Tilgangur laga

Það er göfugt markmið eitt út af fyrir sig að koma í veg fyrir læti á íþróttavöllum og kappleikjum yfir höfuð en algjört glapræði af ríkisvaldi að setja lög sem eiga að sporna við slíku. Það á að vera í verkahring íþróttahreyfinga og íþróttafélaga að setja reglur sem gilda á þeirra leikvöngum ekki ríkisins. Það er fráleitt að ætla að forseti Serbíu hafi ætlað að stofna til illinda eða láta með gjörðum sínum, hér er einfaldlega einstaklingur að fagna frábærum árangri samlanda sinna og opnar kampavínsflösku til að fagna og njóta með nærstöddum, hver er glæpurinn í því.

„Vel viljaðir“ stjórnmálamenn eiga það til að setja lög sem snúast svo algjörlega í andhverfu sínu. Sú meginregla að ákvarðanir eigi að vera teknar sem næst einstaklingum og þá helst af þeim sjálfum á vel við hér.


mbl.is Ákærður fyrir að opna flösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þú hefur kannski ekki mætt á fótboltaleik þar sem Króatar eða Serbar eru viðstaddir að hvetja sitt lið.. það er engin róleg fjölskylduskemmtun þar sem allir klappa pent og veina "Áfram Ísland". Stólarnir eru ekki til að sitja á, heldur til að skapa hávaða, það syngur hver einasti maður hástöfum allan tímann, kveikt á blysum í öllum fjöldanum (þó það sé einmitt ólöglegt á knattspyrnuleikjum) og slagsmál eiga sér stað. Í ljósi þess er það mitt mat að þessi lög séu ekki einungis heppileg heldur nauðsynleg.

Svava Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:32

2 identicon

Nauðsynleg eða ekki þá á það ekki að vera í verkahring ríkisnis að setja lög um íþróttaviðburði heldur í höndum íþróttahreyfingarinnar. Hér var enginn glæpur framinn, ekkert fórnarlamb heldur fullorðnir menn að fagna góðum árangri sinna manna, hvað er rangt við það?

Frederic Bastiat orðaði þetta vel þegar hann sagði:

"Jafnaðarmenn rugla saman stjórnvöldum og samfélagi, rétt eins þær gömlu stjórnmálahugmyndir sem hún er sprottin af. Því er það að í hvert sinn sem við viljum ekki að stjórnvöld geri eitthvað, álykta jafnaðarmenn að við viljum ekki að það sé gert yfir höfuð."

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér virðist sem að skv. ykkur sé það ekki í verkahring Ríkisins að setja lög um nokkurn skapaðan hlut!

Páll Geir Bjarnason, 17.10.2009 kl. 01:44

4 identicon

Það er ekki rétt athugað hjá þér Páll. Réttarríkið er mjög mikilvægt í frjálsu samfélagi. Það þurf að vera grundvallalög sem tryggja grundvallaréttindi eða það sem gjarnan er nefnt neikvætt frelsi þ.e. frelsi frá einhverju.

Ég skil vel að þú ályktir að við séum á mót öllum lögum enda erum við oftast að gagnrýna einhver lög og þá yfirleitt bann á einhverju enda af nægu að taka í þeim efnum. Ríkið og dómstólar hafa mjög mikilvægt hlutverk í að skýra og framfylgja lögum og reglum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 01:45

5 identicon

Ætti tad tá líka ad vera í verkahring íthróttafélaga ad sjá um øryggisgæslu tegar fótboltabullur rádast inn á leikvøllinn?

Bjarni (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 15:11

6 identicon

íþrótthreyfinginn reyndi þetta í Serbíu, þeir hafa reynt allt og þessi lög eru ekkert skrítinn að mínu mati, hann hefði allveg getað farið eitthvað annað að fagna með kampavíni..

http://www.youtube.com/watch?v=NKcxeg9MfeY ... Þetta eru Serbar að fylgjast með æfingu hjá Red Star fótboltaliði í Belgrad, ég mæli með að skrifa Red Star Fans á youtube, þá sérðu hversu brjálað þetta er!

Reynir Ver Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 02:23

7 identicon

Bjarni: Já það á og er í verkahring íþróttafélaga að halda uppi öryggisgæslu á leikjum. Mörg lið í stórum deildum og sérstaklega þar sem vandamál eru vegna húligana, eða hvað sem menn kalla þessa rugludalla, leitast við að fá lögreglu á völlinn og greiða þá fyrir það. Það er sjálfsagt mál.

Reynir: Það sem er verið að benda á hér að lögin eru komin út fyrir tilgang sinn. Það er hægt að tryggja öryggisgæslu án þessa að ríkið setji um það lög. Ofbeldisverknaður manna á íþróttaleikjum er lögbrot og brýtur gegn grundvallarreglum samfélagsins, það þarf ekki að refsa löghlýðnum borgurum með sérstökum lögum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband