23.11.2009 | 18:09
Að kjósa með kortinu
Á frjálsum markaði kjósa einstaklingar á hverjum degi. Sé einhverjum misboðið hvernig Kaupþing eða Arion banki hagar sér í þessu máli er þeim frjálst að færa viðskipti sín annað. Vald neytenda er gífurlega mikilvægt og þær upplýsingar sem þeir geta sent fyrirtækjum með vali á viðskiptum sínum. Þá geta neytendur einnig kosið að versla við aðrar matvöruverslanir er þær sem Hagar rekur og sent um leið skilaboð til eiganda þeirra verslanna.
Það hefur líka komið upp umræða um stóran hlut Hagar á matvörumarkið en gleymum því ekki að ekkert fyrirtæki er stærra en neytendur leyfa. Sá þankagangur er ríkjandi að stjórnvöld á hverjum tíma eigi að brjóta upp og stokka spilabunkan um leið og einhver nær yfirhöndinni en engum dettur í hug að færa viðskipti sín annað. Aðal atriðið er að markaðurinn sé frjáls og nýjir aðilar geti komið inn á hann með nýjar og ferskar hugmyndir.
Kæri lesandi þú kýst með kortinu þínu á hverjum degi, því er stóra spurningin hvern kýst þú í dag?
Arion fær tilboð um 1998 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill.
Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2009 kl. 18:28
Tek undir þetta. Ég hef flutt öll mín viðskipti úr Kaupþing Arion.
Jón Flón (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:54
Eins og talað frá mínu hjarta. Fólk hefur valið og valdið ef það vill.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.