15.12.2009 | 12:11
Alltof hár áfengiskaupaaldur
Áfengiskaupaaldur hér á landi er alltof hár, sem sýnir sig best í því að ungt fólk hefur drykkju nokkrum árum fyrir tvítugt. Af þessu misræmi hefur orðið til tvöfalt siðgæði sem meðal annars hefur leitt af sér skólaböll, þar sem enginn á að vera ölvaður (enda ógildir ölvun miðann), en nemendur staupa sig þess í stað í heimahúsum með miklum hraði.
Skynsamir menn hljóta að sjá að það er vænlegra að ungt fólk (í flestum tilfellum fullorðið samkvæmt lögum) fái að drekka áfengi inni á sínum eigin skipulögðu samkomum. Það getur ekki leitt til alvarlegri drykkjuvanda ungs fólks en er nú þegar staðreynd.
Vilja banna bjórkvöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það getur ekki leitt til alvarlegri drykkjuvanda ungs fólks en er nú þegar staðreynd."
Rangt.
Páll Geir Bjarnason, 16.12.2009 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.