Lögleiðum kannabisefni

Það er orðið löngu tímabært að hætt sé að eltast við garðyrkjubændur sem rækta kannabisjurtir. Neysla kannabisefna verður aldrei upprætt og því eðlilegra að einstaklingarnir hafi frelsi til að rækta jurtir þessar hér innanlands, jafnt til sölu og einkanota.
mbl.is Skilorð fyrir kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OG HVER Á AÐ BORGA HEILSUGÆSLU FYRIR ÞESSA AUMINGJA ÞEGAR ÞEIR ERU BÚNIR AÐ EYÐILEGGJA SIG? SKATTBORGARARNIR?

LS.

LS (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu .

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Ég bendi ykkur á síðusta bloggið hjá mér...

marwin.blog.is

Ottó Marvin Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 15:45

4 identicon

Hvernig eyðilegguru þig af kannabis LS ? Þætti gaman að vita það..

stebbi (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 17:00

5 identicon

Þú kemur með fram kenningu um að menn verða aumingjar sem munu þurfa á heilsugæslu á halda ef þeir byrja að nota kannabisefni.(sem stennst btw engin rök)

Afhverju ætti bannið að koma í veg fyrir það ?

Hver á að borga ?

Eins og málin eru í dag fara millljarðir króna í hendur glæpamanna árlega sem hagnast á kannabis sölu. Ef þetta væri selt af ríkinu væri t.d. hægt að setja þennan pening í heilbrigðiskerfið.  

palli (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 bann við ræktun til einkanota er fáránlegt, en sölubannið finnst mér ekki jafn fáránlegt.

En fáránlegast af öllu er viðhorf fólks eins og LS, sem kallar fólk sem hann ekki þekkir hið minnsta par, aumingja.....en þorir þó ekki að koma fram undir nafni.

LS tilheyrir þeim hópi fólks sem ber BEINA ábyrgð á því félagslega helvíti sem fíklar, og ekki síst þeir yngstu, búa við. Þessi hópur fólks er ofstækisfullur og hefndarþyrstur, en getur þó ekki skilgreint orsök hefndarþorstans með öðru en, " þetta er aumingjaskapur ". LS tilheyrir einnig þeim hópi fólks sem ber BEINA ábyrgð á því að geðsjúkir einstaklingar sem eru fíklar, missa stöðu sína sem sjúklingar, en verða verkefni lögreglu sem hvorki má né getur sinnt geðlæknisstörfum. Þessir einstaklingar eru útskúfaðir allstaðar vegna óbilgirni og þröngsýni LS og " kollega " LS í skítkastinu og eineltinu...

Haraldur Davíðsson, 13.11.2009 kl. 20:21

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er undarleg röksæmdarfærsla hjá síðuhöfundi. Það er nú margt sem er bannað en verður aldrei upprætt. Á þá að leyfa það allt?

Ætla ekki í eina ruglumræðuna um fíkniefnalöggjöfina, en síðuhöfundur hefði auðveldlega getað fundið betri rök fyrir máli sínu en þessi.

Það sem ég sakna í þessari umræðu er einhver málefnaleg umræða um útfærslu þessarra hugmynda. Menn hrópa bara "lögleiðum kannabis!" en ekkert er um rætt hvernig sú útfærsla eigi að vera. Hver má selja, hvar og klukkan hvað? Hver eiga að vera mörk á magni? Hver fær leyfi til að rækta? Hvaða reglugerðir og hvernig á að leggja á ræktendur? Hver á að sinna eftirliti með ræktun og markaðssetningum? Má auglýsa? Er lögleyfing hugsuð fyrir sjúklinga eða almenning, þ.e. þarf lyfseðil? Hvernig á að tryggja að unglingar (kannabis er jú mest megnis ungmennavímuefni) haldi ekki áfram að kaupa ólöglegt kannabis? Hversu hátt hlutfall skatttekna á að fara í forvarnir og meðferðir? Hver ætlar að tryggja að það skili sér?
Það er ómögulegt að rökræða lögleiðingu án þess að hafa nauðsynlegar forsendur á hreinu varðandi útfærsluna. Það er tvennt ólíkt að selja gras í 10-11 og láta MS-sjúkling fá gras vegna sjúkdóms síns. Umræðan um þetta tvennt yrði gjörólík.

Við höfum löglegt vinsælt vímuefni sem heitir áfengi. Margir nota það vandræðalaust en af því hljótast samt ýmis vandræði og fjárhagslegur skaði sem skattur og áfengisgjald á að ná yfir. Þegar allar afleiðingar er teknar saman, heilsufarsbrestur, geðlægð, löggæsla, vinnutap, fjölskylduharmar, eignaspjöll o.fl. þá er ljóst að þau gjöld ná ekki að standa straum af kostnaði samfélagsins við áfengisneyslu.

Nú er ég ekki að bera að jöfnu áfengi og kannabis. Það er hins vegar ljóst öllum sem það vilja sjá að kannabisneysla er vandamál hjá yngri þjóðfélagsþegnum. Því yngri sem menn eru því hættara er þeim við að þróa með sér fíknisjúkdóm með tilheyrandi vandamálum. Að horfa framhjá þessum staðreyndum er hreinlega að stinga höfðinu ofaní sandinn.

Að lokum vil ég tína til staðreyndir um ólöglega markaðinn sem ég hef ekki enn séð fylgismenn koma með raunhæfa lausn á.
1. Kannabis er hluti af ólöglega vímuefnamarkaðinum. Mjög margir sem nota önnur vímuefni nota líka kannabis og eru væntanlega ekkert að fara að hætta því. Blönduð neysla er algeng. Ég get ekki séð að kannabis hætti að vera hluti af þessum markaði þó það verði lögleyft. Hann gerir það ekki í Hollandi þó þeir hafi rýmri reglur. Þessu til stuðnings má benda á að amfetamín er löglegt lyf á Íslandi en samt þrífst umfangsmikill amfetamínmarkaður.
2. Kannabis er vímuefni unga fólksins. Meirihluti neytenda er undir þrítugu og mjög stór hluti undir tvítugu.  Ólöglegur markaður fyrir unglinga mun væntanlega þrífast ágætlega þó upp spretti einhverjar löglegar kannabisbúllur.
3. Ekki er hægt að bera saman ólöglegan markað áfengis og annarra vímuefna í þessu tilliti. Áfengi er umfangsmikið þungt efni og tiltölulega ódýrt og því óhagstæð vara í ólöglegri sölu. Þegar um kannabis eða önnur ólögleg vímuefni er að ræða er hægt að halda á mörghundruð þúsund króna hagnaði í öðrum lófanum, því er ekki að fara með áfengið.

Menn tala oft um Holland og ástandið þar. Að þar sé neysla minni en í mörgum löndum. Gallinn við þennan samanburð er sá að Holland er Holland, Bandaríkin eru Bandaríkin og Ísland er Ísland. Enginn getur sagt til um hvernig ástandið í Hollandi væru ef þeir hefðu fylgt öðrum þjóðum. Það er ekkert víst og frekar órökrétt að neyslan væri eitthvað meiri. Hún gæti alveg eins verið minni.
Ástæðan fyrir að ég minnist á þetta er þessi: Aukinn sýnileiki og aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Um það er ekkert hægt að deila. Aukin neysla þýðir aukin fjöldi fíkla og flækjur því tengdar. Það er órökrétt undarleg stefna í vímu- og fíkniefnamálum að fela tóbak og herða tóbakslöggjöf annars vegar en hvetja svo til vínsölu í stórmörkuðum og lögleiðingu fleiri vímugjafa hins vegar. Þetta passar bara ekki í þjóðfélögum sem vill efla heilbrigði þegnanna.

En nóg af vangaveltum, hvatinn að þessari athugasemd var krafa um upplýstar málefnalegar hugmyndir.  Um útfærslu þessara hugmynda um lögleiðingu. Krafa um að menn hætti þessum útúrþynntu slagorðahrópum um lögleiðingu sem eru algerlega þýðingarlaus án útlistanna. Hættið endilega þessum hrópum og rifrildi um hversu og hvort kannabis sé skaðlegt. Það skiptir engu máli, það sem máli skiptir er hvernig á framkvæmdin að vera og hvers konar kannabismarkað viljið þið sjá á Íslandi. Þá fyrst er hægt að rökræða þetta eitthvað.

Páll Geir Bjarnason, 14.11.2009 kl. 00:38

8 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Daginn...

 Jæja hér er nú komin í gang góð og þörf umræða.  Mig langar helst að reyna að svara einhverju frá Páli G. Bjarnasyni sem leggur vandlega fram mál sitt og meiningar.

 Fyrir það fyrsta finnst mér erfitt að kyngja nokkrum línum þarna sem flokkaðar eru sem staðreyndir.  Ég hef enga sönnun fyrir því að ekki sé um slíkt að ræða, og ætla ekki á wikipediaveiði núna, en ég ætla þó aðeins að fá að pota.

Þetta með að kannabis sé fíkniefni unga fólksins;  Ef svo er, þá er kannski ennþá mikilvægara að þegar þú ætlar að verða þér úti um kannabis, þá þurfirðu ekki að taka einhver skref inn í harðari heim en þú ræður við.  Þarna  á ég við fólk á þeim aldri sem ekki getur keypt áfengi sjálft, þ.e.a.s. undir tvítugu.   Og varðandi þá sem liggja milli tvítugs og þrítugs og vilja fremur velja kannabis sem vímugjafa heldur en áfengi, þá hef ég aldrei séð röksemdafærslu nokkurs löggjafa, dómstóls eða forvarnarráðgjafa, sem ætti að ráða þeim frá því.  Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að í flestum tilfellum er kannabis mun hættuminni fólkinu sem þess neytir, sem og fólkinu sem það á samskipti við undir áhrifum, heldur en áfengi. 

Það fólk sem ég þekki og hefur "fengið sér" af og til á þrítugsaldri, hefur allt átt í mun heilbrigðara sambandi við sín vímuefni, heldur en flestir eldri eiga við eingöngu áfengi.  Það er náttúrulega ekkert nema fyndið að hugsa sér það, að kynslóðirnar fæddar 75-95, eigi að líta til næstu kynslóða á undan (45-75) sem einhvers konar fyrirmynda varðandi vímuefnaneyslu.  Og þeir sem ég veit að hafa verið að "fá sér", leggja það bara á hilluna þegar aukin ábyrgð og barneignir færast yfir.  Það að ímynda sér að allir sem neyta kannabiss séu forfallnir eiturlyfjaneytendur, er lítið öðruvísi en að segja að allir sem drekka áfengi séu áfengissjúklingar.  Þetta er bara ekki svo einfalt.

En varðandi uppsetninguna á þessu öllu saman, þá finnst mér ÁTVR virka þónokkuð vel.  Það takmarkar aðgengi að einhverju leyti og ýtir þér í átt einhverrar skipulagningar á eigin neyslu.  Ennfremur er þar skilvirkt og síbatnandi aldurseftirlit.  Það myndi sjálfsagt veita dágóðar tekjur í ríkissjóð að taka vsk. af allri þessari neyslu, og grafa vel undan peningaflæðinu í glæpaheiminum.  Ég las einmitt nýlega viðtal við "smákóng" í skandinavísku undirheimunum, sem sagði sjálfur að kannabissala væri hornsteinninn í hagkerfi undirheimanna.  Ástæðuna sagði hann, að þeir sem ekki hrærðust innan þess kerfis þyrftu þó að sækja þessa óbreyttu plöntuafurð þangað.  Fær mann til að hugsa.

Ræktunina sjálfa má lengi ræða án þess að allir verði sammála.  Ég vil endilega bara meina að allra flestir mega bara prófa að skella sér í þetta.  Ekkert að góðri samkeppni.  Allir mega reyna sig í bjór- og vínbruggi, hvers vegna ekki í kannabisrækt?  Það getur vel verið að það geti haft í för með sér einhverja aukasölu á afgangsefni sem ekki skilar sér í ríkissölu, en við sjáum það ekki með áfengið og það er erfitt að slá föstu hvort þetta myndi valda vandræðum.  En landinn og heimabruggið finnst þó alltaf, og ég sé ekki að það sé að grafa undan stoðum samfélagsins.  Unglingar finna sér alltaf leiðir til að prófa það sem þeim er bannað, og mér finnst bara gott að vita að þeir þurfa ekki að sækja heim of harða glæpamenn til þess.  Aldrei að vita hvort þeir lumi á ólífrænum eiturlyfjum á lager.

Ég er ekki hlynntur því að upp spretti "kaffihús".  Það gæti haft neikvæð áhrif á neysluútbreiðslu og jafnvel gefið okkar túristamenningu af leiðinlegu tagi.  Einnig finnst mér að vímuefna eigi ekki að neyta úti á götu eða á almannafæri.  Létt löggjöf ætti að sporna við þessu.

Það sem er virkilega stórt vandamál, er það að allir sem kalla eftir skoðun á einhvers konar lögleiðingu, eru fljótt settir undir sama hatt sem einhvers konar annars flokks þjóðfélagsþegnar.  Það er alrangt.  Þetta er að miklu leyti venjulegt fólk sem óskar sér annars og hættuminni vímugjafa en þess sem útbreiddur er núna. Og kannski einhvers konar tilfinningu einstaklingsfrelsis tengdu þessu.  Þetta er lífræn planta.  Það er ekki verið að tala um díselhrært og lútblandað kókaín hérna.

Og það sem Páll gagnrýnir sem lélega röksemdafærslu síðuhöfundar, er reyndar ansi útbreidd hugmyndafræði.  Það að leggja bann við því sem hefur ekki bein skaðandi áhrif á aðra, hefur ansi oft bara haldið því í földum og verri heimi.  Löggjafar spóla mikið í sama fari hefðar og hræðslu án þess að komast nokkuð eða breyta nokkru til hins betra.  Hvað ef það yrði nú bara prófað að lögleiða allt draslið?  Hvað er það versta sem gæti gerst?  Það mætti þá bara tilkynna prufutíma og svo bara banna allt upp á nýtt ef tilraunin gengur illa.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en ég vil endilega að fólk spyrji sig nokkurra spurninga:

Á 5000 manna samkomu, hvort heldirðu að gengi betur að hafa alla fulla eða skakka?

Hverjar heldurðu að séu líkurnar á því að maður undir áhrifum kannabisefna fremji ofbeldisglæp? 

Eru þær meiri eða minni en ef hann væri ölvaður? 

Eru þær meiri eða minni ef hann væri edrú en bara virkilega reiður?  Þetta er ansi afslappandi og þægilegur vímugjafi. (Það finnast þó niðurstöður rannsókna um að neysla geti haft geðtruflandi áhrif (psykosis) en það er sjaldgæfur fylgifiskur mjög harðrar neyslu).

Höfum þetta nóg í bili.  Það er endalaust hægt að bítast á um þetta.  En af hverju ekki að prófa?

Haukur Sigurðsson, 14.11.2009 kl. 09:37

9 Smámynd: SeeingRed

"Hver má selja, hvar og klukkan hvað? Hver eiga að vera mörk á magni? Hver fær leyfi til að rækta? Hvaða reglugerðir og hvernig á að leggja á ræktendur? Hver á að sinna eftirliti með ræktun og markaðssetningum? Má auglýsa?" spyr Páll.

Vel hægt að notast við svipaðar reglur eða þær sömu og eiga við um fíkniefnið alcohol, óþarfi að finna upp hjólið aftur í þeim efnum.

SeeingRed, 14.11.2009 kl. 10:28

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka þér Haukur fyrir eitt af málefnalegri innleggum í þessa umræðu í langan tíma.

Páli Geir gengur gott eitt til, en tilheyrir þó öðrum þeim hópi sem enn heldur sig við alhæfingar.

Ég sé ekki fyrir mér lögleiðingu á þessum tímapunkti, né sé ég fyrir mér "kaffi" hús á hollenskan skala.

En að neysla kannabis skuli vera lögð að jöfnu við neyslu heróíns, lögð að jöfnu við neyslu alkóhóls jafnvel, er rugl.

Ef ég má eiga fullan skáp af brennivíni ( sem ég n.b keypti af ríkinu, möo af ÞÉR PÁLL GEIR... þá er fráleitt að þú ætlir að ákveða hvaða blóm mér leyfist að rækta í stofunni minni, og hvernig ég kýs að njóta þeirra.

 Þú vilt þá örugglega spyrja hvort ég vilji leyfa heimaræktun á Coca og Valmúa...en svarið er nei, enda ekki nokkur leið að rækta þessar plöntur sem stofublóm.

En ég má semsagt eiga fullan skáp af brennsa, umgangast hann að vild og svo borgar ríkið undir rassinn á mér meðferðina þegar að henni kemur...en ég má ekki stjórna því sjálfur hvað fer í blómapottinn minn...égf er ekki hlynntur frjálsum viðskiptum með NEIN vímuefni, en ég er algjörlega á móti hræsninni sem er falin í því að stærsti dópsali landsins,ríkið, sé að losa sig við samkeppnisaðila á siðavöndunar-forsendum eða heilbrigðisforsendum...þetta er hættuleg og fölsk stefna sem aðeins ýtir undir árekstra og illrar hegðunar fólks almennt. "Full-blown alkar", sem standa með glasið sitt ríkisstyrkta, æpa og góla um dópneyslu kannabisneytenda...mæta svo ekki í vinnu á mánudegi vegna helgarveiki, svo kannabisneytandinn þarf að vinna meira þann daginn...svei attan hefði einhver sagt forðum.

Haraldur Davíðsson, 14.11.2009 kl. 17:07

11 identicon

Páll Geir, það er alrangt hjá þér að það borgi sig ekki að selja áfengi í ólöglegri sölu, sérstaklega núna á síðustu og verstu tímum þegar áfengisgjald hefur verið að hækka upp úr öllu valdi. Landabrugganir spretta upp eins og gorkúlur þessa daganna, fólk sem þarf afla auka tekna í kreppunni selur fólki landa sem þarf að deyfa sig í kreppunni. Landasali getur grætt 1850 kr. per lítra á meðan grassali (í smásölu) er að græða umþb. 500-1000 kr per gramm. 

Varðandi að fólk bendi alltaf á Holland, þá er það bara skýrasta dæmið. Svipaðar leiðir í sambandi við afglæpavæðingu neyslu (ekki sölu eða framleiðslu vímuefna) hefur gefið sig vel annarstaðar. Þar má nefna Spán, Portúgal og Þýskaland til viðbótar við Holland. 

En ég skal vera sammála þér Páll Geir að fólk sem er að kalla eftir lögleiðingu er ekki að koma með mjög raunhæfar hugmyndi að því hvernig lögleiðing/afglæpavæðing væri best í framkvæmd. 

Sjálfum finnst mér leið Portúgala mjög áhugaverð og eitthvað sem væri hægt að skoða hérlendis. Þar er neysla afglæpavædd, en sala, smygl og framleiðsla litin alvarlegum augum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 17:51

12 identicon

Já og til viðbótar við landapunktinn minn, þá er mikið minna mál að brugga landa en að rækta gras. Held við eigum eftir að sjá stökkbreytingu á næstu misserum á framboði vímuefna á svartamarkaði Íslands.

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 17:54

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

NKL Bjöggi, verslun með vímuefni er hið RAUNVERULEGA VANDAMÁL, viðskiptalögmálin koma með alröng skilaboð í umræðuna, í raunveruleikann.

Ef ríkisverslun með áfengi er eina rétta leiðin til að stemma stigu við ofneyslu, unglinganeyslu, misferli...þá hljóta sömu lögmál að gilda um ÖLL vímuefni...

...ekki það nei?

Ok, er þá rétt í því samhengi að ríkið og sífullur almenningur sé ákvarðanavaldið í þessari umræðu?

Er rétt að dómsmálaráðuneytið monitori allar umræður um þessi mál? Líka umræður ykkar, ofstækis-pésanna?

Neysla er eitt, ofneysla annað, ræktun til sölu er eitt, ræktun til neyslu er annað.

Hvenær munu verslunarkeðjurnar banna vökva-ræktunartæki til heimaræktunar á kryddjurtum? Hvenær fer félag matjurtaræktenda í mál við skólagarða reykjavíkur...hvenær fer ÁTVR í mál við byggræktendur....

Haraldur Davíðsson, 14.11.2009 kl. 18:08

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Gaman að sjá loksins umræðu um málið þar sem glannalegar upphrópanir eru í lágmarki.

Vil litlu bæta við nema Bjöggi, ég segi ekki að landasala sé óarðbær. Einungis að verzlun með áfengi er fyrirferðamikil og krefst annarra verzlunarhátta. Þú getur ekki borið marga lítra í vasanum, kannski í mesta lagi 3. Það gera 1850x3=5550kr. en lítið mál er að vera með tugi gramma af öðru á sér án fyrirhafnar með tilheyrandi gróða.

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2009 kl. 01:16

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...hver segir að landasali þurfi að vera með nokkuð á sér? Þú borgar mér og ferð svo annað að sækja búsið...einfalt mál..

Haraldur Davíðsson, 15.11.2009 kl. 01:33

16 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Sælir aftur

 Ég held að við missum fljótt sjónar á því hvað er verið að ræða, ef við förum að rífast um hluti eins og ólöglega götusölu á kannabis og bera hana saman við landasölu og slíkt.  Þetta hefur lítið með málið að gera í núverandi mynd.  Það sem kannski hefur meira með málið að gera, er það að stór hluti fólks óskar eftir einhverju sem ekki á að veita sökum hefða og veikra raka.  Það er alveg sama hversu hægri- eða vinstrisinnuð stjórnin er, það mun alltaf vera vottur af forræðishyggju og miðstýringu.  Og þessi hyggja og stýring vill að sjálfsögðu ekki að fólk fari í vímu.  Allir eiga bara að fara í vinnu, leikfimi og snemma að sofa.  Spurningar um stjórnarform eru ekki vinsælar meðal stjórnenda sem hafa forgangsröðun hagsmuna ekki á hreinu.  Ég held því miður að flestar ríkisstjórnir hræðist í raun sjálfstæða hugsun þegna sinna svo mikið, að þeim fyndist þær gefa eftir of mikið með því að verða við beiðni þegnanna í svo stóru máli sem þessu.  Með því að hleypa svo umdeildu máli í gegn, og hleypa því svo langt í umræðunni að það gæti mögulega verið samþykkt, myndi stjórnin án efa upplifa það sem gríðarlega eftirgjöf og einhvers konar gripmissi á valdataumunum.  Þó að ríkisstjórn eigi lítið annað að gera en að framfylgja vilja þegnanna.  En því miður, þá virðist þetta vera hugmynd sem þeir þora ekki að skoða af óhlutdrægni, viti og alvöru.  Annað vandamál er svo að sjálfsögðu þeir sem hafa verið nefndir nokkru sinnum hérna á undan.  Ég veit ekki hvað á að kalla slíkt fólk, en þetta eru þeir sem mest hafa að segja en nær minnst vita.  Minnir mig alltaf á þegar Bubbi Morthens var spurður alvarlega af fréttamanni RÚV hvað honum fyndist um innrásina í Írak 2003.  Bubbi er góður gaur, en þarna hefði þögnin haft sama gildi.  En öllum er frjálst að tjá sig og það er hið besta mál.  Ég vil bara hvetja þá hina sömu til örlítillar sjálfsgagnrýni, og að kynna sér málið áður en skrifað er um það af eintómri hvatsemi á opinberum vettvangi.  Það gæti komið þeim á óvart að hverju þeir komast.  Kannski er til fólk sem fer í vinnu, leikfimi og snemma að sofa, en vill bara fá sér kannabisvindling í staðinn fyrir bjór um helgina.  Og hvernig réttlætir einhver bann við því?

Reynum að rífast ekki ómálefnalega hérna.  Það virðist eyðileggja flestar góðar umræður á netinu og núna er meira að segja komið nýtt orð yfir þá sem slengja bara skít á erlendum heimasíðum.  Og það er "haters".  Slík hegðun minnir svolítið á máltækið; "Þegar orðin þrýtur taka hnefarnir við".

Málefnalegar umræður er málið.

kv.

Haukur Sigurðsson, 15.11.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband