Vinstrimenn: Óvinir alþýðu

Vinstristjórnin hefur á umliðnum misserum sýnt sitt rétta eðli og barist af hörku gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu. Í þessu sambandi er rétt að gefa því gaum að þeir vinstrimenn sem tala hvað hæstum rómi gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar njóta sjálfir nánast ótakmarkaðs starfsöryggis undir pilsfaldi ríkisins. Við hin sem vinnum á almennum markaði höfum ekki slíkt öryggi. Fyrir okkur skiptir miklu máli að áfram verði uppbygging í hérlendum atvinnuvegum - við eigum afkomu okkar beinlínis undir því að fá frið fyrir ofríki stjórnmálamanna.
mbl.is Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Já hún er það.

Rauða Ljónið, 12.10.2009 kl. 21:00

2 identicon

og viljið þið þá baara eiðileggja náttúrunna????

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í byrjun árs 1980 klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn. Dr Gunnar Thoroddsen myndaði ríkistjórn með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki. Tveir félagar Gunnars fylgdu honu inn í ríkisstjórn, það voru þeir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarsson.

Eitt af aðalverkum þeirrar ríkistjórnar var að reysa raforkuver í Blöndudal, Blöndustöð 150 MW afl

Eftir sat afgangurinn af Sjálfstæðisflokknum með brotin sverð og skyldi og rautt nef út í kuldanum.

Vinstrimenn eru vinir alþýðunnar en vilja umgangast málefni af gætni og yfirvegun.

Þeir vilja helst ekki ný Kröfluævintýri eða fjármálaklúður á Suðurnesjum

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband