9.12.2009 | 20:14
Hversu mörgum mannslífum má fórna?
Bandamenn eru fyrir löngu komnir í ógöngur með stríðsrekstri sínum í Afganistan og Írak. Sá er hér heldur á penna vill ekki á nokkurn hátt taka upp hanskann fyrir þá viðbjóðslegu valdhafa sem fyrrum réðum ríkjum í löndunum. Hins vegar hefur stríðsreksturinn leitt nýjar hörmungar yfir þjóðirnar. Hvernig á að vega og meta ábatann af stríðsrekstrinum - er þess virði að steypa vondum valdhöfum ef það kostar "bara" 10 þúsund mannslíf, eða 100 þúsund mannslíf.
Hér má ekki undanskilja kostnað við rekstur herja. Kostnað sem skattgreiðendur í ríkjum bandamanna þurfa að bera. Íslendingum væri hollast að ganga á undan með góðu fordæmi og segja skilið við Norður-Atlantshafsbandalagið. Íslendingum nægir að tryggja sínar varnir einhliða, en eiga að halda sig fjarri öllum átökum í öðrum heimshlutum.
Liður í þessu væri að leggja niður svokallaða friðargæslu á vegum utanríkisráðuneytisins.
Tekur tíma að ná árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.