Atvinnuleysisbætur of háar?

Í ljósi frétta sem þeirrar er hér er vísað til, er rétt að almenningur spyrji sig hvort atvinnuleysisbætur séu ekki einfaldlega og háar. Launamaður sem er með tekjur sem eru aðeins lítilsháttar hærri en atvinnuleysisbætur kann að freistast til að líta svo á að þær einu tekjur sem hann vinni sér inn sé mismunurinn á útgreiddum launum og atvinnuleysisbótum.

Vinnan er ein af höfuðdyggðum mannsins. Ef frumkvæði manna til vinnu er drepið í dróma með of háum bótum hins opinbera er raunveruleg hætta á siðspillingu samfélagsins. Alltént getur ekki talist forsvaranlegt fólk fáist ekki til starfa á sama tíma og sífellt hærra hlutfall vinnuaflsins er skráð atvinnulaust.

Það er svo aftur önnur saga að lægstu laun eru ákaflega lá. Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði á sínum tíma tilraun til að lækka lægstu laun hjá borginni, sem í flestum tilfellum voru kvennastörf. Hún átti heiður skilinn fyrir þá viðleitni. Hins vegar brugðust fulltrúar svokallaðra menntaðra kvennastétta ókvæða við. Stéttarfélögin eiga því sinn í þátt í því að viðhalda bágum kjörum þeirra sem lægst hafa launin.


mbl.is 100 vantar til starfa á frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæ kjánahroll við þessari fyrirsögn. ATVINNULEISISBÆTURNAR er ekki of háar heldur eru lægstu laun alltof LÁG, það er ekkert eins mannskemmandi en að vera í vinnu sem er ylla borguð þá vil ég nú heldur gráta heima á bótum en að gera alla vitlausa í vinnunni, svo berjast fyrir hærri lámarkslaunum en að skrifa svona.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:50

2 identicon

Þetta atvinnuleysisbótakerfi er hrikalega misnotað. Til að mynda af námsmönnum sem búa heima hjá foreldrum sínum og þurfa ekki á neinum styrk að halda.

Freyr (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:44

3 identicon

Laun eiga alfarið að ráðast á markaðnum þ.e. eftir framboði og eftirspurn.

Landið (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:25

4 identicon

Það getur verið varasamt að lækka lægstu laun, eins siðlaust og það kann að hljóma.

Þeir sem lægst launin hafa eru yfirleitt ómenntað fólk sem vinnur störf sem auðveldlega má manna eða eru af því tagi að þau mega missa sín, allavega tímabundið. Á það verður að líta sem staðreynd.

Þegar fyrirtæki eru knúin til með lagaboði ríkisins að hækka lægstu laun leiðir það til atvinnuleysis.

Það fyrsta sem fyrirtæki í fjárhagskröggum gerir til að mæta tapi er að skera niður launakostnað og þá hlýtur niðurskurðarhnífurinn að beinast að þeim störfum sem mest mega missa sín; nefninlega þeim lægst launuðu.

Vignir Már Lýðsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 09:13

5 identicon

Auðvitað eru það bæturnar sem eru of háar, ekki að  lágmarks laun séu sultarlaun.

Tóti (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband