Upprifjun

Þetta er sami Össur Skarphéðinsson og sagði nýlega að nóg væri fyrir Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þá myndi gengi krónunnar styrkjast sjálfkrafa, vegna aukins trausts á íslensku efnahagslífi.

Og flokksmenn Össurar telja okkur nú trú um að Alþingi VERÐI að ganga umyrðalaust að afarkostum Breta og Hollendinga, ella verði Íslendingum ókleift að vinna bug á efnahagskreppunni. (Og undirliggjandi er sú vissa að aðildarumsóknin verður ekki tekin til greina fyrr en Íslendingar hafa beygt sig í duftið fyrir Bretum og Hollendingum).

Hvenær fær fólk endanlega nóg á stöðugum hótunum Samfylkingarmanna?


mbl.is Össur: Efnahagsbati í uppnámi vegna AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband