Krónan og ESB

Umsókn í Evrópusambandið átti að vera svo sterkur leikur að gengi krónunnar myndi styrkjast um leið. Þannig var orðræða flestra þingmanna Samfylkingarinnar og ýmissa hagspekinga háskólans á þeirra vegum. Krónan hefur þrátt fyrir aðildarbeiðnina ekki hækkað og haldið áfram að falla. Það vekur furðu að fjölmiðlar skuli ekki ganga á þingmenn Samfylkingarinnar og krefja þá svara á þessu.

Framsal á fullveldi landsins til Brussel mun skapa mikla réttaróvissu um hagsmuni Íslands t.d. á auðlindum hvort heldur í landi eða sjó. Reglugerðaveldi ESB er andstætt þeirri hugsun að einstaklingar eigi að ráða sér sjálfir og bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þó svo Jóhanna sé slæmur forsætisráðherra og ef ekki sá versti sem landið hefur alið þá vil ég síður skipta henni út fyrir andlistlausa embættismanninn í Brussel. Jóhönnu er hægt að kjósa burtu en embættisbáknið í Brussel er komið til að vera.


mbl.is Gengi krónunnar veiktist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki sammála því að Jóhanna sé versti forsætisráðherra sem við höfum haft. Ég man eftir einum sem var verri sá hét Gunnar Thoroddsen og var í forsæti fyrir mestu brandara stjórn sem sögur fara af.Ef ég man rétt þá var Svavar Gestsson í þeirrii stjórn og fleiri álika englar

Ingólfur Skúlason (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:44

2 identicon

Þorsteinn Pálsson var nú heldur enginn snillingur og er ekki í dag. Jóhanna fær samt falleinkun hún er eins vanhæf og hægt er að vera. Það er lágmark að forsætisráðherra þjóðarinnar geti tekið upp síman og sagt tvö orð á ensku við erlenda þjóðarleiðtoga.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er eina ríkisstjórn Íslands sem hefur tekist að skapa Evrópusambandslegt ástand á Íslandi. Hún hefur verið eins konar ESB-simulator, eða ESB-hermir fyrir íslenskt samfélag. ESB-generator.

1) Henni tókst með m.a hjálp fjármálaeftirliti Samfylkingarinnar að ná atvinnuleysi upp í ESB-hæðir í skamman tíma, en ríkisstjórnin hefur þó aftur misst tökin á atvinnuleyssköpun sinni því krónan okkar vinnur svo öflugt gegn áformum ríkisstjórnarinnar um stöðugt massíft himinhátt og æfilangt ESB-atvinnuleysi handa öllum á Íslandi

2) Henni er að takast að koma sköttum upp á ESB-level.

3) Henni er að takast að eyðileggja lýðræði á Íslandi með ESB-legu einræðisvaldi yfir þingmönnum. Skammbyssupólitík er stunduð þar sem JÁ en eina rétta svarið. NEI er ekki tekið gilt. Þetta er ESB-aðferðin.

4) Henni tekst að sóa skattatekjum (tekjum þínum) í skriffinnsku sem æðir nú um samfélagið eins og tvíefldur steppubruni a la Mogens_Lykketoft_mistaka (hann hélt að hið opinbera gæti búið til eitthvað annað en kostnað og eyddi nær öllum tekjunum þegnana í kostnað sem gaf ekki neitt. Á fagmáli er þetta kallað Mogens Lykketoft mistökin. Hann var heimsmeistari í að búa til léleg störf og léleg afleidd störf = rúðubrjótur. Allir vinna við að skeina alla því ríkisstjórnin skaffaði öllum gratís niðurgang með skriffinnsku og reglumagaverkjum sósíal_demó_krata og þvílíks 

5) Ríkisstjórninni er að takast að fæla erlendrar fjárfestingar frá og eyðieggja þær sem þú þegar eru komnar til framkvæmda.

6) Henni tekst að skapa algera óvissu þegar þörf er á vissu. 

7) Henni er að takast að grafa íslensku samfélagi skuldagröf sem ekki verður komist upp úr aftur.

8) Þessi ríkisstjórn á heimsmet í impotence. Krónískum impotence.

How does it feel kæru Íslendingar. Hvernig finnst ykkur að vera í ESB-ástandi? Gaman? Svona er það að vera í ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband