Nytjastefna eða Frelsi

Milton Friedman sagði eitt sinn: Ég er ekki hlynntur frelsi vegna þess að ég tel það hagfræðilega best fyrir samfélagið, þó ég telji svo vera, heldur vegna þess að það er siðferðislega rétt. Friedman var ekki einn um þessa skoðun og margir merkir menn á borð við Karl Popper og Robert Nozick voru honum sammála. Stjórnmálamenn eiga hins vegar erfitt með að kyngja þessum orðum og hallast frekar að nytjastefnupólitík og réttlæta afstöðu sína með nytjastefnu í stað frelsis og margir telja sér jafn vel trú um að þeir geri það í nafni frelsis.

Nytjastefna getur átt samleið með frelsi og margir nytjastefnumenn komast að þeirri niðurstöðu að frelsi sé besta leiðin að betra samfélagi því sem flestir hafa það sem best þegar frelsi er meira en minna. Hættan er hins vegar sú að þetta sama fólk fari út af sporinu þegar það telur aðra samfélagshagsmuni vega þyngra en frelsi. G.W. Bush vilda aðeins meira öryggi á kostnað frelsis, Obama vill aðeins fleiri með heilbrigðistryggingu í stað frelsis, Gísli Marteinn vill aðeins fleiri samgönguhætti í stað frelsis, Þorbjörg Helga vill aðeins fleiri í hverjum bíl í stað frelsis, Jórunn Frímansdóttir vill aðeins fleiri í strætó í stað frelsis, Júlíus Vífill vill 20 milljarða tónlistarhús í stað frelsis og Ásdís Halla vill bara betra samfélag jafnvel á kostnað frelsis. Allt fólk sem meinar vel en er tilbúið að fara út af sporinu í nafni nytjastefnu.

Sá sem réttlætir tónlistarhús vegna fjölbreytni í menningarlífi, hjólastíga vegna lýðheilsu, strætó vegna umhverfisins eða almannatryggingar fyrir meinta skilvirkni hlýtur að telja bann á sölu áfengis, tóbaks, sælgætis og sjónvarpsgláps á fimmtudögum vera ásættanlegt á sömu eða svipuðum rökum, lýðheilsu, umhverfis, skilvirkni og samfélagslegum rökum.

Hægt er að telja upp marga vinstrimenn sem vilja fórna frelsi fyrir hin ýmsu mál en vinstrimenn hafa aldri verið eða þóst vera talsmenn frelsis. Þegar frjálshyggjumenn börðust fyrir grundvallarréttindum börðust vinstrimenn gegn þeim. Tjáningarfrelsi, eignaréttur, athafnafrelsi og önnur grundvallaréttindi voru þyrnar í augum vinstrimanna fyrr á öldum og langt fram eftir 20. Öldinni. Þess vegna beini ég spjótum mínu að því fólki sem á að vera og ég tel að geti verið talsmenn frelsis en hefur einhver staðar farið út af sporinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband