26.8.2009 | 23:21
Ofsinn í ESB
Svo mikill er ofsi Samfylkingarinnar að komast í ESB að allt er gert til að hrinda öllum hindrunum úr vegi og ein þeirra er Icesave. Hagsmunum Íslands á að fórna á altari ESB með góðu eða illu. Vinstri Grænir eru svo sólgnir í völd að þeir hafa fórnað hugsjónum sínum á sessum ráðherrastóla landsins og eina von Íslendinga er að hægrimenn landsins standi fast á sínu og leyfi frumvarpi ríkistjórnarinnar ekki að fara í gegnum þingið.
Það er algjörlega ótækt að einstaklingar sem enga ábyrgð bera hvorki lagalega né siðferðislega eigi nú að taka upp veskið og greiða fyrir gjaldþrot einkafyrirtækis. Það fellst áhætta í öllum viðskiptum og þeir sem stunda viðskiptin eiga að bera ábyrgðina, ekki skattgreiðendur. Ástæða hrunsins er ekki síst sú að hér og annars staðar voru skattgreiðendur í ábyrgð fyrir stærstu fjármálafyrirtækin. Fyrirtæki sem máttu búast við því að verða bjargað af ríkinu höguðu sér auðvitað ekki á ábyrgan hátt. Hefðu stjórnendur banka einhvern tíman tekið sömu áhættu með eigið fé?
Icesave-lánasamningurinn er vítaverður hvað sem forseta Alþingis kann að finnast um það.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2009 kl. 01:06 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.8.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.