Hvað með íslenska landráðamenn?

Þessi frétt frá Svíþjóð er athyglisverð og leiðir hugann að því að ýmsir íslenskir kommúnistar unnu fyrir sovésk stjórnvöld og hlutu meira að segja eftirlaun frá Moskvu. Það er kominn tími til að íslenskir vinstrimenn geri upp við þennan tíma. Margir af þingmönnum og ráðherrum Samfylkingar og Vinstri grænna aðhylltust verstu öfgastefnu allra tíma - kommúnismann - sem var í reynd blind trú á ofeldi, kúgun og grimmdarverk.
mbl.is Jan Guillou var njósnari KGB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þessi frábæri pistill Frjálshyggjufélagsins vekur upp þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að íslenskir hægrimenn, aðallega í Sjálfstæðisflokknum, geri upp við nasismann í sínum röðum. Margir af liðsmönnum Sjálfstæðisflokksins voru á sínum tíma afar hallir undir Adólf Hitler, Jósef Göbbels og Þýskaland nasismans - sem var í reynd blind trú á ofbeldi, kúgun og grimmdarverk.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 14:08

2 identicon

Þeir ungu menn hér á landi sem aðhylltust þjóðernissósíalismann (nasismann) höfnuðu honum meira og minna allir þegar varð ljóst að þýsk stjórnvöld aðhylltust harða útþennslustefnu. Hér er því ólíku saman að jafna, þar sem fjölmargir íslenskir áhangendur Stalíns vissu upp á hár hvað var í gangi í Moskvu og voru þar innstu koppar í búri. Þeir kusu hins vegar að þegja yfir grimmdarverkunum. Samjöfnuður sá sem þú notar Jóhannes er einhver hinn ömurlegasti sem ég hef heyrt.

Sigga (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það voru fleiri en ungir menn hér á landi sem aðhylltust nasisma. Þó nokkuð var af rígfullorðnum nasistum í Sjálfstæðisflokknum, m.a. voru nokkrir þingmenn flokksisns taldir hallir undir nasisma.

Um félaga Stalín þarf ekki að fjölyrða, hann var mikilmenni, um það eru flestir rússar sammála. Enda var það Jósef Stalín sem gekk endanlega milli bols og höfuðs á nasismanum, ýmsum sjálfstæðismönnum til sárrar gremju.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 16:16

4 identicon

Jóhannes hefur greinilega gleymt griðasáttmála Hitlers og Stalíns, þar sýndi sig best hversu vel þau náðu saman illmennin tvö, enda stóðu þeir fyrir stefnur sem eru eðlisskyldar. Það eru getgátur einar hjá þér að nasistar hafi verið í Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar var íslenskum sósíalistum stjórnað frá Moskvu. Ást Jóhannesar á Stalín leiðir hugan að því hvort Jóhannes sé ekki bara Georg Bjarnfreðarson í dulargervi?

Sigga (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef mig misminnir ekki, þá kom út bók fyrir nokkrum árum sem heitir ,,Íslenskir nasistar" ef ég man rétt. Þar er sitthvað forvitnilegt að finna varandi fortíð Sjálfstæðisflokksins og einstaka liðsmenn hans.

Kommúnismi og nasismi eru alls óskyldar stjórnmálastefnur þó ólánsgemlignurinn Hannes Hólmsteinn hafi reynt af sinni ósvífnu skarpskyggni að halda slíku fram. Nasisminn er mörgum fálmurum kapítalismans, fétt eins og frjálshyggjan.

Hinsvegar eru kommúnisminn og boðskapur Jesú Krists greinar af sama meiði.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 18:00

6 identicon

Aha, Stalín var nefninlega ekki kaldrifjaður fjöldamorðingi sem drap 50 milljónir af eigin þjóðfélagsþegnum. Jú svo var einkenni á kommúnismum að þeir voru svo trúaðir, hallir undir Jesú Krist! HAHAHAHA.

Karl (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Kalli minn, Stalín var guðfræðingur, um það verður ekki deilt. Og um ,,fjöldamorð" Stalíns, jafnvel upp á 50 milljónir, er það að segja, að þau hafa aldrei verið til annarsstaðar en endaþarminum á lygnum kapítalistum og attaníossum þeirra. Jósef Stalín drap aldrei nokkurn mann.

Því getur heldur enginn, með sæmilega heiðarlega vitglóru í kollinum, borið á móti, að Jesú Kristur var mikill kommúnisti.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 18:43

8 identicon

Fólk hefur látið glepjast af fagurgala, áróðri og blekkingum frá upphafi. Vissulega urðu nokkrir menn sem skilgreina má til hægri hrifnir af hinu þróttmikla Þýskalandi og risi þess úr kreppunni á 4. áratugnum, "þjóðernisást", "ættjarðarást", "hagsmunir heildarinnar fram yfir einstaklinginn", heilbrigði, íþróttir, náttúra, stöðugleiki (fram yfir glundroða Weimar), bræðralag  o.sfrv. voru stikkorðin. Hið sama má auðvitað segja um þá vinstrisinna sem aðhylltust komúnismann, sem litu til hinna þróttmiklu Sovétríkja og risi þeirra úr rústum fyrri heimsstyrkjaldar, borgarastríðs, spillingu aðals og einræði keisara. Stikkorðin voru jafnrétti, jöfn skipting auðs og tekna, tækifæri fyrir börn fátæklinga, heilbrigðisþjónusta,  hagsmunir heildarinnar fram yfir hagsmuni einstaklingsins, iðnvæðing, alþjóðahyggja (þjóðerni skiptir ekki máli, við erum öll systkini), afnám sérréttinda, sómasamleg framfærsla allra.

Veruleikinn var hins vegar hjá báðum; ritskoðun, skoðanakúgun, morð, landvinningar og árásir á "saklaus" nágrannaríki, fjöldamorð, lygar og blekkingar. Málið var nú held ég samt að flestir íslenskir "nasistar" snéru baki við Hitler þegar í kringum 1940 þegar veruleikinn í Þýskalandi fór að gera vart við sig. Kommúnistarnir (margir) héldu hins vegar áfram að dást að Stalín og félögum löngu eftir að Moggalygin og fleiri voru búin að afhjúpa skálkana.

Átkalínurnar eru hins vegar enn til staðar án þess að rétt sé að blanda föntum eins og Hitler og Staín í deiluna. Alþjóðahyggja vs. þjóðernishyggju (ESB já/nei). Jafnaðarstefna gagnvart frelsi og framtaki einstaklingsins (VG vs. Sj) , endurúthlutun verðmæta, (Sj fl. vs. Samf.) iðnvæðing á kostnað náttúru (VG vs. framsókn) og svo mætti lengi telja. Menn geta semsé verið hlynntir "félagslegu réttlæti" án þess að þurfa vera spyrnt við Stalín og stolti yfir eigin þjóðerni, sögu og uppruna án þess að blanda þurfi Hitler í málið.

Haukur (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband