2007 hugsunarháttur

Þessi frétt endurspeglar hugsunarhátt sem var allsráðandi fyrir hrun þ.e. allt átti að vera tryggt og enginn gat tapað fjármunum sínum. Fjármálafyrirtæki báru enga ábyrgð á fjárfestingum sínum því tapið átti alltaf að enda á skattgreiðendum. Ég finn til með því fólki sem tapaði öllu sínu á þessum reikningum en ég sé enga sanngirni í því að láta vinnandi fólk annar staðar bæta þeim tjónið. Öllum viðskiptum fylgir áhætta og þeim mun meiri sem ávinningurinn er þeim mun meiri er áhættan. Hvað með alla þá sem áttu hlutabréf eiga skattgreiðendur að tryggja þá? Hvað með skuldabréfaeigendur eða handahafa annarra viðskiptabréfa? Eða fólk sem fjárfesti í húsnæði sem nú hríðfellur. Hvað með þá sem tapa peningum í spilakassa eða lóttó?

Einstaklingar bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum fjármálum. Það er góð regla að setja ekki öll eggin sín í eina körfu.


mbl.is Töpuðu öllu hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband