Leiðin til ánauðar

Núverandi seðlabankastjóri, sem áður var aðstoðarmaður fjármálaráðherrans Ólafs Ragnars Grímssonar boðar harðari refsingar til þeirra sem brjóta gjaldeyrishöftin. Það vekur athygli að hinn sjálfstæði og óvilhalli seðlabankastjóri skuli verja höftin svo mjög, vitandi það á hvaða vegferð hann er. Strangari reglur um höftin, sem og harðari refsingar festa þau í sessi. Sá grunur læðist að ýmsum okkar sem unnum frelsi og frjálsu framtaki að valdhafarnir kunni þess hreint ekki svo illa. Ráðherrarnir, sér í lagi Steingrímur J., halda um alla þræði efnahagslífsins. Ætli það sé ekki það fyrirkomulag sem sósíalistarnir vilja halda til frambúðar? Nú er meira að segja búið að kynna eitthvað sem kallað er "eigendastefna ríkisins" og brátt verður "Bankasýsla ríkisins" sett á laggirnar. Ætli þetta endi ekki með því að Landsverslunin frá dögum fyrri heimsstyrjaldar verður endurreist?

Gleymum ekki orðum Friðriks Ágústs von Hayek: "Leiðin til ánauðar er vörðuð fögrum fyrirheitum." Íslendingar stefna nú hraðbyri inn í sósíalískt þjóðskipulag.


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

Gleymum ekki orðum Friðriks Ágústs von Hayek: "Leiðin til ánauðar er vörðuð fögrum fyrirheitum."

Orð að sönnu, hér var öllu fögru lofað fyrir hrun, frjáls og óheftur kapítalismi var eina leiðinn sem var boðuð..hvert leiddi það okkur..... í ánauð

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 13:25

2 identicon

Í hverju fólst þessi "frjálsi og óhefti kapítalismi"? Kannski í stórauknum ríkisútgjöldum og ríkisábyrgð á allri fjármálastarfsemi?

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:57

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Sigga, ég nenni ekki í einhverjar hártoganir við þig þegar staðreyndirnar liggja augljósar fyrir...frjálst flæði fjármagns leiddi okkur þangað sem við erum... í ánauð, því fær ekkert breytt sama hvað tautar og raular.

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 14:26

4 identicon

Þú ert strax orðinn rökþrota - slengir fram fullyrðingu og kveðst ekki þurfa að rökstyðja neitt. Menn héldu því líka fram öldum saman að jörðin væri flöt. Ríkisafskipti leiddu yfir okkur þessa kreppu, inngrip ríkisins á húsnæðislánamarkaði leiddu til svonefndra undirmálslána, sem var upphaf kreppunnar. Óábyrg útlánastefna bankanna fór fram í krafti þess að þeir nytu ótakmarkaðrar ríkisábyrgðar.

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:33

5 Smámynd: Skríll Lýðsson

og þín skrif í lauslegri þýðingu..."blablablablablablablablablabla...."  en breyta engu um það að við ERUM í ánauð en ekki á leið þangað.

Fíflið yðar

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 14:45

6 identicon

Það er enginn að neyta því að við erum í ánuð en stóra spurningin er hvers vegna erum við í ánuð?

Það er stundum sagt að reynslan sé besti kennarinn en um leið yfirleitt sá dýrasti. Það er hverju örði sannara í dag og þá vaknar sú spurning ætlum við að draga einhvern lærdóm af þessum tímum eða kasta fram órökstuddum fullyrðingum og benda á hina og þessa.

Ég hef vil minna Skríll Lýðsson á að Frjálshyggjumenn voru að blikka öllum viðvörunarmerkjum fyrir hrunið, bentum á ríkisábyrgð á fjármálafyrirtækjum, bentum á flókinn frumskóg laga og relgugerða sem voru að kæfa fólk og fyrirtæki, bentum á vaxtastefnu bæði í USA og EU og ekki síst á Íslandi, við töluðum fyrir hrávörufót á gjaldmiðilinn og frjálsa gjaldmiðla, við vöruðum við öllum þeim ríkisútgjöldum sem áttu sér stað og þrýstu á markaðinn og við vöruðum við því sem á endanum olli kreppunni í heiminum ríkisábyrgð á húsnæðislánum.

Hvar voru þið vinstrimenn þá? Jú að fagna blandaða hagkerfinu sem þið höfðu komið á fót.

Þú getur reynt að læra af þessari ríkiskreppu eða þú getur stungið hausnum í sandinn, valið er á endanum þitt. Ég kýsa að læra af kreppunni og forðast ríkisafskipit og berjast fyrir auknu frelsi til að koma í veg fyrir svona kreppur.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:18

7 identicon

Þessi maður sem kallar sig Skríl Lýðsson á greinilega í einhverjum erfiðleikum með sjálfan sig. Þar sem ég er læknisfræðimenntaður leyfi ég mér að benda honum á að það eru til lyf sem gætu gagnast honum til að róa taugarnar aðeins.

Pétur (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:28

8 Smámynd: Skríll Lýðsson

Ég vil byrja á því að þakka Pétri auðsýnda umhyggju í minn garð og kannski biðja hann að ávísa á mig þeim lyfjum sem hann telur mig þurfa, ég vil líka benda þeim sem hafa flokkað mig sem vinstri-sinnaðann einstakling að benda mér á hvar og hvort ég hafi yfirhöfuð kennt mig við þá stefnu, ég gagnrýndi kapítalisma sem slíkan og á slík gagnrýni fullan rétt á sér með hliðsjón á því hvernig hann er uppbyggður, til að einn græði þarf annar tapa. Peningar vaxa ekki á trjám er sagt einhverstaðar og eru það orð að sönnu því peningar verða einungis til í hinu kapítalíska kerfi sem skuld, til að hleypa nýju fjármagni inn í kerfið þarf einhver að taka á sig lán, þá fyrst er hægt að greiða út peningana. Í kapítalísku kerfi og núverandi bankakerfi er beinlínis gert ráð fyrir fátækt og ánauð því jú auður fámennra er byggður á skuld fjölmennra.

Vil benda fólki á zeitgeist myndirnar og reyna læra eitthvað af þeim.

Lifið heil

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 16:31

9 identicon

Aumingja maðurinn með alla þína þekkingu úr kvikmyndum. Þú gleymir því að hver er sinnar gæfu smiður, því er ekki nema sjálfsagt að þeir sem ekki nenna að vinna eða leggja neitt á sig séu fátækir. Fyrir utan að þú munt aldrei finna upp kerfi sem kemur í veg fyrir fátækt og svo heldur ekki gleyma því að fátækt er hvergi meiri en í sósíalískum ríkjum eins og Norður-Kóreu. Hið kapítalíska þjóðskipulag tryggir best hagsmuni fjöldans. Einstaklingurinn þarf að fá að njóta sín.

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 16:56

10 identicon

Sæll Skríll Lýðsson

Kosturinn við frjáls viðskipti er sá að enginn stundar þau ef enginn er gróðinn. Þegar tveir eða fleiri eiga viðskipt græða allir. Gefum okkur að nú eigir þú pening fyrir nýjum ískáp og vilt losna við þinn gamla. Þegar þú selur gamla ískápinn hvor ykkar tapar á viðskiptunum þú sem færð pening fyrir gamal ískápinn þinn eða sá sem vantaði ískáp og fékk notaðan á góðu verði?

Peningar eru ávísun á verðmæti það er því rangt að tala um aukið fjármagn. Ný verðmæti verða til með aukinni verðmætasköpun, betri nýtingu á þeim sem fyrir eru og uppgötvun nýrra verðmæta.

Það væri gaman að sjá þig rökstyðja eitthvað af öllum þessum fullyrðingum þínum Skríll.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 18:06

11 Smámynd: Skríll Lýðsson

Ég lít þannig á að hún sigga sé einfaldlega ekki svaraverð þar er hún getur ekki verið málefnaleg líkt og Pétur hér að ofan og kýs frekar að ráðast að persónu en ekki málefnum.

Vilhjálmur, ég býst við að þú sért á einhvern hátt lærður í þeim hagfræðum sem gilda um núverandi kerfi án þess að fullyrða um það, það er einfaldlega staðreynd að fjármagn er búið til í peningakerfum heimsins (flestum) á grundvelli varasjóðskerfis sem gerir bönkum og fjármálastofnunum kleift að lána fjármagn á grundvelli innistæðna, ef þú tekur lán hjá banka og færir það fjármagn inná þinn reikning hjá sama banka, segjum 10millj, þá getur bankin samkvæmt reglum aukið sín útlán um 9millj því honum er skylt að halda eftir 10% sem tryggingu.

Það er rangt hjá þér að peningar séu ávísun á verðmæti, peningar eru skuldabréf sem eru innkallanleg af fjármálastofnunum.

EF engar væru skuldir í heimi hér þá væru heldur engir peningar í umferð, svo einfalt er það, en ég viðurkenni að það hlýtur að vera erfitt að kyngja því að það kerfi sem við héldum að væri best til þess fallið að halda hagkerfum í gangi er lítið annað en nútíma þrælahald. 

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 19:08

12 identicon

Sér er hver nú ekki svaraverður. Maðurinn sem kallar sig Skríl (sem hlýtur að bera vott um mjög lágt sjálfsmat) svaraði mér hér fyrr með því að skrifa: ..."blablablablablablablablablabla...."  Hvernig getur maður sem skrifar með þessum hætti sakað aðra um að vera ekki svaraverða? Skuldakerfið sem þú lýsir hér að framan er allmikil einföldun, en ástæða þess að bankastofnanir fara offari í útlánum er ríkisábyrgð á starfsemi þeirra. Skríll Lýðsson hlýtur því að vera frjálshyggjumaður - hann hlýtur að vera þeirrar skoðunar að rétt sé að einungis raunveruleg verðmæti gangi milli manna í viðskiptum og að baki skuldabréfum sé einhver raunveruleg trygging - en forsenda slíks er einmitt frelsi frá hinu opinbera.

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:27

13 Smámynd: Skríll Lýðsson

nei gribban þín...ég er einfaldlega á móti peningakerfum í heild sinni og þann þrældóm sem þeir búa til, því þegar allt kemur til alls ómálefnalega belja þá eru peningar rót alls ílls í heimi þessum.

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 22:04

14 identicon

Ósköp ertu eitthvað viðskotaillur, fórstu öfugt framúr í morgun? Ég held að læknirinn hér að framan sé allur að vilja gerður að aðstoða þig. Þú vilt bera nafn með réttu, ég sé það. Vestræn siðmenntuð samfélög fá ekki þrifist án peninga. Ég held að það væri ráð fyrir menn eins og þig og Georg Bjarnfreðarson og fleiri vini ykkar að kaupa saman jörð einhvers staðar uppi í sveit. Þar gætuð þið húkt saman nokkrir karlar við sjálfsþurftabúskap, án okkar gribbanna og án hinna vondu peninga.

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:50

15 Smámynd: Skríll Lýðsson

alls ekki, fór þráðbeint framúr í morgun, hvorki hægri né vinstra megin. Að kalla vestræn samfélög siðmenntuð er í besta falli hræsni þar eð þau byggja sinn auð á fátækt vanþróaðra ríkja og skulsetningu þeirra......

hafðu það hugfast að það telst EKKI merki um heilbrigði að aðlaga sig að fársjúku samfélagi... kokkteilhækjan þín :)

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 23:05

16 identicon

Ég bíð spennt eftir að heyra næsta fúkyrði hjá manninum sem kallar sjálfan sig Skríl. Velsæld í heiminum er mest þar sem frelsið er mest í viðskiptum og peningakerfið þar með háþróast. Við nærumst ekki á fátækari löndunum, fátækt þeirrar er baggi á vestrænum þjóðfélögum. Hin fátækari ríki heimsins þurfa að tileinka sér ríkari vernd einkaeignarréttar, byggja upp réttlát og sanngjörn réttarkerfi og auka frelsi í viðskiptum. Þannig munu þau rétta úr kútnum. Dauðlangar að spjalla við þig í kokteilboði einhvern daginn. - Það var eitt í þýska sendiráðinu um daginn, þú hefðir haft gaman af að vera þar.

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 23:24

17 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér því peningur getur aldrei verið annað en ávísun á verðmæti. Peningar koma í stað verðmæta í viðskiptum. Það sem þú ert að lýsa er FIAT money þar sem verðgildi peninga er í sífellu rýrt með útgáfu skuldabréfa. Grunnurinn stendur þó ávalt enn þ.e. að peningar eru ávísun á verðmæti, annars væru þeir ekki notaðir í viðskiptum. Skuldabréf eins og önnur viðskiptabréf eru ávísanir í verðmæti nema hvað þau bera gjarnan vexti og því tryggari í viðskiptum en FIAT money. Þess vegna er einhvers konar hrávörufótur miklu heilbrigðara kerfi. Ég á t.d. í veskinu mínu 1000 krónur sem hefur fallið í verði og ég get keypt kannski 2 kaffibolla fyrir hann í dag en gat keypt 4 fyrir ári síðan. Að sama skapi er ég með miða frá Caffi París sem segir að ég eigi inni 4 kaffibolla. Sá miði er ávísun á verðmæti með kaffifót og 4 kaffibollar verða í boði fyrir miðan í dag á morgun og svo lengi sem caffi paris er starfrækt.

FIAT money og "vald" banka að auka peningamagn í umferð er í raun ekkert annað en millifærsla verðmæta frá vinnumarkaðnum til fjármálafyrirtækja. Kapitalismi er viðskiptakerfi sem byggir á frjálsum markaði, penigastefna er allt annað mál.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:38

18 Smámynd: Skríll Lýðsson

þetta kallast heilbrigð skoðanaskipti og þau eru nauðsinleg til að þróun eigi sér stað, þótt við séum kannski ósammála í grunninn þá hef ég haf gaman að skeggræða þessa hluti við ykkur Vilhjálmur og Sigga,  ég styð hóp innan zeitgeist hreyfingunar sem kallast The Venus Project, og hvet ykkur til að kynna ykkur það verkefni.

Vonandi að við eigum eftir að geta rætt saman aftur og látið pólitík lönd og leið, það eru nefnilega ekki pólitíkusar sem koma til með að leysa vandamál heimsiins og allra síst peningar. Tækni og auðlindastýrð kerfi munu leysa þau ef við getum ýtt pólitíkusum frá og helstu stofnunum sem stýra okkur því þar liggja vandamálinn.

Lifið heil :)

Skríll Lýðsson, 15.9.2009 kl. 10:06

19 identicon

Skríll Lýðsson, hvernig tölvu notar þú við skrif þín hér á síðunni?

Var hún framleidd á Íslandi?

Svarið er án efa "nei" þar sem það er ekki hagkvæmt fyrir Íslendinga að framleiða sínar eigin tölvur. Eflaust var tölvan þín framleidd í Taiwan eða annars staðar þar sem vinnuafl er ódýrt.

Eflaust var tölvan þá framleidd í verksmiðju í eigu fyrirtækis sem áður hafði fjárfest í framleiðslutækjum og -vélum fyrir tölvur. Auk þess hefur fyrirtækið fjárfest í tölvuíhlutum og öðru sem nauðsynlegt er til að hægt sé að smíða tölvuna. Þá hluti hefur fyrirtækið væntanlega keypt frá mörgum og mismunandi löndum sem öll framleiddu hvern íhlut eða hráefni á hagkvæmari hátt en Taiwan.

Lykilorðið hér er fjárfesting fyrirtækisins, þ.e. fyrirtækið í dæminu fjármagnar starfsemi sína með einhverjum hætti eins og öll fyrirtæki verða að gera svo starfsemi þeirra sé möguleg. Orðið að "fjármagna" er sagnorð fyrir nafnorðið fjármagn sem á ensku nefnist "capital".

Þaðan er aftur sprottið hugtakið "capitalism" eða kapítalismi. Hugtakið kapítalismi er því ekkert annað en nafn eða heiti yfir þann markaðsbúskap sem tíðkast hefur á vesturlöndum og fært íbúum þar ómælda hagsæld og lífgæði sem menn höfðu aldrei látið sig dreyma um fyrir daga frjálsra og óheftra viðskipta.

Vignir Már Lýðsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband