Bruðl með skattfé

Stjórnmálamenn telja sér sífellt heimilt að leita dýpra í pyngju skattgreiðenda, eins og til að fjármagna gæluverkefni lík þeim sér hér er fjallað um. Auðvitað vill enginn vera á móti jafnrétti, allra síst rétt fyrir kosningar, og því hamast borgarfulltrúarnir við að sólunda fjármunum okkar borgarbúa í fánýt verkefni sem þessi. Hér eru undirliggjandi þröngir stéttarhagsmunir sí stækkandi hóps manna og kvenna sem vinna við jafnréttisiðnaðinn. Nú er svo komið að vart er til sú opinbera stofnun, sem ekki hefur á að skipa "jafnréttisfulltrúa". Það er venjulega starfsmaður á ágætum launum sem skoðar veffjölmiðla fyrir hádegi og býr til power point sýningar eftir hádegi.

Á tímum sem nú þegar afar brýnt er að skera niður í opinberum rekstri ætti fyrst af öllu að losa stofnanir við óþarfa starfsmenn sem þessa og réttast væri að leggja niður hinn opinbera jafnréttisiðnað í heild sinni. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á þessum málum geta barist fyrir þeim í sínum eigin félögum á sinn eigin reikning.


mbl.is Borgin virði jafnrétti kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert nú meira fíflið

Agnes (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:22

2 identicon

Var borgin þá á móti jafnrétti í síðustu viku?

Jafnrétti felst í því að allir einstaklingar séu jafnir fyrir lögum. Ekkert flóknara en það, legg til að allir jafnréttisfulltrúar verði reknir og skattfé sem annars hefði farið í að greiða þeim laun verði skilað til eiganda sinna.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband