríku sem einhverjar auðlindir eiga nýlendur risafyrirtækja í orku og verktakaiðnaði sem vill svo til að flest eru Bandarísk.

Utan jú Shell sem er að grunninum til Hollenskt.

Það er bara svo gaman að eiga frjáls skoðanaskipti um frelsi, grín eða ekki grín.

Ég fæddist á 20 öldinni þarsem tíðkaðist þrælahald sem í dag er kallað mansal, nýlenduvæðing þjóða sem í dag er kallað lýðræðisleg innrás til frelsunar og herir NATO réðust inní fyrrnefnt Afganistan til að koma olíuleiðslum á rétta staði.

Nú lifi ég á 21 öldinni og bíð spenntur hvernig okkur tekst að þróa lýðræði og frelsi einstaklingsins.

Það er víst frjálst að taka yfir önnur lönd í dag, og það er ekkert grín.

Móðurland frjálshyggjunnar gerir það sem því sýnist, alveg frjálst.

Eftir mottóinu:You are free to do as we want.

En ég er frjáls, afar frjáls.

En Ísland í ekonómiskum og diplómatískum skilningi á ekki séns í bresku krúnuna, þið eruð hugsjónafólk ég virði það og bjartsýnin ykkar er mikil en þið virðist jafn dreymnir og kommúnistar um jöfnuð og réttlæti.

Ef við förum í þetta mál(sem mun tapast), þá fyrst verður vont að vera íslendingur, en ég hætti því ekkert þó að ég sé ekki sammála öllum Íslendingum.

Frjálst og gleðilegt nýtt ár.

Einhver Ágúst, 2.1.2010 kl. 10:49

6 identicon

Af hverju gefa margir sér það að við munum tapa dómsmáli? Það er kominn tími á að menn rökstyðji það.

Ekki rugla saman bjöguðum þriðjaheims ríkjum sem skilgreina fyrir það fyrsta fæst eignarétt og persónufrelsi við Ísland. Vandamál þriðja heimsins er langt í frá stórfyrirtæki heldur illa skilgreint eignaréttarkerfi.

Enginn ástæða fyrir Íslendinga að leggja árar í bát gegn Hollendingum og Bretum.

Landið (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband