16.10.2009 | 19:59
Enn deilt um ríkisstjórnina
Hversu oft hefur þessi söngur heyrst áður, að lausn Icesave-deilunnar sé skammt að bíða? Sumarið sem leið einkenndist af loforðum, spám og fréttatilkynningum frá ríkisstjórninni í lok hverrar vinnuviku að deilan leystist eftir helgina eða jafnvel "á morgun" en annað hefur komið á daginn.
Ríkisstjórn sú er nú situr virðist alltaf finna sér einhverja tálma á vegi sínum, oft og tíðum ímyndaða, sem nauðsynlegt sé að koma úr vegi svo Ísland "einangrist ekki úr samfélagi þjóðanna" eða til að koma í veg fyrir að allt fari hér til fjandans.
Besta dæmið um slíkan tálma er auðvitað Davíð Oddsson. Hann þurfti að reka svo hjól efnahagslífsins færu að snúast á ný og gengi krónunnar að styrkjast. Auðvitað var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar en allt kom fyrir ekki og versnaði ástandið dag frá degi.
Einn er hins vegar sá tálmi sem sannarlega stendur í vegi fyrir vegsemd þjóðarinnar.
Úr því þarf að fást skorið hvort Íslendingum beri í raun lagaleg skylda til að borga hina margumræddu Icesave-reikninga og er sósíalistastjórnin okkar sem nú situr þess helsti andstæðingur.
Gott væri ef liðsmenn hennar rifjuðu upp máltæki úr kristinfræðinni sinni þar sem spurt er hví þú sjáir flísina í auga bróður þíns en eigi bjálkann í eigin auga.
Enn deilt um dómstólaleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.