Forkastanleg vinnubrögð

Það eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu blaðamanna mbl.is að slengja skoðun stjórnmálamanns upp sem sannleika í fyrirsögn, sér í lagi þegar fyrirfram er vitað að viðkomandi stjórnmálamaður mun aldrei koma til með að verða hlynntur málinu.

Ósagt skal látið um innihald umrædds samnings sem gerður hefur verið og ágæti hans enda hefur hann ekki borist inn á borð Frjálshyggjufélagsins.

Hins vegar sýnir sú fréttamennska sem hér er boðið upp á hversu vilhallir íslenskir fjölmiðlar eru vinstri flokkum landsins. Vinstrislagsíðan er alger.

Það hlýtur að vera krafa að fjölmiðlar fjalli af hlutlægni um öll mál, hvort sem þau lúta að málefnum vinstri eða hægrisjónarmiða, hagsmunum einstaklinga eða fjöldans, grískra eða gyðinga.


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Morgunblaðið hefur nú ekki verið mjög vilhalt Vinstri flokkunum hingað til.

Spurning um hvort það sé að breytast ;)

kv.

ThoR-E, 31.8.2009 kl. 21:17

2 identicon

Jú, heldur betur. Mogginn er búinn að vera vinstrablað árum saman.

Þröstur (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband