Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Sagan af Semenya ætti að leiða okkur Íslendinga til umhugsunar. Nú um stundir eru fjölmiðlar og bloggsíður uppfullar af rætnum yfirlýsingum í garð manna sem stóðu í framvarðasveit íslensks viðskiptalífs. Í þessu sambandi vill gleymast að þetta eru menn af holdi og blóði með tilfinningar. Menn sem eiga fjölskyldur, konu og oft lítil börn sem líða fyrir árásir á feður þeirra. Það væri óskandi að þeir sem skrifa fréttir og taka þátt í umræðu á opinberum vettvangi leiddu hugann að dapurlegum raunum Semenya, sem sýnir okkur hvernig ill umfjöllun, að ekki sé talað um mannorðsmorð, getur grafið undan lífi fólks.
mbl.is Niðurbrotin og hætt að hlaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægan nú karlinn,

  Ertu að bera saman misheppnaða tilraun S-Afríkumanna að gera sig gildandi á frjáls íþróttasviðinu, með því að senda karl í líki kvennmanns á grand prix mót, við svikamyllu íslenskra útrásarvíkinga? ;-) ..........

 .........þú ert bara nokkuð fyndinn. Ég held að þetta sé besti brandari sem ég hef heyrt í dag...keep up the good work!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 15:49

2 identicon

Ha Ha Þetta finnst mér líka fyndið, að líkja þessu saman.  Börn geta ekki gert að því hvernig foreldra þau eiga en það er ekki þar með sagt að ef e-h svíkur þvílíkt stórfé að landið er bókstaflega á hausnum þá er að foreldrarnir eða "fóstrur" hjá fræga fólkinu?ekki börnunum að kenna en það er foreldrunum að kenna að þetta fer svona en ekki fjölmiðlum,..... og út með alla glæpamenn sem ekki hafa Ísl. ríkisborgararétt en allir hinir eru velkomnir......

evasigridur (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband