Úr öskunni í eldinn

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var sannarlega afar vond. Hún jók til að mynda ríkisútgjöld stórkostlega og beitti sér fyrir skattahækkunum. Hér bjuggum við því við sósíalíska stjórn. Að því gefnu er vandséð hvað nefna eigi núverandi stjórn sem grímulaust rembist við að hneppa þjóðina í ánauð með því að gangast í ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki og beita sér fyrir stórfelldum skattahækkunum.

Vandi þjóðarbúsins er nú orðinn viðvarandi og stefnir í að verða langvinnur vegna núverandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar sem þarf að koma frá völdum áður en hún kollvarpar endanlega hinu opna og lýðræðislega þjóðskipulagi fyrir leyndarhyggju og ofríki.


mbl.is Heilli þjóð sturtað niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, hvernig er hægt að kalla stjórn Sjálfstæðisflokksins sem jók ríkisútgjöld um hvað 33% árið 2007, frjálshyggjustjórn?

En það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að sú stjórn sem nú situr fái að sitja áfram. Forystumenn hennar virðast gera allt, jafnvel hneppa þjóðina í ánauð, til þess eins að halda stólum og koma landinu í ESB.

Arnar Páll (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband