23.9.2009 | 12:30
Bruðl hjá gagnslausri utanríkisþjónustu
Íslendingar höfðu átt í gríðarlegum viðskiptum við Japani áður en sendiráð var stofnað þar árið 2000. Sendiráðið hefur engu breytt þar um. Fjölgun sendiráða er eitt versta dæmið um óhófið í opinbera rekstrinum. Hér taka allir flokkar þátt, því það er þeirra hagur að nóg sé af sendiráðum og sendiherrastöðum til að troða í afdönkuðum stjórnmálamönnum. Nánast fullkomið gagnsleysi íslenskrar utanríkisþjónustu kom berlega í ljós við hrun bankakerfisins. Íslensk stjórnvöld gátu engu komið til leiðar á erlendum vettvangi. Það er gersamlega óforsvaranlegt að hafa fjöldann allan af vel menntuðu fólki í atvinnubótavinnu í utanríkisþjónustunni. Þá væri einnig athugandi að endurskoða þátttöku Íslendinga í ýmsum gagnslitlum alþjóðlegum stofnunum, til að mynda Atlantshafsbandalaginu.
Sendiráð upp á 1,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.