Ný sannindi?

Það þurfti engum að koma á óvart hvert inntak fyrstu fjárlaga fyrstu hreinu vinstristjórnar Íslands yrði.

Hugmyndafræði sósíalista býður ekki upp á annað en skattahækkanir enda þurfa þeir fjármagn einhvers staðar frá til að reka sitt viðamikla afskiptakerfi.

Það dylst engum og hefði aldrei átt að gera í aðdraganda kosninganna í vor að þetta yrði raunin. Þetta er það sem hið "norræna velferðarkerfi" stendur fyrir í raun.

Þetta er vúdú-hagfræði af bestu gerð þar sem hugmyndin er að hægt sé að auka tekjur ríkisins einfaldlega með því að hækka skatta. Fólk er lifandi og mun ávallt bregðast við tekjumissi sem hærri skattar eru og með þessu athæfi sínu er ríkisstjórnin að draga stórlega úr neyslu heimilanna sem ekki var mikil fyrir. Þetta var þá skjaldborgin um heimilin; koma í veg fyrir að þau eyði einhverju og fari sér þannig að voða.

Hærri skattar munu drepa allt atvinnulíf í dróma og verða eins og myllusteinn um háls einstaklinga. Með þessum áætlunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er enn verið að herða sultarólina með skelfilegum afleiðingum fyrir fyrirtæki og einstaklinga á krepputímum.


mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Öllsömul.

Áhugavert að lesa færslurnar á bloggsíðu Frjálshyggjufélagsins. Mismunandi sjónarmið á þjóðfélagsástand og hugmyndir um úrlausnir eru alltaf af hinu góða. Vekja fólk til umhugsunar.

Ég vona að þið séuð að gagnrýna orð Steingríms persónulega, þegar Þið skrifið um norrænt velferðarkerfi innan gæsalappa. Þannig skil ég það a.m.k. 

Mér finnst gott að vita af velferðarkerfinu íslenska, byggt að norrænni fyrirmynd. Það er ekki ókeypis, þess vegna borgum við skatta.

Ég hef grun um að skattahækkanir núna, séu að hluta vegna þess að við verðum að borga skuldir sem stofnað var til. Skuldir sem mér skilst að voru á ábyrgð ríkissjóðs.

Ekki er ég djúplærður í neinum hagfræðikenningum, en ég hélt að aðalvandamál fyrirtækja og heimila á Íslandi í dag væru of háir vextir og efnahagslegur óstöðugleikui, ekki of háir skattar.

Þar sem nú er að nálgast hádegi, þá ætla ég að hita mér hafragraut í hádegismat. Sá hádegsiverður er ekki ókeypis, frekar en aðrir, en saðsamur.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:03

2 identicon

Hvaða skuldir eru það sem við höfum stofnað til? Ég hef ekki stofnað til neinna skulda.

Háir skattar skaða fyrirtæki meira en tímabundinn óstöðuleiki í efnahagsmálum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband