Lögleiðum kannabisefni

Er ekki fyrir löngu kominn tími til að hætta þessum kjánalega eltingaleik við seljendur og framleiðendur kannabisefna? Neysla þeirra er staðreynd, einn af þessum fjölmörgu löstum sem mannskepnan iðkar. En löstur er ekki endilega það sama og glæpur. Mikil opinber útgjöld myndu sparast ef sala og framleiðsla þessara efna yrði leyfð. Einstaklingurinn á að hafa valið um það hvort hann kýs að viðhafa lesti af þessu tagi. Ríkisvaldið á ekki að skipta sér af slíku.
mbl.is Var með kannabis í slöngubáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið að rekast á fólk sem vill lögleiða kannabis og í sjálfu sér algjör fyrra ! Þar sem að skaðsemi þessara efna er lýðnum ljós og kannski ekki á vitleysuna bætandi ! Það á þá kannski líka að lögleiða barnavændi þar sem að það eru svo margir sem eru teknir fyrir ósómann

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:08

2 identicon

Björn Jón Bragason það hlýtur að sjást eitthvað fleira út úr hass eiturþoku enn lögleyðing á þessum óþverra, Þú sérð það kanski eftir meðferð, ef þú verður svo heppinn að lifa það af.

Þórarinn Eldjárns. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:20

3 identicon

Og Hvað með árásarrifla? Er ekki komin tíma á að leyfa þá líka?? Á ríkisvaldið að vera að skipta sér af því? Nú eða eins og einn nfndi hér varðandi barnaklám,er það ekki e h sem má skoða að leyfa? !! Þetta er nú ljóti hálvitaklúbburinn þetta félag ykkar!

Enn þessi frjálshyggja er dauð sem betur fer og mun ekki rísa upp aftur næstu 100 árin! " leyfum hass,heróín,Lsd og Kókaín. Barnaklám og vélbyssur" Frelsi frelsi bla bla bla. Það sem menn geta verið vangefnir eftir að haa farið í gegnum bæði mentaskóla og háskóla í þessu landi okkar!

óli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:54

4 identicon

Heyr heyr, kominn tími til að ríkið hætti að skipta sér af einkamálum borgaranna. Þessi hér að ofan sem líkir hassreykingum við barnaklám ætti að skammast sín. Sá sem kýs að reykja hass skaðar umfram allt sjálfan sig. Sá sem níðist á barni skaðar barnið. Mönnum ætti að vera frjálst að stunda sína prívat lesti - svo fremi sem þeir níðast ekki á öðrum.

sigga (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:59

5 identicon

Jens, þú áttar þig ekki á grundvallarhugmyndum frjálshyggjunnar. Barnaklám er glæpur sem gengur á rétt annarra og væri alger þversögn ef Frjálshyggjufélagið styddi lögleiðingu þess.

Páll (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:59

6 identicon

Það má nú kannski minna á það að barnaníðingar segjast elska börn! Á ekki að leyfa það? Nú eða ef börnin mín alast upp við hassbúllu á horninu er þá ekki verið að senda því skylaboð með því um að þetta sé ok! Nei við þurfum styrka forsjá frá ríkinu. Einstaklingum er ekki treystandi. Þess vegna höfum við lögreglu td!

óli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:06

7 identicon

óli: er þá ekki bara rétt að ríkið banni líka sölu á áfengi, sígarettum, feitum mat og svo framvegis, af því að "einstaklingum er ekki treystandi"? Menn sem viðhafa skoðanir líkt og þú eru þrælar í hugsun, þeir vilja ekki hafa sjálfstæðan vilja, heldur láta barnfóstruna ákveða allt fyrir sig.

sigga (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:10

8 identicon

Maður hefur nú séð þessi rök áður! Ef rök skildi kalla! Þvílíka bullið Sigga,hvað um eldhúshnífa á ekki að banna þá spurja þessir asnar oft td! Það tekur engin mark á svona bulli vina og frjálshyggjan er dauð sem betur fer!

óli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:23

9 identicon

Hass og gras er ekki það sama! Það er eins og að líkja saman fjallagrasi og fjallagrasasápu, en það síðarnefnda er unnin vara en ekki hitt. Heilaþvottur samfélagsins á skaðsemi illgresis er til háborinnar skammar.. Að reykja gras er ágætis tilbreyting endrum og eins, skárra en að fara á fyllerí niðrí miðbæ eða á sýrutripp í Dalshrauni í Hafnarfirði!

Einar (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:28

10 identicon

Einhver segir að ég átti mig ekki á grundvallarhugmyndum frjálsáhyggjurnar þar sem að ég líkti hassreykingum við barnaklám ! Og að barnaklám væri glæpur ? Það eru hassreykingar líka ! höldum því þannig . Ég hef hitt svo marga góða drengi sem að trúðu því að þetta væri skaðlaust gaman ! Menn á fimmtugsaldri sem að aldrei höfðu unnið ! Ungar stúlkur sem að byrjuðu að selja sig 13 -14 ára fyrir bút , Þannig að Frjálshyggjufélagið er í þversögn við sjálft sig þar sem að hassreykingar eru glæpur

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:31

11 identicon

Jens, hvernig væri þá að lögleiða það í staðinn fyrir að fólk sé að selja sig fyrir bút. Þar sem sakamenn eru núna að græða 4.500-5000 krónum á grammið í dag en ekki 2000 eins og það var fyrir 5 árum. Það væri vel hægt að skattleggja þetta. Þetta er ein önnur eilífðarbarátta sem verður ekki unninn vegna þess að kannabis er gott lækningarlyf og hefur aldrei drepið neinn. Barnavændi er hins vegar eitthvað sem allir vita að er ógeðslegt. Ég er ekki að segja að með því að lögleiða séum við að bjóða fólki upp á þetta. Hinsvegar vill ég fjarlægja bannstimpilinn sem er beinlýnis móðgun við þetta góða lyf og fólk á að geta notað það frjálslega ef það stuðlar að bættri líðan þeirra.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:44

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú fer maður að bíða eftir að Frjálshyggjufélagið setji út heilaga baráttu fyrir lögleiðingu á fjölkvæni. Hvern andskotann á ríkisvaldið með að skipta sér af því hvað fólk giftist eða kvænist mörgum einstaklingum? Hversvegna má Hanez Holmstone t.d. ekki kvænast eins mörgum konum og honum sjálfum sýnist?

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 21:55

13 identicon

Veit ekki betur en að það sé verið að nota þetta gegn lyfseðli í einhverju mæli fyrir dauðvona og mikið veikt fólk . Þetta gekk ekki hjá Hollendingum og Ekki gekk vel í Sviss ! Er ekki hægt að reyna læra af reynslu annarra og  halda sig bara við að hafa þennan óþvera ólöglegan

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:59

14 identicon

Það er fullt af fagfólki í heilbrigðisstéttinni og löggæslumenn sem hafa talað um skaðsemi þess að kannabis sé ólöglegt. Mér finnast þeir sem tala fyrir kannabisbanni vera svona svipað gamaldags og fólk sem talar fyrir áfengisbanni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:13

15 identicon

Lyf er eitt fíknilyf annað sigurður. Það er ekkert að því að nota Kanabis til lækninga frekar en td Morfin Enn við seljum ekki Morfin í Bónus og hversvegna er það nú! Morfín er frábært lyf það staðfesta allir læknar enn það er ekki selt út í búð samt! Og er það kannski bara Sósíalismi!

óli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:31

16 identicon

Skemmtilegt hvað margir hér tala útum rassgatið á sér.

"Þetta gekk ekki hjá Hollendingum og Ekki gekk vel í Sviss ! Er ekki hægt að reyna læra af reynslu annarra og  halda sig bara við að hafa þennan óþvera ólöglegan"

Ég veit nú bara ekki betur en að þetta hafi gengið mjög vel þar, eina vandamálið er að fangelsin eru galtóm. Það er algengur lygi í fjöðmiðlum víða að þessi stefna hafi mistekist í Hollandi. Kannabis neyðsla(og neyðsla eiturlyfja yfirhöfuð) meðal ungmenna þar er fátíðari heldur en í lang flestum öðrum vesturlöndu. 

Páll þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:58

17 identicon

Það er ekki hægt að ræða þetta við fólk eins og ykkur. Fyrir ykkur er Kannabisbannið trúarbragð. Ekki er hægt að rökræða við heittrúaða um trú þeirra, er það nokkuð? Þið eruð fáfróð um plöntuna. Og ef ég þekki ykkar þjóð rétt þá munuð þið ekki kynna ykkur hana fyrr en hugsanlega eftir nokkur ár og munuð líklega greina mig með 'kannabisfíkn' á háu stigi fyrir að vilja þessa plöntu frjálsa.

Rúnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:08

18 identicon

 Fólk sem líkir barnavændi og fjölkvæni við cannabis reykingar lifir í mjög þröngum heimi. Og er væntalega ekki hæft til að taka á neinar ákvarðanir eða ala upp börn.

það eina sem boð og bönn gera fyrir soft drugs er það  að þau verða spennandi fyrir alla til að prufa unga sem aldna, þið getið reynt að banna allt og gelda þjóðfelagið og menningar af hverskinstoga af því að þið eruð rolur og munu alltaf vera  það.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:16

19 identicon

Ég ætla að biðja ykkur Jens, Þórarinn og Óla að halda þessari umræðu á aðeins málefnalegri nótum. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta málefni áður en þið ræðið það á opinberum vettvangi.

Má ég til dæmis benda ykkur á bréf Matthíasar Halldórssonar landlæknis um skaðsemi kannabisefna. Það má nálgast hér:

http://kannabis.net/2009/06/svar-fra-landlaekni/

Það þýðir ekkert að slengja fram illa ígrunduðum fullyrðingum eða samlíkingum. Það er ykkur ekki til framdráttar á neinn hátt. Ef að þið viljið vera sannfærandi notist þá við aðrar heimildir en eigin fordóma og fáfræði.

Neysla kannabisefna er ekki sambærileg misnotkun á börnum. Þetta er hreint út sagt heimskulegasta samlíking sem ég hef séð í þessari umræðu, og ég hef séð margt misgáfulegt.

Þið hljótið að geta gert betur en þetta.

Arngrímur Sæmundsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 01:59

20 identicon

Ég er hneykslaður og get ekki orða bundist. Með því að líkja saman barnavændi og kannabisneyslu, Jens Hjelm, gerir þú lítið úr barnavændi og smánar fórnarlömb þess ógeðfellda ofbeldis. Ég vona að þú skammist þín og hugsir þig um áður en þú lætur ósiðleg ummæli falla.

Rúnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:18

21 identicon

Eiturlyfjastríðið er löngu tapað stríð... hér þarf alveg nýja hugsun.. án samráðs við meðferðaraðila.
Við skulum líka athuga að ríkis sjálft selur 2 af hættulegustu eiturlyfjum í heimi, áfengi og tóbak.

það fólk sem hér mælir með bönnum og rugli, það fólk er einfaldlega ekki inni í málum, er kannski bara haldið heimskum fordómum og eða getur ekki höndlað að þetta verði leyft.... því þá springi þeir á sínu eigin limmi og vandræðagang

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:41

22 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að blessuð börnin í Frjálshyggjufélaginu eigi að reykja eins mikið hass og gras og þau mögulega geta og brúka hvítvín og kókaín með. Frjálshyggja, kannabis, alkóhól og spítt er einkar geðslegur og glæsilegur kokteill, reyndar bölvað eiturbras, enn samt upplagt ofan í viðkvæmar heimdallssálir sem langar til að gera sig fullgilda í samfélagi hinna stóru átrúnaðargoða.

Jóhannes Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 11:01

23 identicon

Jóhannes þarf ekki að loka þig inná geðdeild heheheh

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:05

24 identicon

Sko þið sem teljið að allir verðir útúrdópaðir alla daga(vín er líka dóp) ... þið eruð bara að lýsa hversu þið sjálf eru veikgeðja, þið eruð bara að tala út frá því... sem og því sem þið hafið verið forrituð í að trúa.

Tökum auglýsingar úr sjónvarpinu með þessi mál.

X byrjaði að fikta við hass þegar hann var 17 ára... nú er hann dáinn...  þetta er hreint fáránlegt, hlægilegt og óhæft sem forvarnir að öllu leiti.
Þetta er svo stúpid að ég hreinlega trúi því að svona FAKE áróður fái krakka einmitt til að spá í þessu mikla tabúi... svo eru krakkar ekki heimskir, þeir sjá alveg í gegnum svona rugl áróður.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:32

25 identicon

Sam Harris um þessi mál...
http://www.youtube.com/watch?v=nN0_aJsPcHY

Og plís ekki koma með steinaldarhugsun.. ok, takk

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:42

26 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það gat nú verið. Um leið og frjálshyggjuspjátrungarnir, eins og þessi Gunnar, rekast á fólk sem er þeim ekki nema í meðallagi sammála fara þeir ævinlega að tala um geðdeildir og geðveikrahæli. Árum saman fór blessaður Mogginn mikinn í að reyna að telja fólki trú um að yfirvöld Sovétríkjanna færu í snarhasti með þá sem voru ósammála valdhöfum á næsta geðsjúkrahús þar sem þeim var gefin stólpípa og laxerolía þar til þeir betruðust. Það skyldi þó ekki vera, að frjálshyggjumennirnir okkar í Frjálshyggjufélaginu séu á margan hátt innrættir á sama hátt og Mogginn laug upp að sovétkarlarnir væru innrættir.

En svona okkar á milli sagt: Ætli þessi DoktorE sé virkur dópdílari, jafnvel forfallinn af áralangri kannabisnautn? Það þætti mér gaman að vita.

Jóhannes Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 13:28

27 identicon

Já Jóhannes.. allir sem sjá að eiturlyfjastríðið sé bull eru dópdílerar.. er það ekki.

Hópar lögreglumanna berjast td fyrir lögleiðingu kannabis... og samkvæmt formúlu Jóhannesar þá eru þeir dópdílerar.

Ef Jóhannes hugsar smá áður en hann skrifar, þá ætti að vera létt fyrir hann að sjá að lögleyfing er einmitt það sem dílerar og glæpagengi vilja ekki... þá tapa þeir sínum fjáröflunarleiðum.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:51

28 identicon

Jóhannes skortir öll rök fyrir sínu máli og leitar í smiðju smásálanna og úthúðar alla sem eru honum ekki sammála eða sjá ekki heiminn eins og hann. Þetta er dæmigert fyrir sósíalista sem vilja módela heiminn eftir sinni heimsmynd ólíkt okkur frjálshyggjumönunum sem vitum og skiljum að engir tveir einstaklingar eru eins og því rökrétt að fólk njóti fulls frelsis svo framarlega sem það gengur ekki á frelsi annarra.

Landið (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:35

29 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi kannabishræsni er þreytandi.  Þeir sem kjósa að deifa heilann með kannabis, ættu að eiga jafnheimangengt og þeir sem kjósa að drekkja heilann í áfengi.

Það eru venjulega öfgarnir í hvoru tveggja sem skapa ógæfu og sorg.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 15:49

30 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvað segja reynsliboltarnir í LEAP (Law Enforcement Against Prohibitision) úr  framlínu "The War on Drugs" í USA? Bann gerir illt verra, gerir saklausa neytendur að glæpamönnum og skapar glæpagengjum grunvöll til að þrífast góðu lífi á sölu í undirheimum þar sem hættur eru á hverju strái. Þarna talar fólk af reynslu og veit hvað það er að segja, heimska bannsins blasir við þessum jálkum úr fíkniefnastríðinu og verra en gagnsleysi þess varð til þess að menn opnuðu augun, þessi merku samtök vinna hörðum höndum við að uppfræða fólk á hverjum degi og hefur mikið áunnist við að eyða fáfræðinni um þessi mál. Tikfinningarnar bera gjarnan skynsemina ofurliði þegar þessi mál eru rædd.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.8.2009 kl. 02:40

31 identicon

Það er alveg ótrulegt hvernig umræða um Kannabis á það til að draga fram í dagsljósið einstaklinga sem virðast eiga einstaklega erfitt. Nú á fólk fullan rétt á því að vera "með eða á móti" en það er óþolandi þegar einstaklingar eru ófærir um málefnalega umræðu, sem virðist stundum vera aðalsmerki þeirra sem mest hafa sig fram í umræðu gegn Kannabis.

Gott og vel, fólk er mis vel gefið og allt það, og umræða um fíkniefni af öllu tagi á það til að vera byggð á heitum tilfinningum. Því þarf oft að gefa fólki "séns" þrátt fyrir öfgafullan málatilbúnað....

En, þeir sem ganga svo langt að líkja KAnnabisneyslu við barnaníð geta varla verið annað en slefandi fávitar. Hvaða helvítis pakk er þetta?

Jóhannes hér að ofan á ágætis punkt um Moggann þar sem hann talar um "fréttamennsku" blaðsins varðandi gamla Sovét. En hann áttar sig ekki á því að þetta hefur lítið breyst, og ekkert batnað. Mogginn er nú duglegur að birta sorp um Kannabis.....

Kannabis er í dag almennt viðurkennt sem skaðminna efni en áfengi, og þar á meðal í USA. Jurtin er sett í flokk með KAFFI varðandi skaðsemi!

Þeir sem vilja að Kannabis verði lögleitt að einverhju leiti (eða afglæpað) eru ekki að tala fyrir því að börn neyti efnisins, ekki frekar en að þeir sem vilja að áfengi sé löglegt séu að mæla með neyslu barna.........

Stefnan í Hollandi og svo Prtugal hefur gefið mjög góða raun. Neysla fíkniefna er með minnsta móti í þessum löndum. Í Hollandi er ekki aðeins neyslan mun minni en í flestum öðrum löndum, heldur er einnig orðið vandamál HVE FANGELSIN ERU LÍTIÐ NÝTT....Hollendingar eru nýbúnir að gera samning við Belga um að hýsa fanga frá Belgíu til þess að nýta öll tómu rýmin í Hollandi!

Stefnan í Hollandi gengur því einstaklega vel! Mogginn og félagar halda samt áfram að birta þvæluna. Ætlar fólk ekkert að átta sig á hve mikið sorp þetta blað er?

Þið hérna Óli og félagar, gerið nú sjálfum ykkur greiða áður enn þið tjáið ykkur um þetta málefni meira, og KYNNIÐ YKKUR MÁLEFNIÐ AÐEINS BETUR! Ef þið eruð færir um það......

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 04:10

32 identicon

@Jóhannes 21:55

Bíddu við.  Hvað er svona slæmt við fjölkvæni???

ólidanski (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 07:25

33 identicon

Það er stórmerkilegt að fólk sjái ekki að þetta bann er eingöngu að virka fyrir dílera... efnið er til um allt ísland, tugarþúsunda nota efnið... hvaða vit er í að ríkið sé að sóa skrilljónum í vonlaust bann, bann sem kemur bara niður á saklausu fólki... meikar ekki neinn sense.
Með lögleyfingu fengi ríkið aura í kassann + atvinnuskapandi + að lögreglan gæti sett meiri fókus á sterkari efni.

Við gætum svo tekið þetta lengra, sett upp risalúxusspilavít + aðra skemmtilega afþreyingu/heilsu blah á gömlu herstöðinni í keflavík... (Ekki jónínu ben samt)
Ég er viss um að hér myndu flykkjast ferðamenn til að fá sér í eina, taka í spil og hressa sig á hinn ýmsa máta

En auðvitað falla þessar hugmyndir í grýttan jarðveg hjá steinrunnum íslendingum í bómsum og föðurlandi + hor & slef

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:08

34 identicon

DoctorE: Hvaða hópar lögreglumanna berjast fyrir lögleiðingu kannabis? Þetta er eitthvert mesta bull sem ég hef á ævinni heyrt. Ég þekki ekki einn lögreglumann sem vill lögleiðingu og þekki ég þá marga.

Það eru eflaust einhverjir kostir við lögleiðinguna en ókostirnir eru svo margfalt fleiri að það væri hin mesta firra að fara þá leið. 

Karl (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:51

35 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"DoctorE: Hvaða hópar lögreglumanna berjast fyrir lögleiðingu kannabis?"

LEAP (Law Enforcement Against Prohibitision)

Georg P Sveinbjörnsson, 20.8.2009 kl. 13:25

36 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta stríð er tapað og er ekki að skila neinum árangri.  Sjálft stríðið er að valda meiri skaða en efnin.  Stokkum þetta upp og förum að skoða aðrar leiðir, eins og t.d. Hollendingar, Sánverjar og Portúgalar.  Góð byrjun væri að hætta að eltast við kannabisneytendur.  Það er fáránlegt að kannabis skuli vera ólöglegt á sama tíma og áfengi er löglegt.

Theódór Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 13:26

37 Smámynd: Kommentarinn

Það á að hafa þetta undir forsjá ríkissins til þess að hafa eitthvað quality control. Nýlegar rannsóknir benda til þess að það sé alls ekki sama hvað er reykt og á hvaða aldri. Einu heilsufarslegu rökin sem mæla gegn kannabis er að fundist hafa tengsl milli neyslu og geðsjúkdóma. Þetta virðist þó eingöngu vera raunin þegar um mjög ungt fólk er að ræða (12-15 ára) og einnig virðist skipta máli hvert hlutfall virkra innihaldsefna er. Til þess að öðlast þekkingu á þessum málum er þörf fyrir opnar umræður, lausar við blindann áróður.

Neyslan er staðreynd og því þurfum við að taka á því með regluverki sem stuðlar að gæðum, ábyrgri neyslu og skilar skatttekjum. Sem dæmi þá hafa áfengisbönn hverskonar ekki skilað neinu nema aukinni tíðni heimabruggs með tilheyrandi aukningu á dauðsföllum og blindu.

Allar samlíkingar við riffla eða barnaklám eru litaðar af vanþekkingu. Kannabis hefur ekki drepið neinn eitt og sér ekki frekar en kaffi og ávanabindandi áhrif þess virðast hverfandi. Það virðast þó vera í ákveðnum tilfellum ýmsar slæmar afleiðingar af neyslu. Slökun á reglum hefur víða gefið góða raun en dæmi um ríki með mjög frjálslega löggjöf eru Holland, Spánn, Portugal og Kanada. Í þessum löndum hefur neyslan verið minna vandamál en t.d. í USA þar sem háð er "stríð" gegn fíkniefnum.

Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 13:49

38 identicon

Þeir sem vilja halda þessu vonlausa stríði áfram eru annað hvort fávitar.. eða eru með fingurnar í einhverri glæpastarfssemi þessu tengt..
Þetta stríð er búið að vera í gangi í áratugi og hefur skilað ENGU, zero, 0, null

Segðu okkur Karl hverjir eru helstu ókostir við lögleyfingu... efnið er ólöglegt en menn eru að nota það um allan bæ... ríkið sóar ómældum upphæðum í að eltast við eitt veikasta eiturlyf sem til er...
Bara feluleikurinn og allt ruglið í kringum þessi ólög hafa komið mörgum á kaldan klaka...

Sko, þú ert með efni sem er mun veikara en löglega efnið... þú veist að þú getur ALDREI stöðvað neyslu á því, þú veist að heilu glæpagengin taka til sín miklar fjárhæðir með sölu þessa efnis
Hvað ætlar þú að gera
1 Halda áfram á sömu vonlausu braut sem hefur engu skilað nema leiðindum og kostnaði + fangelsun á saklausu fólki.

Eða
1 Lögleyfing
2 Fá skatttekjur
3 Betra yfirlit yfir neyslu....
3 Dílerar á þessum efnum hverfa

Það er allt að vinna, engu að tapa....

Já og þú sem kemur í bómsunum þínum og mótmælir þessu, you are doing it wrong

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:50

39 identicon

Georg: Við skulum nú bara halda okkur við Ísland. Eru þið ekki annars að krefjast lögleiðingar hér? Þó að nokkrir uppgjafarlögreglumenn í útlöndum nenni ekki að takast á við verkefnið, eru þeir brotabrot af fjöldanum.

Þið segið að þetta stríð sé tapað. Á fólk að hætta að reyta arfa í beðunum sínum vegna þess að hann sprettur alltaf aftur? Er stríðið gegn arfanum tapað? Kannabis er bara eins og arfinn. Ef arfinn er látinn óáreittur skapar hann stærri vandamál þar sem hann sprettur.

Fylgismenn lögleiðingar fíkniefna reyna að notfæra sér farveg siðrofsins sem skotið hefur rótum í miðjum glundroðanum. Það er alveg sama hvað notendur efnanna reyna að slá ryki í augu almennings. Hollendingar eru með allt niður um sig í þessum málum. Bretar reyndu að færa kannabis í mildari flokk fíkniefna með hörmulegum afleiðingum. Þeir eru að bakka með þessa ákvörðun sína ef þeir eru ekki þegar búnið að því. 

Með þvi að lögleiða þessi efni væri verið að færa siðferðisþröskuldin ofar og margt óæskilegt sem færðist með.

Þjóðin segir NEI við lögleiðingu. 

Karl (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:00

40 identicon

Karl, þú ert ekki þjóðin. Þú heldur því fram að reynsla Hollendinga sé slæm, getur þú komið með einn link á eitthvað sem styður það? Neibb það verður erfitt fyrir þig.

 Og þú segir uppgjafalögreglumenn, þetta eru menn sem börðust í þessu stríði, sem þú GERÐIR EKKI, og komust að þeirri niðurstöðu að nú væri kominn tími á nýjar áherslur.

Bann gerir illt verra. Lestu þig til um áfengisbannið í USA á sinum tima til að komast að hinu sanna í málinu.

dadi (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:04

41 Smámynd: Kommentarinn

Karl það er rangt að ríki sem hafa slakað á viðurlögum um notkun fíkniefna séu "með allt niðrum sig". Þvert á móti.

Gott dæmi er Portúgal:

http://www.time.com/time/health/article/0,8599,1893946,00.html

Og hvað Breta varðar þá hafði mildari löggjöf kannabis ekki í för með sér "hörmulegar afleiðingar". Það er bara þvæla:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/politics/7386889.stm

Kannabis er hinsvegar af öðrum toga og ég sé ekki að verið væri að færa einhvern siðferðisþröskuld til með því að slaka á löggjöf eða lögleyða kannabis. Heilsufarsleg rök með banni eru mjög takmörkuð þar sem efnið virðist ekki hafa verri áhrif en t.d. áfengi og er þar að auki mun minna ávanabindandi.

Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 15:13

42 Smámynd: Kommentarinn

Ég sleit sjálfan mig þarna aðeins úr samhengi: Þegar ég segji að kannabis sé af öðrum toga þá á ég við samanburð við efnin sem talað er um í Time greininni um Portúgal.

Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 15:15

43 identicon

Við heyrum alltaf þessa grátkóra frá fornöld: Það fer allt í rúst, við getum ekki treyst fullorðnu fólki fyrir sjálfu sér.
Þetta heyrðum við með td bjórinn... grenj og væl

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:43

44 identicon

http://www.styrktarsjodursusie.is/index.php?option=com_content&view=article&id=9&Itemid=8

Þetta segir allt sem segja þarf um Hass og önnur hugbreytandi efni.

Einhverjir geta notað áfengi í hófi vissulega er það rétt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:34

45 identicon

Hollendingar eru með allt niður um sig í þessum málum. Bretar reyndu að færa kannabis í mildari flokk fíkniefna með hörmulegum afleiðingum. Þeir eru að bakka með þessa ákvörðun sína ef þeir eru ekki þegar búnið að því. " Karl

Hollendingar eru ekki með allt niður um sig, þvert á móti þá er neyslan þar svipuð eða minni en í löndunum um kring. Kannabisneysla í Hollandi er t.d. aðeins helmingur á við neysluna í USA. Hollendingar eru einnig í vandræðum vegna þess hve fangelsin eru lítið notuð hjá þeim, og voru að að gera samning við Belga um að hýsa fanga frá Belgíu til að nýta plássið.

Það voru engar hörmulegar afleiðingar hjá Bretum. Þeir eru búnir að breyta löggjöfinni aftur en það var vegna þess að innanríkisráðherrann hélt því fram að efnið gæti ýtt undir geðsjúkdóma. Hún gat hins vegar ekki bent á neitt til að styðja mál sitt. Læknanefndin hennar sem er ráðgjafahópur mótmælti þessari ákvörðun en þessi spillti ráðherra neitaði bara að hlusta á læknana..... Læknarnir mæltu með áframhaldandi "afglæpun".

Þessi uppákoma í Bretlandi er eitt af því sem hefur afsannað endanlega, ásamt öðrum rannsóknum, að Kannabis ýti undir geðsjúkdóma. Afglæpunin í Bretlandi hafði ekki í för með sér aukningu á geðsjúkdómum.

ÞAð virðist taka langan tíma fyrir sumt fólk að átta sig á því að Kannabis er í dag almennt viðurkennt sem skaðminna en áfengi, og ekki nálægt því eins ávanabindandi!

Fíkniefna stríðið er tapað! Ef við horfum á Vesturlönd, þá er það staðreynd að neyslan er MEST í USA þar sem stríðið er mest. Neyslan er MINNST þar sem löggjöfin er mildust í löndum Evrópu svo sem Portúgal og Hollandi! Á Íslandi hefur neyslan aldrei verið jafn mikil, og AUKNINGIN Á NEYSLUNNI HEFUR VERIÐ HVAÐ MEST Á UNDANFÖRNUM ÁRUM ÞEGAR HVAÐ MESTUM FJÁRMUNUM OG TÍMA HEFUR VERIÐ HELT Í ÞETTA TAPAÐA STRÍÐ!

Er erfitt að skilja þetta?

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:49

47 identicon

Birna Dís, ertu að grínast?

Þessi áróðursmyndbönd sýna bara....áróður. Sem er auðvelt að gera ef menn leyfa sér að sniðganga rannsóknir og staðreyndir.

"Einhverjir geta notað' áfengi í hófi" Nei, FLESTIR geta notað áfengi í hófi! Og það sem meira er þá geta enn fleiri notað hass í hófi. því það er minna ávanabindandi en áfengi!

ÞEssi myndbönd beita því sem stundum kallað er "tilfinningarök", sem er eitt form rökleysu.

Grow up!

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:58

48 identicon

Já Karl, Jacqui Smith lét breyta aftur löggjöfinni og sagði að geðsjúkdómar myndu annars aukast.

En það var þvert á móti því sem HENNAR EIGIN LÆKNANEFND SAGÐI. ÞAð voru engar gildar rannsóknir sem studdu hennar mál. Læknanefndin hennar mótmælti opinberlega þessum fullyrðingum hennar!

Hún var bara að bulla, svona í anda Þórarins Tyrfingsonar hér á Íslandi.

Neyslan jókst ekki, og það var aldrei nein aukning á geðsjúkdómum. Hún hafði aldrei neitt til að styðja mál sitt.

Segðu mér nú Karl, hvernig þú færð það út að Hollendingar séu með allt niður um sig! ??????

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:15

49 identicon

Birna mér finnst svona auglýsingar óábyrgar og gera lítið fyrir vitræna umræðu um málið..

Heldur þú að einhver krakki taki mark á auglýsingu sem segir að einhver hafi verið x gamall þegar hann fiktaði í hassi og nú er hann dáinn..

Jón keypti bíl þegar hann var 17 ára, nú er hann dáinn... hvað segir þetta... zero, bara innantómur áróður

Hugsanlega væri vitrænna að auglýsa að vegna fáránlegrar löggjafar sem er búið að sanna að virki ekki... búið að sýna að dogmað í kringum þetta er verra en neyslan sjálf... þess vegna sé x dáinn eða hinn og þessi hafi farið saklaus í fangelsi og lent þar í slæmum félgasskap... blah

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:43

50 Smámynd: Kommentarinn

http://www.christian.org.uk HAHA góður Karl pottþétt marktæk heimild. En neinei þetta er svosem gott og blessað en þessar greinar koma samt ekki með nein sérstökð rök fyrir hertum viðurlögum breta og þau voru sett þvert á ráðleggingar sérfræðinga... Önnur greinin virðist meira að segja að pólítíkusinn hafi verið að afla sér vinsælda hjá einhverjum gamalmennum sem vissu lítið um málið...

Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 18:02

51 identicon

Hérna er fjallað um þetta mál í Bretlandi. Rannsóknin í Lancet sem Smith vitnaði í átti að gefa til kynna tengsl við geðsjúkdóma, en þegar betur var að gáð studdi rannsóknin sjálf ekki þær fullyrðingar. Þetta var þvæla frá upphafi til enda. Þær rannsókir sem gerðar hafa verið hafa aldrei stutt þá fullyrðingu að tengsl séu á milli neyslu og geðsjúkdóma, og það gerði ekki heldur þessi rannsókn í Lancet. Seinni rannsóknir, svo sem á tölum um neyslu fylgni geðsjúkdóma í Bretlandi eftir afglæpun, styðja svo þær rannsóknir.......

Lancet og svo frú Smith féllu bara í sömu gryfju og Þórarinn T. hér á Íslandi, ljúga til um niðurstöður til að styðja eigin pólítík. Þannig er baráttan gegn Kannabis í hnotskurn, fáfræði, fordómar og hreinar lygar.

http://www.cannabisculture.com/v2/content/study-debunks-claim-pot-smoking-causes-mental-illness

.......Even more troubling, the supposed ‘pot-and-schizophrenia’ link was one of the primary reasons cited by British PM Gordon Brown, ex-Home Secretary Jacqui Smith and others as the impetus for reclassifying cannabis

Of course, there was a fatal flaw with The Lancet’s argument — one that, oddly enough, every single MSM outlet failed to mention. Empirical data did not support the investigators’ hypothesis that smoking marijuana was associated with increased rates of schizophrenia or other mental illnesses among the general public — a fact that even the authors begrudgingly admitted when they declared, “Projected trends for schizophrenia incidence have not paralleled trends in cannabis use over time.”

Two years after The Lancet’s dire predictions, a team of researchers at the Keele University Medical School have once and for all put the ‘pot-and-mental illness’ claims to the test.

“[T]he expected rise in diagnoses of schizophrenia and psychoses did not occur over a 10 year period. This study does not therefore support the specific causal link between cannabis use and incidence of psychotic disorders. … This concurs with other reports indicating that increases in population cannabis use have not been followed by increases in psychotic incidence.”

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:39

52 identicon

Neyslan fór bara úr böndunum. Það er það sem gerist þar sem þetta er leyft.

Það er góður hópur þarna úti sem lætur þetta eiga sig í dag vegna þess að þetta er ólöglegt. Um leið og það er búið að gefa grænt á þetta þá mun ákveðinn hópur líta á þetta sem "í lagi" og prófa. Ákveðin prósenta af þeim mun svo ánetjast og leiðast út í meiri neyslu. Þetta er kallað að leika sér að eldinum. Það þarf ekki fleiri lögleg hugbreytandi efni. Ef eitthvað er ætti að fækka þeim enn frekar. Skilið?

Karl (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:24

53 Smámynd: Kommentarinn

Karl

Lastu ekkert greinina um portúgal?

http://www.time.com/time/health/article/0,8599,1893946,00.html

Í löndum með vægari löggjöf er neyslan almennt minni. Segir það þér ekkert?

Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 20:51

54 identicon

Neyslan fór ekkert úr böndunum, það er rugl. ÞAð voru engar meiriháttar breytingar á neyslumunstrinu í Bretlandi vegna afglæpunar, en það eru alltaf smá sveiflur á neyslunni allstaðar, óháð löggjöfinni.

Eins og búið er að marg benda á, þá er neyslan í Hollandi og Portúgal ekki meiri en í löndunum í kring þrátt fyrir að löggjöfin þar sé mjög "mild". Neyslan er mest, langmest í USA þar sem menn eru hvað harðastir. Neyslan hér tók stórt stökk upp á við eftir að peningum var hellt í verkefnið "fíkniefnalaust Ísland".....

Þessar fullyrðingar þínar eru úr lausu lofti teknar. Svona "allir vita" rök.

Viltu ekki skýra út fyrir okkur hvernig þú kemst að þeirii niðurrstöðu að Hollendingar séu með "allt niður um sig" í þessum málum? Enn eitt bullið.....

"Það þarf ekki fleiri lögleg hugbreytandi efni. Ef eitthvað er ætti að fækka þeim enn frekar. Skilið?"

Þú vilt sem sagt banna áfengi og tóbak líka? ÞAð skiptir engu máli hvaða "þörf" þú telur vera á efnum, neysla Kannabis er staðreynd alveg eins og neysla tóbaks og áfengis. Kannabis er mun hættuminna efni en bæði tóbak og áfengi.

Þessi hystería og fáfræði gagnvært Kannabis er bara kjánaleg.

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:06

55 identicon

Á að banna hluti því mögulegt er að misnota þá? Hægt er að misnota nánast hvað sem er - mat, áfengi, fólk, sjónvarpsefni, tölvuleiki - nefndu það bara. Þetta er ekki gild ástæða til þess að banna jurtina góðu.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:18

56 identicon

Rúnar: Kannabis er bannað vegna þess að þetta er eiturlyf. Eiturlyf eiga að vera ólögleg, punktur. Af hverju ekki að opna morfín-kaffihús? Hvers vegna ekki að leyfa morfínfíklum að sprauta sig í friði án þess að gera þá að glæpamönnum? Þeir skaða enga nema sjálfa sig með neyslunni. Eins og kannabisfíklarnir. Allt skynsamt fólk hlýtur að sjá þvílík þvæla þetta er að fara fram á lögleiðingu kannabis. Þið náið aldrei að blekkja skynsaman almenning til að fylgja ykkur að málum.

Karl (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:54

57 identicon

Karl, ertu að segja okkur að áfengi sé ekki eiturlyf og eigi því að vera bannað? Svo er reyndar ekkert slæm hugmynd að bjóða morfínfíklum upp á það að geta fengið einn skammt þegar það er í fráhvörfum svo það fremji ekki glæp, eins og að brjótast inn í hús á Barðaströnd og binda gamalt fólk til að ræna það. Heróínfíklum er t.d. boðið þetta á mörgum stöðum í Evrópu í tilraunaskini og hafa þær tilraunir gefið góða raun.

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:30

58 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Einhverjir geta notað áfengi í hófi vissulega er það rétt."

 Halló! Langflestir geta notað áfengi í hófi, held að sama myndi gilda um umtalsvert vægari og minna ávanabindandi vímugjafa en alcoholið er.

Annars er fróðlegt að kynna sér af hverju hin mikla nytjajurt Hampur, sem hafði nýst jarðarbúum afar vel í gegnum aldirnar á margan hátt, lendir í slíkum hremmingum sem raun ber vitni og varð ólögleg, koma þar miklir hagsmunir inn í málið í harðri samkeppni fyrir margt löngu....

Georg P Sveinbjörnsson, 20.8.2009 kl. 23:09

59 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Að líkja kannabis við barnavændi er vissulega kjánalegt. En að líkja kannabis við kaffi er ekki síður bjánalegt.

Páll Geir Bjarnason, 20.8.2009 kl. 23:21

60 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Georg: Við skulum nú bara halda okkur við Ísland. Eru þið ekki annars að krefjast lögleiðingar hér?"

Bannið er vandamál alls heimsins sem og alvarlegar afleiðingar þess.

Ég krefst einskis í þessum málum, ég óska þess bara að skynsemin verði fáfræðinni yfirsterkari í þessu máli sem öðrum, ef að gagnsleysi og skaðsemi núverandi stefnu æpti ekki svona á mann úr öllum áttum væri mér nokk sama, þar að auki er mér illa við tvískinnung.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.8.2009 kl. 23:59

61 identicon

Rúnar: Kannabis er bannað vegna þess að þetta er eiturlyf." Karl

Rangt. KAnnabis er ekki eiturlyf, ólíkt áfengi t.d. Kannabisvíman er ekki sökum eitrunar, það eru sérhæfðar móttökustöðvar í heilanum sem nema efnin. Það er engin Kannabiseitrun. Enginn hefur drepist vegna Kannabiseitrunar. ÞAð er hinsvegar ekki svo erfitt að drepast vegna áfengiseitrunar. Fólk hefur steindáið vegna áfengismagns í blóði í kring um 4.0...

Kannabis var ekki bannað vegna eitrunar. Bannið byrjar í USA vegna hagsmunabaráttu stórfyrirtækis í pappírsgerð, Dupont ef ég man rétt.

Það er alveg út í hött að líkja Kannabis við vímuefni sem eru ennþá hættulegri en áfengi, svo sem Morfín. ÞAð er ekki svo erfitt að drepa sig óvart með of stórum skammt af áfengi, en það er frekar auðvelt að drepa sig á Morfíni. ÞAð er ekki hægt að drepa sig með of stórum skammt af Kannabis.

Páll Geir. Hvort sem þér líkar betur eða verr, þá er flokkun fíkniefna eftir áhrifum og líkum á ávana nokkuð vel þekkt mál. Áfengi tóbak og Kannabis eru á þessum listun....og einnig Kaffi.

Þessir listar eru búnir til af læknum og sérfræðingum, og viti menn þá er Kannabis sett í flokk með Koffíni.....mjög neðarlega á áhættu og ávanalistanum. Áfengi og tóbak eru miklu hættulegri efni. Ég leyfi þér að googla þessu ef þú hefur áhuga, nenni ekki að leita að góðum heimildum fyrir þig því ég veit að líkurnar á því að þú lesir þær eru litlar....

En svo veit ég að rannsóknir og óháðar nefndir lækna eru mjög viðkvæm mál hjá þér og hetjunni þinni honum Þórarni T....Þú getur kannski spurt hann ráða hvernig þú getir lesið bara það sem þú vilt úr öllum heimildum! Spurðu hann í leiðinni út í góð vinnubrögð, og hvernig best sé að gera sig opinberlega að fífli í starfi sínu.

magus (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 02:13

62 identicon

Það eru greinilega of margir aðdáendur kannabis hér til að þetta geti orðið vitræn umræða.

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 07:29

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

www.leap.cc lokaði á bloggið mitt þar vegna þess að mér varð það á að segja að ég vildi ekki sjá heróín og hass í hillunum í Nóatúni. Þetta eru allt "reynsluboltar"!

Endilega kíkjið á þessa löggusíðu því það er bæði vit og vitleysa þar. Góð blanda. Ég er algjörlega á móti lögleiðingu á hassi....af því að ég hef prófað það sjálfur. 

Óskar Arnórsson, 21.8.2009 kl. 08:35

64 identicon

Persónuleg reynsla hefur ekkert að segja Óskar... við verðum að styðjast við gögn.
Kannabis er um allar götur.. það er ekki hægt að vinna þetta stríð með banni... það geta allir verið sammála um sem hafa eitthvað í hausnum.
Kannski verður ísland síðasta land í heimi til að leyfa þetta... við erum jú þroskaheftir hér á klakanum... eins og með bjórinn sem örfáir örvitar hömluðu aðgengi að hér á landi.
Að segja: ÉG VIL EKKi SVONA HÉR Á LANDI <---- Þetta eru ekki rök, bara vitleysa

Top 20 most dangerous drugs
http://video.google.com/videoplay?docid=2415304425055281170

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 08:48

65 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég veit vel að hinir og þessir listar setja alla vega ávanaefni á hina og þessa samanburðarlista. Spurningin er hversu fagleg vinnubrögð það eru. Vissulega er ávanafaktor í öllum andskotanum. Hitt og þetta skapar fíkn og ekki alltaf er um það að ræða að setja utanaðkomandi efnasambönd í líkamann. Sjáið bara fjárhættuspilafíkn og kynlífsfík. Þetta er viðurkennd fíkni- og ávanahegðun ánþess að nokkur utanaðkomandi efni séu sett í blóð- eða taugakerfi

Út frá þessu er hægt að velta fyrir sér orða- og hugtakanotkun á Íslandi. Ávana- og fíkniefni er eitt, vímuefni er annað og eiturlyf er það þriðja. Ekki er skynsamlegt að rugla þessum skilgreiningum mikið saman og of oft slík er orðanotkun hér á landiafskaplega ófagleg.

Ég efast ekkert að kannabis sé líkamlega hættuminna efni en áfengi eða tóbak. Það þýðir samt ekki að málið sé svo einfalt. Staðreyndin er nefninlega sú að ofneysla sykurs, kaffis og meira að segja tóbaks hefur ekki í för með sér þann félagslega vanda fyrir neytendan sem ofneysla kannabis hefur. Sykur-, tóbaks- og kaffineytendur eru ekkert sérstaklega félagslega einangraðir og ofneysla þeirra truflar ekkert sérstaklega þeirra daglega líf fyrr en þeir fá neyslutengda sjúkdóma síðar á æfinni. Allt eru þetta fíkniefni en vímufaktor sykurs, tóbaks og kaffis er svo hverfandi að ekki er hægt að tala um þau sem vímuefni.

Þess vegna er kjánalegt að bera saman kaffi annars vegar og kannabis hins vegar. Áhrif fíkniefna eru fjölþætt og ekki hægt að einblína á það eitt hver líkamlegur skaði efnanna er.

Páll Geir Bjarnason, 21.8.2009 kl. 08:53

66 identicon

Við verðum að átta okkur á því að það yrði verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir neytendur þessara efna ef þetta yrði lögleyft. Má þá ekki segja að stuðningsmenn kannabis séu sjálfkrafa búnir að stimpla sig út úr hlutlausri umræðu? Ég sé að hér eru margir á borð við magus sem veður út um allt bloggið og sakar aðila um hagsmunagæslu. Í þessu máli er hann greinilega að gæta eigin hagsmuna. 

Ef kannabis yrði lögleitt fengi ríkið ekkert í sin hlut eins og margir halda fram. Fólk færi að rækta þetta sjálft heima og skatttekjur yrðu engar. Þetta yrði augljóslega mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir þá sem eiga í ástarsambandi við efnin. 

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 09:19

67 identicon

Ég mæli ekki með neinni neyslu... EN bann á kannabis er hlægileg... hvernig sem á það er horft, engin rök halda fyrir því banni.
Einnig ætti að skaffa fólki efni sem hefur farið út í sterkari efni, bara sú staðreynd að fólk fær tíma til að HUGSA ef það þarf ekki að vera að eltast við efnin er næg ástæða til að gera það.
Svo ég tali ekki um hrein efni... + að fólk fer ekki út í glæpi til að fjármagna sína neyslu...
Þetta kippir líka grundvelli glæpahópa undan þeim...

Eiturlyfjastríðið er heimskasta stríð síðari tíma... þeir sem eru hvað aðgangsharðastir í þessu stríði, USA. eru í verstu málunum.
Vakna krakkar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 09:27

68 identicon

ég sé að það er heilmikill vakning og þroski sem er að færast yfir íslendinga, en það er samt enn til afturhaldsseggir sem sjá djöfsa í hverju horni hehe :) það er árið 2009 og kominn tími til að fólk fái  að ákveða sjálft hvað það vill gera í sínum frístundum hvort sem það er að drekka gott rauðvín eða reykja góða jónu :) ég veit að það er meiri þynnka af rauðvíni heldur en jónu smoke.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:07

69 identicon

Notkun jurtarinnar stríðir gegn lögum. Þeir sem nota hana brjóta lög vísvitandi sem þýðir að þeir bera ekki fulla virðingu fyrir ríkinu. Ríkinu sem heimilar slátrun á dýrum, ríkinu sem fer í ólögleg innrásarstríð, ríkinu sem hlekkjaði Íslendinga í þrældóm næstu áratugina og þetta er hið íslenska ríki. Ef þið viljið skoða erlend ríki, þá eru til ríki sem heimila framleiðslu skotfæra en ekki kannabisjurta. Hvað er að því standa ekki og sitja eftir duttlungum ríkisins?

Rúnar (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:53

70 identicon

Áhugavert að sjá hvað lögleyðingasinnar færa miklu betri rök fyrir sinni skoðun heldur en lang flestir þeir sem eru á móti lögleiðingu. Mér finnst eiginlega Páll Geir vera eini þeirra sem heldur uppi málefnalegum umræðum (í þessum þræði).

Siggi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:17

71 identicon

Ef kannabis yrði lögleitt fengi ríkið ekkert í sin hlut eins og margir halda fram. Fólk færi að rækta þetta sjálft heima og skatttekjur yrðu engar. Þetta yrði augljóslega mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir þá sem eiga í ástarsambandi við efnin.

Ertu ekki að lýsa núverandi ástandi hérna Karl?  Heimabrugg og landasala minnkaði við lögleiðingu áfengis. Á hverju byggir þú spá þína um að hið gagnstæða gerist við lögleiðingu kannabis?  Og af hverju að spá, við höfum Kaliforníu, Portúgal, Holland, Bretland og fleiri lönd sem hafa slakað á löggjöf eða lögleitt kannabis.  Hver er þeirra reynsla hvað þetta varðar?

Einar Þór (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:19

72 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ef kannabis yrði lögleitt fengi ríkið ekkert í sin hlut eins og margir halda fram. Fólk færi að rækta þetta sjálft heima og skatttekjur yrðu engar"

Einmitt! Þessvegna eru engar blómabúðir á íslandi, af því að allir eru svo svakalega færir garðyrkjumenn. Síðan fær ríkið engar tekjur af sölu léttvíns, vegna þess að Íslendingar skreppa bara í Ámuna og búa til sitt eigið!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 13:20

73 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég er persónulega opinn fyrir því að kanabisneysla sé ekki refsiver, hinsvegar er
 Þetta er dæmigerður frjálsyggju-málflutningur, beint uppúr bókinni og án allarar ígrundunnar. Gömlu frasarnir endurprentaðir engum til gagns án þess að ræða um afleiðingarnar á rökrétttan og rökstuddan hátt. til dæmis þetta.
Mikil opinber útgjöld myndu sparast ef sala og framleiðsla þessara efna yrði leyfð.
Er færsluritari búinn að taka saman tölur um þjóðhagslegar afleiðingar þess að leyfa framleyðslu og sölu Kannabis? Ég spyr hvort eitthvað hafi verið hugað að því hvort neysla myndi aukast og frjálshygjumenn telji það til bóta

Sævar Finnbogason, 21.8.2009 kl. 13:21

74 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Sævari að gera ekki glæpamenn úr kannabisneytendum. Enn það sem hann bendir á DoktorE! er að það kostar meira enn það smakkar. 

Það er ekkert til bóta að leyfa hass eins og Hollendingar. Enda eru heilsuvandamál þar sem eru ekki til á Íslandi nema hjá einstaka fólki.

Annars gætum við alveg eins spurt oppur hvort fólk yfir 100 kg á þyngd ætti að fá afgreiðslu á mat. Matarfíklar eru búnir að slá út heilsufarsvandamál í USA í stærri mæli enn allt brennivín og dóp samanlagt. Svo segja þeir sjálfir alla vega og ég trúi þeim... 

Óskar Arnórsson, 21.8.2009 kl. 13:37

75 identicon

en bannið virkar ekki krakkar... ég er með það á tæru að kannabis efni verða leyfð á flestum stöðum heimsins innan 20 ára...

Ef vínið kæmi inn á borð núna í dag ... það yrði aldrei leyft, því yrði hent út af borðinu um leið
Það eru fá eiturlyf(Vín er eiturlyf) sem valda jafn miklu tjóni og vínið...

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:54

76 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Áfengið er eitt versta böl mannkyns í þessum efnum, en ég tel það fráleitt að banna það, einfaldelga af því að sagan kennir okkur skýrt að bann er verra en gagnslaust, almennt er ég á móti allri forræðishyggju.

Væri fróðlegt að bera saman tölur um það hversu margir láta lífið vegna of mikillar kannabisneyslu og tölur um það hversu margir láta lífið í aðgerðum gegn efninu, bæði löggæslumenn og neytendur/seljendur árlega, hvað þurfa margir að láta lífið í þessu heimskulega og gríðarlega kostnaðarsama stríði? Hvað er réttlætanlegt að færa miklar mannfórnir vegna plöntu sem engan hefur drepið.

Það er fullt af fólki sem ætti aldrei að snerta áfengi, það er líka fullt af fólki sem ætti aldrei að reykja kannabis, flestir ættu auðvitað að sleppa notkun á nokkrum vímugjafa þó að flestir geti notað þá án þess að verða helsjúkir fíklar nema kannski sterkust efnin.

Svolítið fyndið að sjá marga falla í þá gryfju að halda að ef einhverjir sjái enga glóru, aðeins skaðsemi í banninu hljóti þeir að vera reykingamenn sjálfir eða ætli sér að verða það verði lögunum breytt, því fer víðsfjarri.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.8.2009 kl. 14:20

77 identicon

"Það er ekkert til bóta að leyfa hass eins og Hollendingar. Enda eru heilsuvandamál þar sem eru ekki til á Íslandi nema hjá einstaka fólki."

Er eitthvað sem bendir til þess að heilsufarsvandamál þau sem þú talar um tengist kannabisneyslu?

"Matarfíklar eru búnir að slá út heilsufarsvandamál í USA í stærri mæli enn allt brennivín og dóp samanlagt."

Það er gott að þú skulir koma inná hina svokölluðu matarfíkla. Því þeir telja þá tilfinningu sem fylgir áti ávanabindandi. Þeir misnota mat líkt og sumir misnota Kannabis. En ekki viljum við gera bragðgóðan mat ólöglegan?

Ég læt fylgja heimildamynd um átfíkla sem mér þykir umhugsunarverð.

http://www.sprword.com/videos/halftonman/

Rúnar (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:39

78 identicon

Ég sé að hér eru margir á borð við magus sem veður út um allt bloggið og sakar aðila um hagsmunagæslu. Í þessu máli er hann greinilega að gæta eigin hagsmuna. " Karl

Viltu ekki benda mér á ég hef verið að saka menn um hagsmunagæslu hér Karl?

Hvað vilt þú Karl, eigum við að banna frá umræðunni hér alla þá sem neyta eða hafa neytt efnisins vegna hugsanlegrar hagsmunagæslu? Eigum við þá ekki að banna líka menn eins og Pál Geir sem vinuur hjá SÁÁ vegna hagsmunagæslu? Ekki ertu dópaður er það Karl? Hvaða afsökun hefur þú fyrir ruglinu í þér?

Og Karl, talandi um menn sem "vaða um allt bloggið", þá hef ég tekið eftir einum slíkum hér sem veður um og RUGLAR! þú ert búinn að segja að hér að ekki sé hægt að halda uppi vitrænni umræðu því hér séu of margir aðdáendur efnisins, og svo ásakað mig um hagsmunagæslu!

Horfðu í eiginn barm! Allt sem þú heldur að þú vitir um Kannabis er rugl. Þú ert búinn að rugla hér um Bretland og svo holland.

KARL, ÞÚ ERT EKKI ENNÞÁ BÚINN AÐ ÚTSKÝRA FYRIR OKKUR HVERNIG ÞÚ KOMST AÐ ÞEIRRI NIÐURSTÖÐU AÐ HOLLENDINGAR SÉU "MEÐ ALLT NIÐUR UM SIG" Í ÞESSUM MÁLUM! Ertu ekki til íu að drífa í því, þú áhugamaðurinn um vitræna umræðu? Eða ertu algjör vitleysingur?

magus (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:01

79 identicon

Páll Geir. Ætlar þú SÁÁ maðurinn sjálfur að fara með fyrirlestur hér um vönduð vinnubrögð? Viltu ekki bara slaka aðeins á í þeim efnum?

Kaffi er flokkað með Kannabis hvað varðar hættuna á heilsutjóni og svo hættunni á fíkn.

Þú kannski áttar þig ekki á því að Kaffineysla getur valdið bæði líkamlegum og andlegum veikindum. Ofneysla kaffi getur valdið geðrofseinkennum. Ofneysla kaffi getur valdið dauða. ÞAð er ekki líklegt með venjulegu kaffi, en það er hægt með ofneyslu á mjög sterkum koffín-drykkjum. Það eru samt koffín-pillur sem eru hættulegastar, það er hægt að drepa sig á þeim án mikilla vandræða.....Það væri því alveg hægt að halda uppi kaffi-hysteríu ef áhugi væri á því.

Að þessu leiti þá er koffín hættulegra en Kannabis, því það er ekki hægt að drepa sig af of stórum skammti af Kannabis.

Hvaða félagslegu vandamál ertu að tala um? ERtu að vísa í bábyljur um einangraða hasshausa?

Langflestir neytendur Kannabis eru ósköp virkir og "eðlilegir" þótt það sé hægt að finna dæmi um fíkla sem hafa einangrast vegna ofneyslu. Það sama má segja um áfengi.

Eina almenna einangrunin vegna Kannabis er vegna hysteríunnar og bannsins. Eins og ástandið er núna þá er lögð meiri áhersla á Kannabis af löggæslunni en hörðu efnin, svo sem kókaín.

Áfengisbann á sínum tíma skapaði rosaleg félagsleg vandamál, meiri vandamál en efnið sjálf.

Ertu tóbaksfíkill Páll? Heldur þú að neysla tóbaks mundi ekki valda félagslegum vandamálum ef tóbak hefði sömu stöðu og Kannabis? Tóbaksfíknin er með þeim sterkustu, sett í flokk með Heróíni í þeim efnum. Tóbak er auk þess miklu hættulegra en Kannabis að öllu leiti......

Kannabis-hysterían er kjánaleg. Bæði áfengi og tóbak eru mun hættulegri efni, bæði hvað varðar skaðsemi og svo fíkn. EF við ættum að halda okkur við hrein vísindaleg rök um skaðsemi og áhæ´ttu á fíkn, þá væri Kannabis leyft en bæði áfengi og tóbak bönnuð efni.

Stríðið gegn fíkniefnum er kjánalegt. Vitlaus aðferð....forvarnir og fræðsla og svo bættar félagslegar aðstæður er það sem þarf til að lágmarka ofneyslu, ekki stríð.

Enn og aftur, fíkniefnaneyslan er mest í USA þar sem stríðið er hve mest, og minnst í löndum eins og Hollandi og Portúgal þar sem stríðið er minnst og önnur sjónarmið ráða.

magus (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:35

80 identicon

Er færsluritari búinn að taka saman tölur um þjóðhagslegar afleiðingar þess að leyfa framleyðslu og sölu Kannabis? Ég spyr hvort eitthvað hafi verið hugað að því hvort neysla myndi aukast og frjálshygjumenn telji það til bóta" Sævar F

Held að hugsanlegar tekjur hafi verið teknar saman af Kannabis.net hópnum. En miklu víðtækari útreikningar hafa verið gerðir í USA, þar sem nokkur ríki hugleiða afglæpun og jafnvel lögleiðingu. Lögleiðing er rædd í fullri alvöru núna í Kaliforníu.

Það er ekkert sem bendir til þess að afglæpun á Kannabis hafi langtíma áhrif á neyslu. Skoðaðu neylsutölur frá USA, Hollandi og Portúgal.

Bannið á Kannabis hefur lítil eða engin áhrif á neyslu. Neyslan er mest í USA þar sem menn eru harðastir í löggjöfinni og löggæslunni. Minnir að Kannabisneysla í USA sé tvöföld á við neysluna í Hollandi! Og kókainneyslan í USA er margföld á við Holland, 8 eða 9 föld ef ég man rétt. Fíkniefnaneysla í Hollandi er bara í meðallagi eða fyrir neðan það í Evrópu.....Í Portugal þar sem löggjöfin er mildust þar er neyslan nálægt því að vera sú minnsta í Evrópu, ef ekki sú minnsta.....

Hvers vegna Sævar, er neyslan í Hollandi og Portúgal svona lítil?

Þú getur líka skoðað ísland og verkefnið "fíkniefnalaust Ísland".....eftir því sem meiri tíma og peningum var eytt í löggæslu, því meira jókst neyslan!

ÞEtta stríðshugarfar virkar ekki, gerir bara illt verra.

magus (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:55

81 identicon

Amsterdam ku vera helvíti á jörð: http://www.youtube.com/watch?v=sTPsFIsxM3w

Holland með all niðrum sig (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:52

82 identicon

Læt fylgja tengil á grein um reynslu Portúgala á "afglæpavæðingunni". Hún virðist vera mjög góð miðað við þessa grein. Þeir sem halda því fram að fólk sem er fylgjandi "afglæpavæingu" hafi engin góð rök, eru bara með prump í höfðinu.

http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=portugal-drug-decriminalization

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:53

83 identicon

Hahahahahah, Holland með allt niðurm sig, það er ekkert mark takandi á neinu sem kemur fram hjá Bill O&#39;Reilly eða á FOX sjónvarpsstöðinni. Bill er heimsfrægur bullari !!

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:55

84 identicon

Ó, takk fyrir að benda mér á það. Því það kemur ekki fram í myndbandinu, sem er ekki andsvar við ruglæinu í O&#39;Reilly og engin kaldhæðni kom fyrir í fyrri athugasemd minni. Eins gott að þú lést vita!

Holland með all niðrum sig (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:06

85 identicon

Audvitad a ad haetta ad banna folki ad vima sig eins og thad vill, einungis moralistar eins og ther sem stodu ad baki afengisbanni eru osammala. Moralistar eru akvedin gerd af folki sem er gersneitt umburdarlyndi og vill ad theirra vidmid nai yfir alla og ad adrir lifi lifi sinu eins og theim (moralistarnir) liki, moralistar eru lika thekktir sem Talibanar.

Hvad vardar born og hassbullu a horninu, ertu ad senda bornum thinum skilabod um ad drekka ef thu byrd nalaegt kra? Ad verda offeit ef sjoppa?

Tóti (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:11

86 identicon

ÞAð er svo auðvelt og gaman að hlægja að vitleysingunum í USA með sitt Fox-News og menn eins og Bill O´Reilly. Já fávitarnir í USA ha ha aha......

En verum ekki of fljót á okkur að hlægja að þessum greyjum, því við höfum ekkert efni á því. Þó freistandi sé að halda að það sé bara eitthvað pakk í USA sem tekur menn eins og Bill alvarlega, þá er það bara sorgleg staðreynd að svo er ekki.....

Hér á Íslandi er fullt af fólki sem er ekkert betra. Bill karlinn hefur skoðanabræður hér sem er augljóst á t.d. Kannabisumræðum þeim sem hafa sést á blogginu.

Það eru ennþá margir sem fatta ekki að rugl-áróðurinn um Kannabis kemur einmitt að miklu leiti frá Bill og félugum í USA. Bill, eins og Karl sem hér bloggaði, telur sig vita allt um Kannabis og "ástandið" í Hollandi......

En það er bara prump og þvæla, eins og augljóst er þeim sem eitthvað hafa athugað málið sjálfir.

En því miður er umræðan hér oft á sama plani og Bill, svo sem "fréttaflutningu" Moggans og svo bloggarar með tal um Kannabis sem barnaníð....

Fáfræði á svona háu stigi, í anda Bill og félaga, er ógeðsleg.

magus (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:13

87 identicon

For til Amsterdam i sumar, hassbullurnar eru bara mjog hugguleg litil kaffihus, enda er afengi bannad a theim. Flestir yngri dilerar herna a Islandi virdast vera ad fjarmagna neyslu a sterkari efnum. Fyrir utan moralskt sjokk til handa Krossinum og alika er engu ad tapa med thvi ad opna coffee shop i midbaenum, adgangur ad hassi yrdi jafn audveldur, en i stadin fyrir ad hluti grodans hja soluadila faeri i innkaup a kokaini faeri hann til t.d. heimili fyrir langveik born ef skattlagt. En nei verum heimsk adeins lengur.

Tóti (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:28

88 identicon

Ég held að Magus sé hér undir mörgum dulnefnum að tala við sjálfan sig. Það geta ekki verið svona mörg skemmd eintök á sama blettinum.

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:08

89 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Karl: ef það eina sem þú átt eftir eru uppnefni held ég að þér væri hollast að hætta að röfla og fara í staðinn að gera eitthvað uppbyggilegt. Prófaðu að lesa þér til um málið, t.d. á Leap síðunni sem vísað var til hér að ofan, áður en þú tjáir þig um eitthvað sem þú greinilega hefur ekki kynnt þér að neinu ráði.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 22:15

90 identicon

Karl, hvað er að þér eiginlega? tekur þú ekki mark á málefnalegum rökum?

Heldur þú að það komi þér við hvað aðrir setji í sinn líkama?

það er gjörsamlega búið að skjóta þig í kaf samt heldur þú áfram að bulla.

Færðu borgað fyrir að bulla svona? manni dettur það helst í hug því fáir halda áfram að bulla svona útí eitt.

Með því að rugla svona hérna heldur þú umræðunni á lágu plani, kannski er það ætlunin hjá þér.

Pétur Ben (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:50

91 identicon

Tinna: Ekki efast um að ég hafi kynnt mér málið. Að sjálfsögðu vilja neytendur efnanna lögleiða þetta. Það er hægt að finna rök með öllu. En svo er spurning hvort rökin halda.

Barnaníðingar hafa td. myndað samtök í sumum löndum þar sem þeir berjast fyrir því að mega "njóta ásta" með börnum. Jafnvel þeir reyna að sannfæra almenning um skaðleysi "ástarsambanda" fullorðinna og barna.

Hasshausarnir eru ekkert skárri. Þeir eru duglegir að vitna í þvætting á þvætting ofan. Að mínu mati ætti umræðan frekar að snúast um að fækka löglegu hugbreytanlegu efnunum frekar en að fjölga þeim. Þau rök að hér eigi að leyfa neyslu á kannabisi vegna þess að margt hættulegra er leyft eru heimskuleg, vægast sagt.

Og mikið er nú samanburðurinn á USA og restinni af evrópu orðinn þreyttur. Af hverju bera menn ekki saman Singapore og Holland? Stríðið gegn fíkniefnum er ekkert minna í Singapore en í USA. Singapore er með öruggari stöðum í heiminum.

https://www.osac.gov/Reports/report.cfm?contentID=63288 

Stuðningsfólk fíkniefna telur USA vera sönnun þess að barátta gegn fíkniefnum sé vonlaus. Hvernig skýra þessir sömu aðilar þá gott gengi gegn fíkniefnum í Singapore? Lítil neysla fíkniefna skilar sér svo í færri glæpum almennt.

Áróðurpésarnir geta svo ekki þrætt fyrir að notendum myndi fjölga gríðarlega ef þetta yrði lögleitt hér. Fyrir utan allan sorann sem kæmi erlendis frá til að dópa. 

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:56

92 identicon

karl ertu dópsali? viltu ekki missa vinnuna?

unnur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:58

93 identicon

Pétur Ben: Það hefur enginn skotið mig í kaf. Ég hef bara ekki séð ennþá rök sem halda vatni. Og ekki hjálpar þú til við að halda umræðunni á vitrænum nótum.

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 23:01

94 identicon

Unnur: Er það það nýjasta hjá hassbullunum að þeir sem eru á móti fíkniefnum séu að selja þau? Þú náðir að draga umræðuna en lengra niður. 

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 23:05

95 identicon

Karl ertu að kalla mig hassbullu? er það eina sem þér dettur í hug.  

Hefur verið einhver jákvæð þróun í fíkniefnamálum undir núverandi lögum?

Fíkniefnasalar vilja auðvitað ekki lögleiðingu því þá verða þeir atvinnulausir, því dettur manni helst í hug að þú seljir fíkniefni, eða hafir einhver hagsmunatengsl.

Hvað annað er hægt að halda þegar ekkert málefnalegt kemur frá þér.

unnur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 23:47

96 identicon

Unnur: Ertu sár yfir að vera kölluð hassbulla? Varst þú ekki að kalla mig fíkniefnasala? Þerraðu nú tárin.

Málefnalegt eða ekki, það fer sennilega eftir því hvoru megin þú stendur. Þetta verður ekki útkljáð hér frekar en annarsstaðar. Þetta áróðursstríð er tapað hjá ykkur. Kannabis verður aldrei leyft hér. Þið megið rembast eins og þið viljið. Það verður aldrei, sama hvað þið bloggið mikið um þetta.

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:21

97 identicon

Karl, þú ert eitt það lélegasta tröll sem ég hef komist í tæri við.

Hlægilega lélegur.

Þú veist hvað ég á við.

unnur (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:33

98 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fornaldarhugsun aula eins og Páls er hættuleg, skapar óraunhæfa umræðu, og veldur því að börn og unglingar fá ekki þá fræðslu sem þau þurfa að fá, þau eru mötuð á lygum og röngum upplýsingum. Meira að segja landlæknir fordæmir vinnubrögð ykkar SÁÁ mann, og er nýlega búinn að slá á puttana á æðsta-prestinum ykkar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum hefur einnig bent á það nýverið, að bannið skapar fleiri vandamál en það leysir.

Grátkór þurrkaðra alka og fíkla er algjörlega ómarktækur, þó ekki nema væri á þeim forsendum sem þeir gefa sér; sé þetta svona slæmt, þá eru þeir auðvitað alveg steiktir og skemmdir rugludallar...ekki satt?

Karl og Páll, afstaða ykkar er ekki gagnleg í því samhengi að fá þessa umræðu uppúr pytti fordóma og fávísi, það sem fer verst með fólk í neyslu, ekki síst þá yngstu, er FÁFRÆÐI! 

FÁFRÆÐI DREPUR!

Haraldur Davíðsson, 22.8.2009 kl. 00:36

99 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

magus.
Ég er alveg slakur og ef þú þurrkar froðuna úr munnvikunum og lest yfir færsluna mína aftur áttarðu þig vonandi á að þar er lítið um hysteríu :) Mest megnis eru þetta vangaveltur um orða- og hugtakanotkun. Meira segja tek ég fram að ég efist ekkert um að líkamlega sé kannabis hættuminna en tóbak og áfengi. Eins tek ég ávallt fram að ég er að tala um ofneyslu efnanna. Ég er s.s. ekki að tala um einhverja tómstundaneytendur, hvorki á kaffi og tóbak eða kannabis. Eins tala ég ekkert um"einangraða hasshausa" heldur félagslega óvirkni kannabisfíkla sem er langt því frá að vera bábylja. Þú getur sent fyrirspurn á hverja einustu meðferðarstofnun í heiminum og fengið hana staðfesta. Ég hef kynnst í gegnum tíðina og þekki vel fleiri tugi kannabisneytenda og get sagt þér nákvæmlega hversu margir þeirra nota sér enn að skaðlausu. Hvorki meira né minna en þrjú stykki af öllum þessum herskara manna nota enn kannabis á þann hátt að ekki gætir þeirra áhrifa sem ég síðar kem inn á í einhverjum mæli.

Hvað varðar spurningu þína um mína tóbaksnotkun og hvort tóbak myndi ekki valda félagslegum vandamálum ef hún hefði sömu stöðu og kannabis skal ég svara og reyna að varpa ljósi á muninn. Í fyrsta lagi skal hafa í huga að kannabis er slævandi vímuefni en tóbak eða kaffi ekki. Reyndar er euphoria af kaffi- og tóbaksneyslu svo lítil að ekki er hægt að kalla kaffi og tóbak vímuefni þó vissulega séu þau fíkniefni.
Ég er mjög virkur kaffifíkill og drekk líklega um lítra á dag. Það hefur vissulega áhrif en fráleitt að það skerði úrlausnarhæfni eða félagslega virkni mína að nokkru leyti. Það breytir ekki hugsun minni og skynjun á umhverfinu. Hefur engin áhrif á samskipti mín við annað fólk eða dregur úr þrótti mínum til framkvæmda. Það truflar ekki heldur hæfni mína til að aka vélknúnum ökutækjum.
Sama má segja um tóbak. í 16 ár reykti ég 10-12 pakka á viku og það hafði hverfandi skynbreytandi áhrif skerti ekki vitsmunalega úrvinnslu mína á nokkurn hátt. Breytti í engu hæfni minni og hraða í að lesa texta eða vinna að nokkru verkefni, andlegu eða líkamlegu. Ekki skertu sígaretturnar aksturshæfnina heldur. Eftir að ég hætti fyrir 5 árum hef ég reyndar meiri tíma aflögu til að sinna öðrum hlutum en eins og þú veist er bannað að reykja á flestum stöðum. Það er vissulega félagslegur vandi sem má að sumu leyti líkja við kannabis. Menn þurfa að fara afsíðis til að fá sér. Það er hins vegar rétt hjá þér að ef tóbak hefði stöðu kannabis væru viðhorf önnur og félagsleg áhrif tóbaksneyslunnar af öðrum og flóknari toga.
Ég var líka kannabisfíkill til 6 ára og þekki því muninn afar vel. Kannabisneyslan skerti getu mína félagslega til muna. Öll verkefni urðu hægari og erfiðari í framkvæmd. Allur metnaður til náms og starfs þvarr. Framkvæmdasemin breyttist í framkvæmdaleysi.  Tilfinningalíf breyttist í flatneskju og það sem verst var, vitsmunaleg úrvinnsla varð áberandi lélegri og minnistruflanir tíðar. Ekkert af þessu hef ég upplifað í tengslum við kaffi og tóbak. Þvert á móti gekk lífið með ágætum þegar einungis kaffi og tóbak var notað daglega í talsverðum mæli. 

Ef hugmynd þín um ríkissölu á kannabis verður að veruleika og skatttekjurnar svona miklar myndi það þýða meira fjármagn sem hægt væri að eyrnamerkja meðferðarúrræðum. Það myndi væntanlega þýða aukið svigrúm fyrir meira fjármagn á fjárlög fyrir stofnun eins og minn vinnustað. Þar af leiðandi ætti ég og mínir vinnuveitendur að vera allra hörðustu fylgismenn slíkra aðgerða ef hagsmunagæsla væri drifkraftur starfseminnar. Athugaðu að meirihluti sjúklinganna notar löglega vímuefnið áfengi. Það breytir því í engu fyrir þá starfsemi hvort efnið er löglegt eða ekki. Þörf á meðferðarúrræðum er alltaf til staðar.

Það sem mér leiðist þó við þessa umræðu eru þessi í-ökkla-eða-eyra-viðhorf. Þ.e. "stríð gegn fíkniefnum" annars vegar og "leyfa kannabis" hins vegar. Ég er alveg sammála að hörð viðurlög við kannabisneyslu, neysluskömmtum og smáræktun til eigin nota er ekki rettlætanleg. Það þýðir samt ekki að opna þurfi allar flóðgáttir. Allur samanburður við USA er ómarktækur því viðurlög hér á landi eru miklum mun vægari en vestanhafs. Hér á landi fara menn ekki í fangelsi fyrir að vera kannabisneytendur. Það er smásekt að hafa undir höndum kannabis til eigin nota, miklu lægri sekt en fyrir ölvunarakstur. Jafnvel þegar óprúttnir aðilar sem starfrækja stórfellda ræktun á fleiri hundruð plöntum í hagnaðarskyni eru teknir fá þeir yfirleitt skilorðsbundinn dóm. Allir hljóta að samþykkja að slíkir menn eru að fremja sín afbrot í hagnaðarskyni og eru ekkert að hrinda í framkvæmd einhverri kannabishugsjón. Slíka menn á auðvitað að dæma. Þess konar menn hætta ekkert að framleiða og selja ólöglegt kannabis þó gras verði selt í Ríkinu. Markhópurinn er ungt fólk og hlutfall þeirra sem reykja kannabis og eru undir 20 ára aldri er miklu meira en hlutfall áfengisneytenda sem eru undir 20 ára aldri. Þetta fólk þarf væntanlega ennþá að kaupa kannabis á ólöglegum markaði og ekki verra að fá vöruna upp að dyrum. Staðreyndin er nefninlega að eftir því sem þú ferð ofar í aldurstigann finnurðu færri og færri kannabisneytendur. Þess vegna finnst mér frjáls kannabismarkaður tilgangslaus. Af hverju að leyfa unglingavímuefni, opna sölu á því og setja aldurstakmark? Hvernig er það þjóðhagsleg aðgerð?

Hvernig hefurðu annars hugsað þér að útfæra þessa aðgerð magus? Það er eitt að hrópa "lögleiðum kannabis" en hvert er innihald slíkra slagorða. Það er engin merking í slíku slagorði, engin útfærsla og engin raunhæf aðgerðaráætlun.

Að lokum, ég frábið mér einhvern ofstopa- og öfgastimpil. Ég hef ekkert á móti kannabisneytendum, hef þvert á móti gaman af að tala við þá. Eins tel ég offors löggjafans gegn vímuefnavanda ekki rétta leiðin. Finnst samt algjör óþarfi að bæta kannabis eða öðrum efnum við löglegu vímuefnaflóruna.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 00:39

100 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þakka hlý orð í minn garð Haraldur. Vona sömuleiðis að þú þurrkir froðuna úr munnvikunum og lesir færslur mínar rólega yfir:) Það skín í gegn að fordæming mín á kannabis er engin. Vona því og vænti leiðréttingar frá þér á orðanotkun eins og "auli" og "fornaldarhugsun" í minn garð. Þér er fyrirfram fyrirgefið. Annars hef ég lesið bréf Landlæknis og "fordæming vinnubragða" er merkileg og fádæma öfgafull túlkun á innihaldi þess.

Annars er sama hversu málefnalegur maður er í þessari umræðu. Ef maður gagnrýnir"lögleiðingu kannabis" koma komment eins og "fáfræði", "fornaldarhugsun", "þurrkaðir alkar" "lygar", "áróður", "samsæri", "hættulaust", "ekki ávanabindandi", "hálfviti", "fordómar"og fleiri í þeim dúr frá 90% fylgismanna. Ég hef meira gagn og gaman af þessum 10% sem sleppa hysteríunni og fúkyrðaflauminum.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 00:58

101 identicon

Mér finnst þú svara ágætlega og ert málefnalegur. Hinsvegar eru aðrir, eins og þessi Karl, svolítið úti á þekju. Því þeir halda áfram að líkja kannabis við barnaníð, það þykir mér afar leiðinlegt að lesa.

Rúnar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:11

102 identicon

Karl, hvað ertu að þvæla?

Við berum okkur saman við önnur Vesturlönd vegna þess á við erum í þeim hópi. Við berum saman USA við Evrópulöndin vegna þess að við erum að vera saman tvær mismunandi aðferðir við löggæslu fíkiefna. Harða stefna gegn Kannabis og áróðurinn er aðferð USA, en afglæpunarstefnan hefur hingað til verið Evrópuviðhorf, og eru Portúgal og Holland þar í fararbroddi.

ÞAð varst þú sjálfur sem varst að þvæla um Holland og fullyrtir að þar séu menn með allt niður um sig. Ef þú vilt ekki heyra talað um aðstæurnar í Hollandi, slepptu vþí þá að vera að þvæla um landið.

Í STAÐ ÞESS AÐ SAKA AÐRA UM ANNARLEGAR ÁSTÆÐUR FYRIR UMRÆÐUNNI HÉR ÞÁ GÆTIR ÞÚ ÚTSKÝRT FYRIR OKKUR HVERNIG ÞÚ KOMST AÐ ÞINNI NIÐURSTÖÐU UM HOLLAND....OG Í LJÓSI ÞESS HVERSU ÞVERÖFUG ÞÍN NIÐUSTAÐA ER VIÐ RAUNVERULEIKANN ÞÁ MÆTTIRÐU ÚTSKÝRA LÍKA FYRIR OKKUR HVERS VEGNA NOKKUR ÆTTI AÐ TAKA MARK Á ÞÉR.

Hér benda menn á reynsluna á afglæpun í Hollandi og Portúgal því það hefur virkað svo vel þar. Benfum svo á á móti reynsluna af þvælunni í USA, EN ÞAÐ ER EINMITT Í USA ÞAR SEM MENN ERU RAUNVERULEGA MEÐ ALLT NIÐUR UM SIG.

ÞESSI UMRÆÐA UM AFGLÆPUN EÐA LÖGLEIÐINGU ER EKKI BARA HÉR, HELDUR EINNIG Í EVRÓPU Í HEILD SINNI, KANADA OG SVO USA....OG NÚ HAFA SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR EINNIG TALAÐ Á SAMA VEG.

Að lokum skulum við skoða fleiri fullyrðingar hjá þér Karl: "1) Áróðurpésarnir geta svo ekki þrætt fyrir að notendum myndi fjölga gríðarlega ef þetta yrði lögleitt hér. Fyrir utan allan sorann sem kæmi erlendis frá til að dópa. "

Jú við getum þrætt fyrir það vegna þess að við getum bent á tvö mjög góð dæmi sem sanna það að svona fullyrðingar eru bull. Þú beitir ekki-rökum sem kölluð eru "allir vita rök" sem eiga ekki heima í vitrænni umræðu. SKoðaðu nú Holland og Portúgal og lærðu, ef þú ert fær um það.

2) "Barnaníðingar hafa td. myndað samtök í sumum löndum þar sem þeir berjast fyrir því að mega "njóta ásta" með börnum. Jafnvel þeir reyna að sannfæra almenning um skaðleysi "ástarsambanda" fullorðinna og barna...................Hasshausarnir eru ekkert skárri. Þeir eru duglegir að vitna í þvætting á þvætting ofan." Karl

ÞAð ert þú Karl sem ert með þvættingin hér, með þvælu þína um Holland sem þú vilt ekki lengur tala um, staðhæfingar um að ég hér undir mörgum nöfnum og að ég vaði hér um ásaki fólk um "hagsmunagæslu" ......og svo mætti áfram telja..... Hvað ertu að þvæla um barnaníð hér? ERtu alveg slefandi? Sérðu engan mun á neyslu jurtar sem er viðurkennd sem skaðminni en áfengi og tóbak við menn sem nauðga börnum? Hvers konar djöfulsins fáviti ert þú Karl? Þú virðist hafa MJÖG BRENGLAÐAR HUGMYNDIR HUGMYNDIR UM KYNFERÐISGLÆPI.....

En er öll þessi þvæla frá þér það sem þú vilt kalla "vitræna umræðu"?????&#39;

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:16

103 identicon

Magus: Nei, þú berð saman tvö evrópulönd ef þú ætlar í samanburð. Þið notið alltaf USA vegna þess að það hentar ykkur. Þú gætir alveg borið saman Holland og Mexíkó ef því er að skipta. Ég nenni ekki að svara restinni. Ég er hættur að reyna að rökræða við fíkla og öfgamenn. Það þýðir ekkert hvort eð er.

Karl Out. 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:27

104 identicon

Páll, þegar maður rýnir í það sem þú segir, þá virðist þú vera sammála þeim sem eru með "afglæpavæðingu". Samt nærðu að setja mál þitt fram eins og þú viljir harða dóma og algjört bann við kannabis.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:41

105 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Lestu betur Bjöggi. Stórfelldar ólöglegar kannabisversmiðjur eru ekkert annað en auðgunarbrot forhertra glæpamanna. Slíka menn á að dæma. Það er ekki það sama og sleppa refsingu fyrir neysluskammta og tvær plöntur í kjallaranum.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 01:46

106 identicon

Ég fór aðeins að hugsa þetta.

Afglæpavæðing þýðir í raun að fólk hafi rétt á að neyta kannabis og geti nálgast það og haft neysluskammta undir höndum án þess að teljast glæpamenn. Í Hollandi hefur kannabis aldrei verið lögleitt, heldur hefur það verið afglæpavætt.

Lögleiðing, þýðir að hver sem er geti ræktað selt og notað og engar takmarkanir eru á því hver getur notað, hver selur, eða hver framleiðir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:49

107 identicon

Held líka að þú Páll þurfir að lesa betur, nema ég hafi lesið of vel og farið að túlka eitthvað sem er ekki til staðar.

Finnst mikið af fólki, þar á meðal þú, tala í allt of svarhvítum tón. Annað hvort er þú með eða á móti.

Ég er fylgjandi því að neytendur séu ekki gerðir að glæpamönnum en á erfitt að sjá "lögleiðingu" fara lengra án þess að valda vandræðum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:54

108 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sums staðar er gengið aðeins lengra en það. Efnið er gert upptækt og viðurlög eru engin og engin refsing er framkvæmd. Líkt og þegar unglingar eru teknir með áfengi. Í öðrum löndum menn er allt umfram neysluskammta gert upptækt og samt engin refsing framkvæmd.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 01:55

109 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er öflugri en allir herir heimsins - samanlagðir.
Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimstyrjaldirnar.
Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir samanlagt.
Ég er slyngasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.
Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra.
Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.
Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.
Ég er allsstaðar, á heimilum, á götum, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.
Ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða.
Ég gef ekkert og tek allt.

Ég er þinn langversti óvinur, ég er ----> ALKAHOL

Svo er fólk að tala um skaðsemi kannabis ? eru öll ljós kveikt og enginn heima ?
Ég get lofað ykkur því að ofbeldisverkum um hverja einustu helgi myndi snarminnka vegna þess að fólk sem er búið að drekka sig út úr þessum heimi af áfengi verður oftar en ekki ofbeldisfullt, þekki það að eigin raun og pottþétt margir sem hér hafa skrifað líka. Ég man ekki eftir að hafa lent í því að hópur af kannabisreykingarfólki hafi gengið í skrokk á manni og barið til óbóta, en hef lent í því með ofurölvað fólk, ofneysla á víni breytir fólki í svín.

Sævar Einarsson, 22.8.2009 kl. 01:56

110 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Ég er fylgjandi því að neytendur séu ekki gerðir að glæpamönnum en á erfitt að sjá "lögleiðingu" fara lengra án þess að valda vandræðum."

Akkúrat Bjöggi. Það er nákvæmlega það sem ég er að segja.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 01:57

111 identicon

Já það má endalaust ræða þetta. Held samt að flestir séu sammála um að núverandi fyrirkomulag er ekki að virka, við getum gert betur!

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:57

112 identicon

Ég geri mér grein fyrir því að að er að sem þú ert að segja, sagði það í kommenti kl 1:41. Þú kemur því samt ekkert sértaklega vel til skila. Það var ég að segja, hefði kannski þurft að koma því betur til skila

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:59

113 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já Sævarinn, veröldin er ekki alltaf rökrétt. En eitt afsakar samt ekki annað.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 02:00

114 identicon

Páll G, ég var ekki að saka þig sérstaklega um mikla hysteríu, en stofnunin sem þú vinnur fyrir hefur gerst sek um að ýta undir hysteríuna sem er ennþá áberandi við umræðuna um Kannabis. ÞAnnig er umræðan almennt...

Samanburðurinn við USA á fullan rétt á sér því fyrimyndin af þessu viðhorfi hér er þaðan, þótt menn séu slakari á dómunum. Menn eru jú almennt bara sektaðir fyrir neyslu, en fara einnig á sakaskrá. Menn eru kannski sektaðir um minni pening fyrir "Kannabisakstur", en menn eru einnig sektaðir edrú vegna þess að viðkomandi bera enn leifar af efninu mörgum vikum eftir neyslu. Það er enginn sektaður fyrir ölvunar akstur vegna mæla sem geta numið áfengisneyslu fyrir tveimur vikum, er það?

ÉG hef sjálfur ekki talað fyrir algjörri lögleiðingu. Ég hef bent á afglæpunarstefnuna í Hollandi og Portúgal, sem hefur reynst mjög vel. Meiri lögleiðing er svo önnur umræða sem gæti farið fram eftir nokkur ár, og það þá mjög hugsanlega samhliða þannig umræðu í löndunum í kring um okkur.

"Staðreyndin er nefninlega að eftir því sem þú ferð ofar í aldurstigann finnurðu færri og færri kannabisneytendur. Þess vegna finnst mér frjáls kannabismarkaður tilgangslaus. Af hverju að leyfa unglingavímuefni, opna sölu á því og setja aldurstakmark? Hvernig er það þjóðhagsleg aðgerð?" Páll

Þú hefur kannski tekið eftir því að unglingar neyta Kannabis þótt það sé bannað, vegna þess að það eru til menn og konur sem selja það samt...? Það mundi engu breyta í neyslu unglinga þótt efnið sé lögleitt, nema hvað að aldurshópurinn sem mætti kaupa það löglega út úr búð þyrfti ekki að versla við misvafasama menn út í bæ sem eru jafnvel til í að selja þeim eitthvað fleira....

Hvers vegna er unglinganeysla Kannabis í Hollandi minni en í USA, og almennt séð með minnsta móti í Evrópu? Í Hollandi er hægt að kaupa gras löglega og það er aldurstakmark.

Þú talar hér einnig að ofan um afleiðingar fíkla, sem í sjálfu sér er alveg rétt þegar talað er um mikla og langvarandi ofneyslu. En það á við um öll fíkniefni. Menn gera nú t.d oft meira en bara að einangrast vegna áfengisfíknar er það ekki?

ÞAð er rétt sem þú segir um neytendur Kannabis hér, þeim fækkar eftir aldrinum, menn hætta að nenna þessu. Flestir neytendur Kannabis eru virkir þáttakendur í samfélaginu, og halda sig við jurtina. Menn leiðast almennt ekki út í sterkari efni, heldur hætta þessu á ákveðnum aldri....

Hvor heldur þú Páll að sé hættulegri í umferðinni a) maður sem reykti jónu í gær eða b) tóbaksfíkill í fráhvörfum vegna þess að löngu er kominn tími á aðra rettu en pakkinn er tómur og stress og pirringur....?

Páll, vinnslugetan minnkar almennt hjá fólki ef það er fullt eða skakkt, en það er ekkert hægt að fullyrða að almennir neytendur efnanna séu skaðaðir þess á milli.

Talandi um aksturshæfni, þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kannabisneytendur séu til vandræða í umferðinni. Þetta hefur verið athugað töluvert í USA og Kanada. Þeir sem hafa mælst með Kannabis í blóði eftir árekstra eru oftast einnig með áfengi í blóðinu....Sá sem neytir Kannabis veit ef hann er óökufær, en fullur maður getur verið sannfærður um eigið ágæti.

Hvað með það þótt víman af kaffi og tóbaki hafi ekki sljóvgandi áhrif? REyndar er það þannig að kaffi og tóbak örva taugakerfið við vímuna, en þess á milli þá fellur starfsemin niður fyrir "venjulega" starfsemi. Þ.e.a.s. þau sljóvga taugakerfið ef neyslunni er ekki haldið við.....það er nú hluti af fíkninni við bæði tóbak og Kaffi.

Þú talar um sljóvga Kannabisneytendur almennt, en villt samt meina að þú eigir við félagslegar afleiðingar þegar þú talar um fíkla...... Flestir Kannabisneytendur eru ekki fíklar.

Kannabis er vímuefni, ekki eiturlyf. Hvað varðar skaðsemi og fíkn, þá er það í flokki með Kaffi. ÞAð þýðir að kannski sé hægt að skaða líkamann með langvarandi ofneyslu, en það er ekki mikil hætta. Of stór skammtur af Koffíni getur reyndar drepið þig, en það sama verður ekki sagt um Kannabis. Bæði þessi efni eru ekki með tærnar þar sem áfengi og tóbak hafa hælana, hvað varðar skaðsemi og fíkn.

Á sama tíma er umræðan hér oft þvílíkar dómsdagsspár um skaðsemi efnisins, þvæla um Holland og "ástandið" þar, og jafnvel tal um barnaníð.......Fengum nú gott dæmi með "Karli" hér á þessu bloggi með svona tal. Hann taldi sig einnig vera mila fyrirmynd "vitrænnar umræðu".

Nú er árið 2009 Páll Geir...og við eigum að teljast "menntað samfélag".....skilurðu hvað ég meina?

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:26

115 identicon

Magus: Nei, þú berð saman tvö evrópulönd ef þú ætlar í samanburð. Þið notið alltaf USA vegna þess að það hentar ykkur. Þú gætir alveg borið saman Holland og Mexíkó ef því er að skipta. Ég nenni ekki að svara restinni. Ég er hættur að reyna að rökræða við fíkla og öfgamenn. Það þýðir ekkert hvort eð er. "Karl Out.

Nei hvað Karl, ég var að bera saman Holland og Portúgal við hin Evrópulöndin. Neyslan í Hollandi er bara meðal Evrópuneysla, jafnvel í lægri kantinum. Neyslan í Portúgal er með því lægsta sem gerist í Evrópu. ÞEtta kemur fram hér að ofan..... ÉG bar svo einnig saman neysluna við USA.

VAr þetta of flókið fyrir þig? Það varst þú sjálfur sem nefndir Holland sem dæmi, en þú hefur ekki ennþá útskýrt hvernig þér tókst að setja saman þá þvælu. Enginn rökstuðningur hjá þér.

Hér eru bara öfgamenn og fíklar já? Engar öfgar hjá þér að sgja það? Er þetta ekkert að koma úr harðri átt frá manninum sem blandar barnaníð í þessa umræðu?

Þú hefur ekki rökrætt eitt né neitt hér Karl. Þú ert búinn að skíta á þig í þessari umræðu og vilt ekki halda áfram því þú getur ekki rökstutt þvæluna frá þér sem sést hefur hér.....

Og ég býð þín skrif hér sem sönnun á þeirri fullyrðingu minni hér að ofan að þ.eir sem blandi barnaníð í þessa umræðu séu slefandi fávitar.....

Greyið mitt, voðalega hlýtur þetta að vera erfitt hjá þér.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:42

116 identicon

Eitt enn Páll Geir..

"Lestu betur Bjöggi. Stórfelldar ólöglegar kannabisversmiðjur eru ekkert annað en auðgunarbrot forhertra glæpamanna. Slíka menn á að dæma. Það er ekki það sama og sleppa refsingu fyrir neysluskammta og tvær plöntur í kjallaranum." Páll

Þessi stóru böst voru nú stor undantekning, og mjög óvenjulegt. Hingað hefur starf fíknó mikið til verið bögg á unglingum vegna Kannabis, oft fólk í kring um tvítugt sem veit ekki réttindi sín. Tyttlingaskítur fyrir smá neyslu. fíknó á barnum...

Það er nú stutt síðan að fíknó réðist inná vistina á Bifröst með sérsveitarmönnum, þyrlu og nokkrum bílum og böstuðu gaur með gram eða tvö af Kannabis.....Verður ekki amerískara en það. Þvílíkir fábjánar. Á þessum tíma var nú Dómsmálaráðherrann opinber aðdáandi Bruce-Willis mynda.... Flottir gaurar ha????

En Páll, værir þú ekki til í að sjá "afglæpun" hér ala Portúgal eða Holland? Hvernig væri að leyfa 2 plöntur í kjallarnum en banna áfram stórfellda ræktun? Hætta þessari þvælu um Kannabis og beina athyglinni að hörðu efnunum....."afglæpa" smá neyslu etc...... Hætta þessu helvítis stríðsrugli frá Kananum og taka okkur ákveðin lönd Evrópu til fyrirmyndar.....

Hvers vegna ekki athuga reynsluna af coffy-shops í Hollandi, Stínu í danmörku...? Hvað er svona hræðilegt við fyrirkomulagið í Hollandi? En Portúgal?

Þar er sko hard-core löggæsla (fíknó) í Portúgal og Hollandi, en þeir beina athyglinni að glæpagengjunum og hörðu efnunum.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 03:10

117 identicon

Þegar menn fara að tala um barnaníðinga í þessari umræðu, þá eru þeir hinir sömu búnir að stimpla sig út sem fávita.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:17

118 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála þér núna Dr.E! Það væri nú meira ruglið ef barnaníðingar yrðu settir undir sama hatt og kannabisneytendur!

Enn Páll Geir hefur MIKIÐ til síns máls þó ég sé ekkert hrifin af SÁÁ eða Jehova Vittni eða neinum svina samtökum.

Bara svo mín skoðun komi skýrt fram:

" Ef einhver selur, gefur, eða lánar einhverjum af mínum börnum hass, eða hvaða eiturlyf sem er, verður sá hinn sami að prófa gjörgæslu á viðkomandi stað" hvar sem er í heiminum!." 

Ég er búin að sjá nóg til þess að stálhanskarnir verði settir upp! Ég hef bara einu sinni á æfinni þurft að setja þá upp vegna enna af mínum 6 börnum.

Hvað skyldu margir vera "stoned" sem eru að ybba sig á þessari síðu?

Óskar Arnórsson, 22.8.2009 kl. 09:30

119 Smámynd: Óskar Arnórsson

..svona sasmtökum og ekki svína..sorry..

Óskar Arnórsson, 22.8.2009 kl. 09:32

120 identicon

Hvað segja menn um að leyfa bara kókaín, heróín, englaryk og allt draslið?

marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:06

121 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frjálshyggjan er söm við sig.

Greinilegt að Frjálshyggjufélagið hugsar ekki um komandi kynslóðir sem erfa munu landið.  Eigum við að bjóða börnunum okkar;

Ísland þar sem auðlindir eru seldar, þar sem sumir eru ofurríkir meðan aðrir eiga ekki til hnífs og skeiðar, þar sem Íslendingar þurfa að skammast sín fyrir þjóðernið fyrir gjörðir nokkurra frjálshyggjulúða og nú viljið þið dópa börnin okkar.... líklega til að þau skilji ekki hversu illa er fyrir okkur komið eftir frjálshyggjufyllerí undanfarinna ára.

Frjálshyggjan er búin að koma okkur í þrot og málflutningur ykkar síðuritara er að mínu mati, ykkur til skammar.

Anna Einarsdóttir, 22.8.2009 kl. 11:53

122 Smámynd: Kommentarinn

Anna það er ekki beint innlegg í vitræna umræðu um þessi mál að blanda í þetta efnahagshruninu. Eins og frjálshyggjufélagið komi hruninu eitthvað við. Þetta er einfaldlega mál sem þarft er að ræða þegar staðreyndirnar blasa við að núverandi kerfi er líklega verra en ekkert kerfi. Þó væri líklega best að landa einhverjum millivegi. Ég er ekki endilega sammála öllu sem Páll Geir heldur fram en hann talar þó á mjög málefnalegum nótum og mér lýst vel á hans niðurstöðu.. allavega til að byrja með.

Kommentarinn, 22.8.2009 kl. 12:31

123 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frjálshyggjan olli hruninu.  Lögum breytt (ehf.) þannig að menn bera ekki lengur ábyrgð á gjörðum sínum heldur á almenningur að taka skellinn þegar illa fer.  Allt á að leyfa.... frelsi til athafna.... virkja dautt fjármagn..... þið kunnið afganginn.  

Félag sem kennir sig við frjálshyggju er dapur félagsskapur að mínu mati. 

Allt má nú kalla vitræna umræðu !!! 

Anna Einarsdóttir, 22.8.2009 kl. 13:08

124 Smámynd: Kommentarinn

Jæja umræðan er kannski misvitræn  Ég hefði kannski frekar átt að segja málefnalega umræðu þar sem þú heldur þig við málefnið. Hrunið kemur þessu ekki neitt við þó sumir geti hreinlega ekki hugsað um annað. Sumir ættu helst að gleyma þessu hruni, hætta að væla og einbeita sér að því að gera sem best úr lífinu...

Kommentarinn, 22.8.2009 kl. 14:04

125 identicon

Anna kemur með vitrænt dæmi: Frjálshyggjan rústaði bönunum og fjármálum íslands... þess vegna er allt tal um lögleyfingu kannabisefna ekki vitræn

Við skulum vona að Anna lendi ekki inni á alþingi... hún er nefnilega haldin sama rugli og þeir sem hafa verið þar og eru þar

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:20

126 identicon

Nú var ég að lesa það að neysla grunn- og menntaskólakrakka á kannabis og öðrum fíkniefnum er búin að minnka um 50% á undanförnum 10 árum ef ég man rétt.  Hvernig koma þær tölur út þegar talað er um að fíkniefnastríðið sé tapað?

Ekki það að ég telji neitt stríð vera í gangi en mér þykja þetta skrítnar fullyrðingar þegar svona tölur eru birtar.

Gunnar Þór (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:45

127 identicon

Ekki veit ég hvaða pappíra þú lest... en vanalega benda menn á heimildir.. en koma ekki bara með eitthvað sem þá minnir að sé svona eða hinsegin.

Það vita allir að fíkniefnastríðið er tapað... nema kannski þeir sem hafa verið að rifja upp endurminningar um eitthvað sem þeir lásu eða fréttu frá einhverjum

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:53

129 identicon

Þessi DoctorE er magnaður. Segir í einu orðinu að það verði að benda á heimildir þegar menn fullyrða en lætur svo fylgja með að fíkniefnastríðið sé tapað án þess að benda á heimildir fyrir því. Ja hérna...þeir eru margir hverjir alveg magnaðir hérna.

Kalli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:32

130 identicon

Frjálshyggja orsakaði ekki hrunið sem varð á Íslandi, það var spilling og græðgi sem hefur ekkert með frjálshyggju. Held að Milton Friedman hefði snúið sér við í gröfinni ef hann heyrði að fólk kenndi frjálshyggju um það sem gerðist á Íslandi.

Eitt megin inntak frjálshyggju er að menn beri sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum, ekki aðrir. Til dæmis er einkavætt bankakerfi með ríkisábyrgð þvert á allar kenningar okkar frjálshyggjumanna um að taka ábyrgð á gjörðum sínum. I slíku kerfi fá einkavæða menn gróðann en ríkisvæða tapið, sem er eins og ég segi þvert á allar kenningar frjálshyggjumanna.

Það sem var í gangi á Íslandi var ofurvald siðspilltra oligarca sem kepptust við að sópa auðæfum þjóðarinnar í vasa sína og vissu ekki hvað frjálshyggja var eða að taka ábyrgð.

Ég þoli ekki þegar kommúnistar eins og hún Anna reyna að skíta frjálshyggjuna svona út með lygum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:32

131 identicon

Já og Gunnar Þór, ég vil meina að þessi góði árangur hafi orðið til vegna meiri fræðslu og forvarna, en það er að eina sem virkar til að halda fólki frá fíkniefnum. Hættum að eyða peningum og tíma í að bösta smáneytendur og fangelsa, eyðum heldur peningum í forvarnir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:41

132 identicon

Kalli... þarf ég að benda þér á það augljósa... áratugir hafa farið í þetta stríð... hvar stöndum við í dag.... við erum í miklu verri málum en nokkru sinni fyrr.
Glæpamafíur í eiturlyfjabransanum velta skrilljónum, græða sem aldrei fyrr.. .saklausir neitendur eru látnir dúsa í steininum.. sem hefur eyðilagt líf ótal margra.
Fylgist þú ekki með fréttum... eða hættir þú að lesa þegar yfirlýsingin fáranlega um fíkniefnalaust ísland kom...

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:48

133 identicon

Kannabis breytir fólki í aumingja og það er ekki eitthvað sem að við Íslendingar þurfum á að halda hér á landi. Flestir kannabisneytendur eru líklega einnig á atvinnuleysisbótum og því bara byrgði á samfélaginu.

trader (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:53

134 identicon

Nei trader, þetta er rangt hjá þér enda getur ekki verið að flestir kannabisneytendur séu á atvinnuleysisbótum þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að fjórðungur upp í þriðjungur þjóðarinnar neytir kannabis reglulega.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:00

135 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Eitt megin inntak frjálshyggju er að menn beri sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum, ekki aðrir".

Hver setti lög um eignarhaldsfélög með ENGA EIGIN ÁBYRGÐ eiganda ?

Svar;  Sjálfstæðisflokkurinn..... flokkur frjálshyggjumanna. (ásamt Framsókn).

Uppnefni þín, Bjöggi, segja meira um þig en mig.

Anna Einarsdóttir, 22.8.2009 kl. 16:06

136 identicon

Já svo er fín grein hérna á Vísindavefnum, hvet fólk til að lesa málsgreinarnar, Tengslf fíniefna og annara afbrota, gjaldþrot refsistefnunnar og endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar.

Langar svo að kvóta greinia "Örvæntingin er jafnan mikil því skv. athugun lögreglunnar í Reykjavík hefur stór hluti þeirra sem hafa verið handteknir fyrir grun um fíkniefnamisferli gert tilraun til sjálfsvígs eða er í sjálfsvígshugleiðingum. Misnotkun fíkniefna er því nokkurs konar sjúkdómseinkenni hjá þessum einstaklingum frekar en orsök vandans."

Fólk verður að átta sig á því að misnotkun vímuefna er afleiðing sjúkdóms ekki orsök sjúkeika. Meira að segja dæmin frá Íslandi styðja það. Helstu félagslegu vandmál sem fygja kannabisneyslu eru komin til vegna þess að efnið er ólöglegt. Veit að þetta gengur þvert á þá logic sem okkur hefur verið kennt síðan frá örófi alda, en ekki er alltaf allt sem sýnist, það hafa vísindin kennt okkur, líkt og í dæmi afleiðinga kannabisneylsu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:07

137 identicon

Anna, þú hefur greinilega aldrei lesið neitt um frjálshyggju og sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur heldur flokkur siðspilltra oligarca.

Sjálfstæðisflokkurinn er jafnmikillo frjálshyggjuflokkur og kommúnistaflokkurinn í gamla Rússlandi.

Íslendingar vita ekki hvað frjálshyggja er af því að þeir hafa ekki haft fyrir því að kynna sér hana, líkt og þú Anna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:10

138 identicon

Gleimdi að láta tengil á greinina á vísindavefnum sem átti að fylgja næst síðasta kommenti

http://visindavefur.hi.is/article.php?id=39 

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:11

139 identicon

trader er bara að lýsa því yfir að hann hefur ekki hundsvit á málinu... en honum langar samt að segja sínar tilfinningalegu hugmyndir um málið...
Ég yrði ekki hissa ef trader sjálfur sé á einhverskonar bótum...

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:19

140 identicon

Já og afsakaið stafsetninguna, fyrir utan að vera hræðilegur í stafsetningu er ég að skrifa á bilað lyklaborð.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:25

141 Smámynd: Kommentarinn

"Flestir kannabisneytendur eru líklega einnig á atvinnuleysisbótum og því bara byrgði á samfélaginu" Við viljum sjá gögn fyrir svona fullyrðingum. Þetta er álíka mikið vit í þessu og að segja að gyðingar séu allir svo nískir að þeir borgi ekki skatta...

Kommentarinn, 22.8.2009 kl. 16:34

142 identicon

Bjöggi, hvar er linkur á þessar kannanir sem þú vitnar í? Sem segja að 24 til 33 prósent almennings neyti kannabis reglulega? Sendu linkinn ef hann er til, mig langar að sjá þetta.

Kalli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:41

143 Smámynd: Kommentarinn

Ég hef heyrt tölur nálægt 5% sem neyti reglulega.. Fer auðvitað líka eftir því hvernig maður skilgreinir reglulega þ.e. hversu langt líður á milli þess hvenær efnið er notað. Ef einhver kallar 2-svar á 15 árum reglulega þá kæmi mér ekki á óvart að 24-33% væri niðurstaðan

Kommentarinn, 22.8.2009 kl. 16:51

144 identicon

DoctorE, ég held að tilfinning þín fyrir því að stríðið sé tapað stafi af því að lögreglumennirnir okkar eru orðnir miklu betur þjálfaðir og einstaklega duglegir. Það veldur svo aftur á móti því að málum fjölgar. Ég hef líka lesið einhversstaðar, eins og gunnar þór, að það dragi verulega úr neyslu ungs fólks. Þannig að stríðið gengur ágætlega. Þetta er samt eins og margt annað sem snertir löggæsluna, eilífðarverkefni. Sama hvort lögleiðing á sér stað eða ekki, þá verður þessi barátta endalaus.

Kalli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:55

145 identicon

Frjálshyggjan olli hruninu. Lögum breytt (ehf.) þannig að menn bera ekki lengur ábyrgð á gjörðum sínum heldur á almenningur að taka skellinn þegar illa fer............ frjálshyggjulúða og nú viljið þið dópa börnin okkar.." Anna E

Ég er nú ekkert sérstakur talsmaður frjálshyggju í sjálfu sér, en svona yfirlýsingar eru hlægilegar og mikill misskilningur í gangi. Það að bankarnir hafi starfað undir verndarvæng ríkisábyrgðar, eins og sumir vilja meina, er ÞVER ÖFUGT VIÐ FRJÁLSHYGGJU.

Það að bankar séu einkareknir er ekki einhver sérstefna D eða B, ef vinstri stjórnin heldur áfram næstu ár þú mun hún sjá um að selja bankana aftur í einkaeigu, og vonandi passa uppá að skýrt sé hver beri ábyrgð....

"nú viljið þið dópa börnin"...Anna, er ekki alveg allt í lagi hjá þér. Kannabis er skaðminna efni en áfengi og þeir sem vilja að þetta sé "afglæpað" eða lögleitt eru ekki að mæla fyrir neyslu barna. Ekki frekar en að þeir sem vilja að áfengi sé löglegt séu að mæla fyrir neyslu barna á áfengi.

Svona yfirlýsingar um að lögleiðingasinnar séu að reyna dópa börn eru ekki mikið skárri en talið um barnaníð í þessu samhengi.

Vilt þú Anna að áfengi sé löglegt? Ef já, ertu þá að reyna að gera börn landsins að fyllibyttum?

EF þið hafið áhuga á áhrifum afglæpunar Kannabis á neyslumunstur, þá getið þið athugað Portúgal og Holland, og borið þau lönd saman við hin Evrópulöndin. SVo getið þið borið saman þessi lönd við hörðu stefnuna í USA...og séð muninn.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:22

146 identicon

Kalli,

SÁÁ og lögreglan hefur aldrei vælt jafn mikið um fíkniefnaneyslu og nú síðustu ár, og hafa báðir aðilar haldið því fram að aldrei hafi neyslan verið jafn mikil og síðustu ár, jafnvel talað um "faraldur". Þetta gerðist eftir að ákveðið verkefni fór í framkvæmd sem kallaðist "fíkniefnalaust Ísland".

ÞAð hefur aldrei verið eytt jafn miklum fjármunum og tíma í þetta "stríð" og síðustu ár, en á sama tíma hefur neyslan aldrei aukist jafn mikið ár frá ári, og aldrei verið meiri almennt séð......

En þú getur ekki skilið hvernig það þýðir að stríðið sé tapað?

Ef þú heldur að menn hafi bara ekki verið nógu harðir í stríðinu hér, þá skaltu athuga reynsluna í USA þar sem menn eru harðastir í stríðinu. Ef þú athugar málið þá er neyslan langsamlega mest í USA, þar sem stríði er mest......

Og svo athugar þú Evrópu, Holland og Portúgal sérstaklega, þar sem sem stríðið er minnst og þá munt þú sjá að þar er ástandið best.....

Ásvipuðum tíma og verkefnið fíkniefnalaust Ísland fór í framkvæmd, þá ákváðu Portúgalar að breyta stefnu sinni og afglæpa neyslu fíkniefna, árið 2001. Síðan þá hefur verið talað um farald fíkniefna á Íslandi,en á sama tíma hefur neyslan í Portúgal staðið í stað eða minnkað....

Skilur þú?

Annað, það hefur engin áhrif á neyslu ungmenna undir aldri að efni sé lögleitt. Börn mega ekki neita Kannabis, og þau mættu það heldur ekki þótt neysla fullorðinna væri afglæpuð eða lögleidd. Þótt áfengi sé löglegt þá er neysla barna ekki lögleg, en samt er alltaf eitthvað um að unglingar fari í neyslu. Hvernig ætlar þú að leysa þessa drykkju ungmenna undir aldri? Gerir þú það með því að banna fullorðnum að drekka áfengi? Auðvitað ekki. Það sama á við um Kannabis.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:57

147 identicon

Magus: Nei, berum Holland og Portúgal saman við Singapore og hörðu stefnuna þar. Bandaríkin eru eins ólík Evrópu og hugsast getur. Er ekki rekin hörð stefna gegn fíkniefnum hér á landi? Af hverju berðu ekki saman ástandið hér og í Hollandi? Af hverju berðu ekki saman ástandið í Hollandi og í Belgíu? 

Bandaríkin eru líka eins ólík innbyrgðis, milli ríkja, eins og evrópa. Þetta er eins og að benda á Norðu Kóreu til að sýna fram á hvað vinstrimenn séu mikil úrhrök. 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:06

148 identicon

Afhverju erum við að tala um Singapore, viljum við búa í landi þar sem dauðarefsingum er beitt á smáglæpamenn? Ertu kannski að segja mér að þú sért fylgnandi dauðarefsingum Karl?

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:12

149 identicon

Karl, þú segir að ekki sé hægtað bera saman Evrópu við USA því þetta séu andstæður! Viltu ekki rökstyðja þetta eitthvað? Evrópa, þar á meðal Holland, er vestrænt og kristið samfélag alveg eins og USA, og Bandaríkjamenn eru afkomendur Evrópu........

Þú vilt frekar bera saman Holland við Singapore, sem er í Asíu, þar sem flestir eru Buddha trúar og fólk er drepið fyrir sölu fíkniefna!

Singapore er náttúrlega alveg sambærilegt við Evrópu, ha????

Ertu alveg ga ga? Hvað er svona gott við Singapore og dauðarefsingarnar? Það hefur ekki skilað neinu.

Þú baðst mig um að bera saman Holland við Evrópu, sem ég hafði gert og gerði aftur fyrir þig....

Þú ert ekki ennþá búinn að útskýra það hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu að Holland sé með allt niður um sig. Viltu ekki drífa í því?

Af hverju berðu ekki saman ástandið hér og í Hollandi? Af hverju berðu ekki saman ástandið í Hollandi og í Belgíu? " Karl

Búinn að því.....Holland og svo Portúgal koma mjög vel út miðað við önnur Evrópulönd. Hollendigar voru einmitt að gera samning við Belga um daginn um að hýsa fanga frá Belgíu því Hollendingar eiga í vandræðum vegna þess hve fangelsin eru illa nýtt! Neyslan í Hollandi hefur verið stöðug síðustu ár, en á sama tíma hefur verið talað um faraldur á íslandi.....

Allt komið fram hér að ofan Karl.....hvernig er lesskilningurinn?

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:25

150 identicon

Fín grein frá vísindavefnum sem Bjöggi benti á, mæli með lestri hennar:

"Gleimdi að láta tengil á greinina á vísindavefnum sem átti að fylgja næst síðasta kommenti

http://visindavefur.hi.is/article.php?id=39 "

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:11

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:53

151 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"nú viljið þið dópa börnin"...

Ein af dæmigerðum klisjufrösum þeirra sem hafa engin rök nema tilfinningaleg, þá er gripið til heimskulegra staðhæfinga sem þessarar.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.8.2009 kl. 18:57

152 identicon

Anna afhverju þessi gremja gagnvart frjálshyggju, veistu ekki að útrásarvíkingarnir fengu leyfi frá fme og stjórnvöldum til að stunda viðskipti erlendis. það er ekki við dugnaðarfólk að sakast þótt ísland hafi farið á hausinn og að aðför sé gerð að íslandi frá esb sem er með landvinningastefnu. munurinn á frjálshyggju mönnum eins og mér og núverandi vinstri slepju stjórn er að þeir spurðu um leyfi áður en þeir héldu áfram en það voru allir blindaðir í góðærinu :) Mér finnst að það ætti að draga Jóhönnu og steingrím judas fyrir dóm og því þau fengu ekkert leyfi til að skrifa undir ice-save samningin heldur  gerðu það bara, glæpsamlegt og það er það sem er að setja ísland á hausinn. fagna umræðunni sem er hér, greinilegt að það er til fólk sem treystir sér að ákveða hvað það vill gera sjálft. Burt með forræðishyggju sjálfur á ég börn og ef þau vilja reykja gras eftir 18 ára aldur þá er það þeirra mál. Það er ekki mitt að vera einhver hippocrit eins og vinstri vitleysan stendur fyrir.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:17

153 identicon

Magus: Byrjum á Hollandi. Þessar upplýsingar stemma ekki alveg við þinn "sannleik":

"When one analyses these data, from ICVS for experienced crimes except murder, and from Interpol for reported violent crime, a few trends appear in the last 20 years.


In the latest published ICVS, the percentage of the population which claims a personal experience of crime (excluding murder) during the preceding twelve months is higher in all countries than official statistics would lead one to assume : ranging from 16.4% in Norway to 31.5% in the Netherlands. The US (24.2%) and Canada (25.2%) are both average."

HA???!!! "...ranging from 16.4% in Norway to 31.5% in the Netherlands."

Svona til að hressa aðeins upp á landafræðikunáttu þína magus, þá má geta þess að Bandaríkin eru samsull fjölmargra þjóðarbrota. Ég hélt að það þyrfti ekkert að fjölyrða um þetta. Þarna er að finna hvíta, svarta, asíska, frumbyggja, latin og svo mætti lengi telja. Gyðingar, kristnir, múslimar og allt það. Bandaríkin eru ekki eins og nokkuð annað land í heiminum að þessu leiti. En þú tekur þetta land sem dæmi og berð saman við Holland og Portúgal. 

Viðurkenndu það magus. Þú ert að hugsa um eigin hag með þessari þráhyggju þinni. 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:24

154 identicon

Annað sem ég vill benda Önnu og Óskari á. Ég vill frekar að börnin mín fari á coffe-shop á íslandi þegar þetta verður lögleitt heldur en að þau séu kaupa þetta á götunni :)  Þetta er ein af fjölmörgum ástæðum sem ég segji já við lögleiðingu cannabis :)

Gunnar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:29

155 identicon

Karl, Þú bendir á tölur um fólk sem telur sig hafa reynslu af glæpum, ekki tölur um glæpi.

Hér eru tölur um glæpi:

http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/1541699/Britain-tops-European-crime-league.html

"The European Crime and Safety Survey, published in Brussels yesterday, was a joint venture between the United Nations, the European Commission and the Gallup polling organisation.,,,,

Britain has one of the worst crime rates in Europe, a report said yesterday.

It is the most burgled country in Europe, has the highest level of assaults and above average rates of car theft, robbery and pickpocketing. Only Ireland has a worse record.,,,,,,

 Estonia, Holland and Denmark make up the rest of the EU&#39;s five &#39;&#39;high-crime" nations. All had rates more than 30 per cent higher than the average. Spain, Hungary, Portugal and Finland had the lowest rates"

Bretland og Írland eru tvö verstu löndin með glæpi þrátt fyrir harða stefnu í fíkniefnum. Næst á eftir koma DAnmörk og Eistland sem einnig reka harða stefnu, og svo Holland....

Það er því ekki hægt að bendla saman tölur um glæpi við stefnu fíkniefnamála. ÞArna eru lönd saman í flokk þrátt fyrir ólíkar stefnu.......

Þú þyrftir að sýna fram á að Holland og Portúgal hafi sérstklega háa glæpatíðni vegna mildrar stefnu fíkniefnamála, en þú getur það ekki.

Þarna var líka heppileg sleppt að fjalla um morðtíðni, en hún er langt undir meðallagi í Hollandi og meðal þeirra lægstu, lægri en á Íslandi!....

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_intentional_homicide_rate

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:55

156 identicon

Svona til að hressa aðeins upp á landafræðikunáttu þína magus, þá má geta þess að Bandaríkin eru samsull fjölmargra þjóðarbrota." Karl

Að fjalla um þjóðarbrot innan lands er ekki landafræði kjáninn þinn, merira svona félagsfræði....

USA er dáldið samsull, en það er Evrópa líka. USA er samt í meginatriðum kristið og vestrænt ríki sem á rætur sínar að rekja til Evrópu, bæði hvað varðar uppruna fólks, menningu og réttarkerfi....

ÞAnnig að, við berum saman lönd Evrópu, og svo Evrópu saman við USA vegna þess að þessi lönd eiga samleið sem "vesturlönd"......

En þú vilt meina að þessi samanburður sé ótækur, en að Singapore sé betri samanburður! Evrópubúar eiga sem sagt meira sameiginlegt með Singapor en USA samkvæmt þvælunni í þér!

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:02

157 identicon

Magus, skýrslan sýnir að Hollendingar eru ekki á sama máli og þú. Hvað segir það okkur að stærsta hlutfall þeirra sem telja sig fórnarlömb glæpa er í Hollandi. Og þú sem reyndir að telja okkur trú um annað. Þetta er nákvæmlega það sem gerist. Siðferðisþröskuldurinn hækkar og lögreglan skráir ekki og tekur ekki á öllum glæpum. hvort trúir þú frekar íbúum Hollands eða lögreglunni? 

Þú vitnar endalaust í einhverja blaðamenn á bretlandi varðandi glæpi í Hollandi. Þú veist ekkert um blaðamanninn sem skrifar þessa grein. Er hann í sama stríði og þú? Að fegra kannabisneyslu?

Hér er smá viðbót:

"According to ICVS, overall crime rates are the highest in the British Commonwealth (Australia, New Zealand, England) followed by northern European protestant countries (Sweden, Finland, the Netherlands, but with Norway a clear exception), whilst the &#147;safer&#148; countries tend to be more Catholic/Latin/Southern European, such as Austria, Italy, Belgium and, yes, Northern Ireland".

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:10

158 identicon

Jæja Karl, nú er komið að því að útskýra þetta með Holland "með allt niður um sig"!

Við erum að tala um fíkniefnalöggjöfina og afleiðingar hennar á neyslu og samfélagið.

Neyslan í Hollandi er bara meðal Evrópuneysla og morðtíðnin er með þeirri lægstu. Löggjöfin þar hefur ekki ollið meiri neyslu. Almenn glæpatíðni er þar há, en samt bara í flokki með öðrum löndum sem reka "harða" stefnu...sem sé fíkniefnalöggjöfin í Hollandi er engin orsök.

Og þar sem við erum hér sérstaklega að tala um Kannabis, þá skaltu útskýra það hvers vegna neysla Kannabis í Hollandi er ekki meiri en almennt gerist í Evrópu þrátt fyrir að menn geti keypt efnin löglega út úr búð!

Það er nákvæmlega það sem þú þarft að gera til að rökstyja fullyrðingu þína um að Hollendingar séu með allt niður um sig í KAnnabis-málunum!

Tölulegar staðreyndir frá bæði Hollandi og svo Portúgal styðja nefnilega vel mína afstöðu í þessu máli.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:12

159 identicon

"Þú vitnar endalaust í einhverja blaðamenn á bretlandi varðandi glæpi í Hollandi. Þú veist ekkert um blaðamanninn sem skrifar þessa grein. Er hann í sama stríði og þú? Að fegra kannabisneyslu?" Karl

Hvernig er lesskilningurinn þinn Karl?

Þessi blaðamaður vitnar í heimildina, og ég hafði hana með:

"The European Crime and Safety Survey, published in Brussels yesterday, was a joint venture between the United Nations, the European Commission and the Gallup polling organisation.,,,,

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:16

160 identicon

Magus, þú veist ósköp vel að fíkniefnaneyslan í USA er mest hjá fátækum minnihlutahópum. Þessi samanburðu hjá þér gengur ekki upp. 

Af hverju vilja fulltrúar allra flokka á Hollenska þinginu herða fíkniefnalöggjöf landsins ef þetta er svona frábært? 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:19

161 identicon

Readers should be aware that the ICVS provides a measure of common crimes to which the general public is exposed, including relatively minor offences such as petty theft as well as more serious crimes such as car thefts, sexual assaults or threats/assaults. The comparatively small samples sizes preclude estimation of less prevalent crimes such as rapes or aggravated assaults. As other crime surveys, the ICVS largely ignores victimisation by complex crimes such as grand corruption or organised crime victimising collective populations rather than individuals. ICVS &#150;based prevalence rates cannot be reliably used as indicator of these other types of crime (Van Dijk, 2007).

Þetta er frá ICVS, af vefsíðu þeirra....

Þessar tölur eru bara um smáglæpi og hvernig almenningur upplifir þá tíðni. ÞAð segir ekkert um tíðnina sjálfa, Hollendingar gera t.d. kannski bara meiri kröfur en aðrir...... En búinn að sýna að tölur um glæpatíðni styðja ekki að ástandið sé verrra í Hollandi.

Það sem mikilvægt er varðandi umræðuna hér er það að þessar tölur ICVS fjalla ekki um fíkniefni eða glæpagengi tengd þeim. Þessar tölur fjalla ekkert um afbrotastarfsemi sem varða fíkniefni eða gengi tengd þeim.....og ekki morð heldur.

M.ö.o. þá á aðferðafræði ICVS ekki við umræðuna hér...

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:26

162 identicon

Magus, þú veist ósköp vel að fíkniefnaneyslan í USA er mest hjá fátækum minnihlutahópum. Þessi samanburðu hjá þér gengur ekki upp.

Af hverju vilja fulltrúar allra flokka á Hollenska þinginu herða fíkniefnalöggjöf landsins ef þetta er svona frábært? "Karl

Fíkniefnaneyslan er mest í USA. Neyslan innanlands er kannski mest hjá minihlutahópum...en hvaða máli skiptir það? SVo bið höldum okkur við efnið, þá er neysla Kannabis bæði almennt séð og hjá ungmennum mest í USA, miklu hærri tíðni en í Evrópu, þ.á.m. Hollandi og Portúgal.

Það er bara enn ein þvælan hjá þér að fulltrúar allra flokka vilji herða löggjöfina í Hollandi. ÞAð fór fram opinber umræða í fyrra um þetta mál, en aðeins einn kristilegur minnihlutahópur vill herða löggjöfina.

Hollenska þingið ræðir nú um frekari lögleiðingu Kannabis.

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:32

163 identicon

Þetta eru ekkert bara smáglæpir. Þetta eru allir glæpir fyrir utan morð. Hvað er þetta? Nærðu þessu ekki? Þetta er í textanum sem þú peistaðir hérna inn.

"...as well as more serious crimes such as car thefts, sexual assaults or threats/assaults."

Þarna er fólk spurt hvort það hafi orðið fyrir þessum glæpum og flestir svara því játandi í Hollandi. Þetta er ekkert flókið. En þú ert svo upptekinn við að kokka "rétta" niðurstöðu til að sanna mál þitt að þér er alveg sama um sannleikann. 

Þetta fjallar víst um hvernig þjóðfélög sem sofna á verðinum gagnvart hugbreytandi efnum verða glæpum að bráð.  Fíklarnir þurfa að fjármagna neysluna þótt það sé ekki handtekið fyrir að neyta þeirra. Efnin eru ekki gefins í Hollandi. Og hvernig fjármagna fíklar neyslu sína í Hollandi? Eins og allstaðar annarsstaðar. 

Ég nenni ekki að standa í þessu þrasi við þig. Þú ert gjörsamlega blindur á þetta.  

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:38

164 identicon

Holland á við þann vanda að glíma að þeir voru fremstir þegar kom að umburðualindi gagnvart vímuefnum, mikið af fíklum frá öðrum löndum Evrópu fóru til Hollands til að sleppa við ósanngjarna glæpavæðingu vímuefna. Það segir sig samt sjálft að allstaðar þar sem þú ert með mikið af fíklum, þar er meira um glæpi. Enda er stór hluti þeirra sem fremja glæpi í Hollandi útlendingar, innflytjendur og ferðamenn.

Hollendingar segja reynslu sína góða af "afglæpavæðingunni", vilja samt reyna að sporna við því að allir þessir útlendingar komi til Hollands að fara í vímu og hafa verið hugmyndir uppi um að takmarka sölu á kannabisefnum þannig að heimamenn geta einungis keypt kannabis, þannig að bæ bæ dópferðir til Hollands.

Tilraunir eiga að hefjast á þessu ári: http://crossroadsmag.eu/2009/05/pass-system-will-restrict-cannabis-sales/ 

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:40

165 identicon

Önnur grein sem útskýrir þetta betur frá Radio Netherlands.

http://www.rnw.nl/english/article/pass-system-will-restrict-cannabis-sales 

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:41

166 identicon

Gat ekki setið á mér. Varð að reka þetta bull ofaní þig líka:

"First, a national smoking ban. Then, a ban on magic mushrooms. Now, a real chance for a ban on the sale of cannabis. Is the famed Dutch tolerance toward soft drugs on its way out?"

http://static.rnw.nl/migratie/www.radionetherlands.nl/currentaffairs/region/netherlands/081202-cannabis-mc-redirected 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:44

167 identicon

Þetta eru ekkert bara smáglæpir. Þetta eru allir glæpir fyrir utan morð. Hvað er þetta? Nærðu þessu ekki? Þetta er í textanum sem þú peistaðir hérna inn.

"...as well as more serious crimes such as car thefts, sexual assaults or threats/assaults." Karl

LAstu ekki allan textann? Hér er restin:

"The comparatively small samples sizes preclude estimation of less prevalent crimes such as rapes or aggravated assaults........

the ICVS largely ignores victimisation by complex crimes such as grand corruption or organised crime victimising collective populations rather than individuals. ICVS &#150;based prevalence rates cannot be reliably used as indicator of these other types of crime "

Þessar tölur taka ekki með líkamsárásir, nauðganir, spillingu eða glæpagengi.......engir "flóknir" glæpir.......

Og fjalla alls ekkert um fíkniefni eða fíkniefnabrot.

Hver er blindur hér Karl?

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:05

168 identicon

Gat ekki setið á mér. Varð að reka þetta bull ofaní þig líka:" Karl

Þú sagðir hér að ofan að allir flokkar Hollands vildu herða löggjöfina Karl.

Ég sagði að það væri bull því það væri bara einn kristilegur minnihlutahópur sem vildi það.

Þú bendir svo á þetta sem dæmi þess að þetta sé bull í mér:

"First, a national smoking ban. Then, a ban on magic mushrooms. Now, a real chance for a ban on the sale of cannabis. Is the famed Dutch tolerance toward soft drugs on its way out?" Karl

ÞAð sem þú vitnar þarna í er þingmaður eins flokks í Hollandi, það er litla minnihlutahópnum kristilegir demókratar, sem er sami minnihlutahópurinn og ég vísaði í......

Hvaða bull í mér ertu búinn að hrekja?

Ekki neitt. Það er einn lítil hópur á þinginu sem vill herða löggjöfina, en ekki þingið í heild sinni.

Þingið í Hollandi ræðir nú um frekari lögleiðingu Kannabis.

Hvernig er lesskilningurinn Karl?????????

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:12

169 identicon

PS. ég gleymdi að hafa með tilvísun í mannaskjuna af linknum sem Karl vísar í:

"Coffee shops to close?

"Maybe it&#39;s better to close all these famous coffee shops over here", says MP Cisca Joldersma.

She handles drug policy issues for the Christian Democrats, one of the parties in the governing coalition. Joldersma wants to bring an end to the policy of tolerance:"

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:16

170 identicon

Og til að hafa það á hreinu þá er kannabis ólöglegt vímuefni í Hollandi. 

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:25

171 identicon

Já einmitt Karl, Kannabis er ekki alveg löglegt í Hollandi, en þú getur samt keypt það löglega útúr búð, og þá mátt hafa á þér nokkur grömm.... "afglæpun" Karl. Það er enginn að skipta sér af neyslu Kannabis í Hollandi. Fíknó þar einbeitir sér að gengjunum, hörðu efnunum og glæpamönnunum.

Margir sem tala hér um "lögleiðingu" eru að meina "afglæpun" líkt og í Hollandi, eða eins og í Portúgal sem er pínu öðruvísi kerfi.....þar er bara ekki verið að amast í neyslu eða þótt einhver hafi nokkur grömm af efni á sér....

Í báðum löndunum er mikil almenn ánægja með þetta fyrirkomulag.

Hollendingar eru að pæla í frekari lögleiðingu á Kannabis til að skýra stöðuna aðeins, því eins og staðan er í dag mega "kaffihúsin" selja kannabis en þau mega ekki rækta það og í rauninni eru heildsölukaup þeirra á Kannabis á gráu svæði.

Þetta er verið að athuga. Þeir eru einnig að herða reglur um kaffihúsin, til þess að minnka fjölda þeirra við landamærabæi og svo eru þeir að banna þau nálægt skólasvæðum.

Held að Íslendingar þurfi nú ekki að hafa áhyggjur af "lyfjatúristum" því landið er svo afskekkt og dýrt. Fyrir utan það að þessi afglæpunarstefna er það sem koma skal í Evrópu. Holland hefur þurft að þola grastúrista vegna þess að þeir voru lengi einir um stefnu sína, en það breytist auðvitað þegar fleiri lönd taka upp stefnu þeirra......

magus (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:51

172 identicon

Er yfirvöldum treystandi til þess að skattleggja og setja regluverk um sölu á fíkniefnum?

Væntanlega mun ríkið klúðra þessu þannig að fíkniefni verða skattlögð allt of hátt, og því mun vera gróðavon fyrir fíkniefnasala  að svíkja undan skatti.

Svo má vel vera að skattalögin sem verða samin fyrir framleiðslu og sölu á fíkniefnum verði mun strangari en núverandi lög gagnvart fíkniefnum.

Það væri alveg í stíl við allt það kjaftæði sem hefur komið frá yfirvöldum.

Sindri (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 23:05

173 identicon

Sennilega miðað við hvað er lagt á tóbakk og áfengi þá. ef vsk væri í kringum 10 % þá myndi ekki taka þvi að svíkja undan skatti, en því verður seint breytt.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 00:26

174 identicon

Sindri.

Íslendingar eru nú að upplifa martröð vegna þess að alltof mikil völd voru færð frá kjörnum fulltrúum, þ.e. ríkinu til einkageirans.  Þetta gerðis vegna heimsku, leti og óvildar gagnvart ríkisvaldi sem ákveðnir menn voru ábyrgir fyrir.

Vald þjappast alltaf saman.  Ríkisvald er algjörlega nauðsynlegt mótvægi við auðvaldið.

Frjálshyggjan er költ.  Trúarbrögð.

marco (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 00:54

175 Smámynd: Sævar Einarsson

Já Sævarinn, veröldin er ekki alltaf rökrétt. En eitt afsakar samt ekki annað.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2009 kl. 02:00

Afsakar þá annað eitt ? er í lagi að leyfa sölu á hættulegasta fíkniefni veraldar en banna hættuminni fíkniefni ? að banna fíkniefni er eins og að banna fólki að stunda kynlíf, "it will never work" alveg sama hvað fólk stingur hausnum langt upp í þar sem sólin aldrei skín, þetta hefur verið hérna í ártugi og kemur til með að vera til sölu um aldir alda, sama á gleðikarla og gleðikonur, vandamálið hverfur ekki með því að banna það.

Sævar Einarsson, 23.8.2009 kl. 03:38

176 identicon

"Frjálshyggjan er költ.  Trúarbrögð."

Nei hér er nákvæmari skýring á frjálshyggju.

Libertocracy, Where Freedom is the Law
 - A polycentric free enterprise government and socio-economic system whereby sovereign individuals join together by mutual consent in a civilization that respects and defends the freedom, dignity and rights or all human beings equally. Where people live by the rule of sovereign individual freedom, where a person is free to do anything that one chooses as long as its not imposed on others and doesn&#39;t infringe upon the equal right of other individuals to the same freedom.

Sindri (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 05:46

177 identicon

Verða menn svona árásargjarnir af kannabisneyslu? Ég hélt að kannabis ætti að hafa róandi áhrif á fólk.

Pálmi (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 09:52

178 identicon

Mexíkó að linast upp líka?

http://www.google.com/hostednews/ap/article/ALeqM5iP1GlMCOzYSi8kbAUY1lLDdqc4vAD9A70MDO0

Einar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:11

179 identicon

Vald þjappast alltaf saman.  Ríkisvald er algjörlega nauðsynlegt mótvægi við auðvaldið.

Rikisvaldið er alltaf með loka ákvörðun fyrir auðvaldið því ríkisvaldið ræður.

ofmikið vald til stjórnvalda er hættulegt eins og sést á Ice-slave samningum. margo ef þú villt láta sjá um þig sem barn haltu áfram að kjósa þann sem hatar þig og sér þig sem þræl. vinstri forræðishyggja er ömurleg og drepur mannsandann á skömmum tíma.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:12

180 identicon

Af þessari umræðu má sjá að regluleg kannabisneysla gerir menn árásagjarna, hrokafulla og paranojaða. Það þarf ekki annað en að lesa komment eftir Skorrdal og Magus (nema það sé sami maðurinn) til að sannfærast um að það eigi aldrei að lögleiða kannabis.

Pálmi (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:13

181 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Pálmi, ertu svona dofinn af áfengisneyslu að þér tekst ekki að sjá að þú ert að dæma mörg þúsund íslendinga sem árásargjarna, ofsóknaróða og hrokafulla....??

...margar milljónir manna um allan heim nota kannabis, og langflestir án nokkurra vandræða. 5 milljónir mann deyja árlega af völdum áfengisneyslu sinnar, (og þá eru ekki þeir taldir með sem deyja vegna áfengisneyslu annarra, s.s vegna ofbeldisverka og ölvunaraksturs)....enginn af völdum kannabisneyslu. Þessar tölur koma frá WHO, (alþjóða heilbrigðisstofnunin).

Alhæfingar, á báða bóga, í þessu samhengi eru heimskulegar..næstum jafnheimskulegar og að geta ekki verið málefnalegur. Það er afleitt að þeir sem telja sig sjá vit í "stríðinu gegn fíkniefnum", beita fyrir sig persónuárásum en ekki rökum.Rökin fyrir banninu eru í besta falli vafasöm, og það sjá t.d. krakkarnir, og hundsa þess vegna það sem sagt er við þau. Falskar upplýsingar og fáfræði gera ekkert gagn í baráttunni við vímuefni, þvert á móti.

FÁFRÆÐI DREPUR!

Haraldur Davíðsson, 23.8.2009 kl. 12:03

182 Smámynd: Kommentarinn

Ég get ekki séð að talsmenn lögleiðingar séu með árásargjarnari, hrokafyllri eða ofsóknarbrjálaðri komment. Ég hefði frekar metið þetta á hinn veginn, allavega hvað hrokann varðar. Það er einnig misskilningur að það séu einungis kannabisneytendur sem vilja frjálslindari löggjöf. Það er fullt af venjulegu fólki sem sér hvað þetta bann er heimskulegt.

Við munum sjá á næstu mánuðum stórfellda aukningu á heimabruggi vegna hækkana á verði á áfengi. Þessar skattahækkanir munu ekki hafa í för með sér minni drykkju né hærri skatttekjur.

Þegar fólki finnst reglur ósanngjarnar þá fer fólk í kringum þær. Það er staðreynd.

Kommentarinn, 23.8.2009 kl. 12:18

183 Smámynd: Kommentarinn

Fólk er sífellt að blanda saman í þetta að frelsi á fjármálamarkaði hafi komið okkur í ræsið og að þessvegna virki frelsi bara ekki yfir höfuð. Auðvitað þurfa að vera reglur. Reglur þurfa bara að vera sanngjarnar til þess að fólk sætti sig við þær. Í þessu tilfelli erum við að tala um frelsi einstaklingsins, ekki leikreglur á mörkuðum. Einstaklingar eiga að hafa frelsi til að lifa eigin lífi eins og þeir kjósa á meðan frelsi þeirra skerðir ekki frelsi annara.

Ástæðan fyrir því að kannabis var bannað er að pappírsiðnaðirinn í USA vildi ekki útbreiðslu plöntunnar vegna hættu á samkeppni. Þeir fengu sínu fram og til að fá fólk til að styðja við bannið nýttu þeir sér kynþáttafordóma hvítra bandaríkjamanna. Mikið var um að verkafólk frá Mexíkó reyktu laufið og hlaut það því að vera slæmt.

Engar faglegar forsendur voru fyrir þessu banni. Eingöngu hagsmunagæsla stórfyrirtækja. Í dag er síðan banninu viðhaldið af grátkór forvarnarstofnanna sem þiggja peningagjafir til að falsa rannsóknir. Þeir hafa oft verið staðnir að verki og hefur SÁÁ einnig birt niðurstöður rannsókna á síðunni sinni sem síðan reyndust vera lýgi.

Fyndnasta dæmið var samanburður heilalínuritum unglingsdrengja þar sem annar þeirra átti að hafa reykt hass. Síðar kom í ljós að línuritið sem átti að sýna hassreykingar drenginn var línurit frá fertugum manni sem var í dái.

Þessum stofnunum er skítsama um sannleikann. Hvernig getur maður tekið mark á gögnum frá stofnunum sem birta vísvitandi lýgi og hafa það hlutverk að er virðist að safna meiri peningum?

Kommonn SÁÁ hagnast af spilakössum og taka svo inn spilafíkla til meðferðar. Þetta er mjög vafasöm siðfræði.. þeir gætu allt eins selt kókaínfíklum kókaín og vælt svo yfir hvað kókaínvandinn sé mikill til að betla meira opinbert fé.

Kommentarinn, 23.8.2009 kl. 12:40

184 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Reyndar ekki alveg sambærilegt Kommentari. Kókaín er ólöglegt vímuefni en spilakassar ekki.
Ef við skoðum þetta aðeins þá sjáum við að SÁÁ er að stórum hluta rekið með þjónustusamningi við Ríkið. Þetta sama Ríki og selur landsmönnum áfengi. Áfengisgjaldinu er ætlað að bæta þann skaða sem áfengisneysla veldur í þjóðfélaginu, en skaðinn er svo mikill að áfengisskatturinn nær aldrei nálægt því svo hárri upphæð að það dugi til að sinna afleiðingunum. Þannig að í raun væri hægt að segja að það sé hræsni hjá SÁÁ að meðhöndla áfengissjúklinga á þeirri forsendu að meðferðin er fjármögnuð með áfengissölu.
Á sama máta er það fjármagn sem SÁÁ fær af spilakössum ætlað til að sporna gegn og meðhöndla þá sem lenda í vanda vegna sjúklegrar veðmálafíknar. Auðvitað er alltaf hægt að skilgreina þetta á gráu svæði siðferðilega en ég held að það sé hugarburður að gefa sér að SÁÁ sé rekið sem eitthvæð græðgisbatterí. Það er einfaldlega mikil aðsókn og mikil þörf fyrir meðferðarúrræði og það er kostnaðarsamt að halda slíku úti. Flestir eru þó sammála um að slík starfsemi skili sér margfalt til baka í þjóðarbúið.

Páll Geir Bjarnason, 23.8.2009 kl. 14:53

185 identicon

Gunnar.

Ice-save hefði aldrei orðið til ef að óhófleg völd hefðu ekki verið flutt til einkaaðila vegna fákunnáttu og kæruleysis.

marco (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:05

186 identicon

Páll, að SÁÁ skuli reka spilakassa er eins og að SÁÁ ræki bar til að fjármagna rekstur sinn. Að hluti af áfengisskattinum fari til SÁÁ er bara ekki sambærilegt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:20

187 identicon

loggið ykkur út, fáið ykkur smók og þegiði

GAmFCE7DB7A7DmG7ED7

var scCntrl = document.getElementById("scrollcontrol");scCntrl.innerHTML="Tóntegund:
Lækka um heiltón Lækka um hálftón Hækka um hálftón Hækka um heiltón
Hljómar í laginu:

G\nAm\nF\n
C\nE7\nD\n
B7\nA7\nDm\n
G7\nE\nD7\n
"; G        Am         F         G
Í bláum skugga af broshýrum reyr.

C           Am         F         E7
Við eigum pípu, kannski eilítið meir.

      Am      C     F          D        Am
Við eigum von og allt sem er dæmt og deyr.

gjörið svo vel

eiturlyfjadjöfullinn (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:35

188 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig í ósköpunum færðu það út að það sé ekki sambærilegt? Ertu óvildarmaður SÁÁ? Viltu ekki að í boði séu meðferðarúrræði fyrir þá sem lenda í vanda með vímugjafa?

SÁÁ rekur í sjálfu sér ekki spilakassa frekar en áfengisverslanir. SÁÁ er í samvinnu við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Rauða krossinn gegnum félagið Íslandsspil og fara allar tekjur aftur til samfélagsins. Það er afskaplega lítið brot af spilakassatekjum sem berst til SÁÁ, innan við 5%, og þetta brot er það sem kallað er "til góðs málefnis".
Persónulega myndi ég vilja sleppa því að þiggja þetta fé því eins og þú bentir á er þetta umdeildanlegt. Þægilegra væri að leita annarra leiða til fjármögnunnar eins og reyndar er gert. Spilakassatekjur er brot af veltu SÁÁ. Þú talar hins vegar eins og SÁÁ haldi úti spilakassarekstri en það er algjör fásinna.

En þú verður að viðurkenna að fyrri samlíking um tekjur af löglegum söfnunarkössum er ekki sambærilegur við tekjur af ólöglegri kókaínssölu.

Páll Geir Bjarnason, 23.8.2009 kl. 16:44

189 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...gott lag, oft sungið það og spilað ;)

Páll Geir Bjarnason, 23.8.2009 kl. 16:45

190 Smámynd: Kommentarinn

Ég ætlaði nú kannski ekki að vera með einhver leiðindi út í SÁÁ.. Spilakassarnir eru bara skemmtilegt dæmi.. og 5% ágóða er í sjálfu sér ekki mikið.

Ég held að svona áróðurs-ágóða-forvarnarmaskínur séu meira vandamál í USA heldur en hér..

Kommentarinn, 23.8.2009 kl. 17:01

191 identicon

Af þessari umræðu má sjá að regluleg kannabisneysla gerir menn árásagjarna, hrokafulla og paranojaða. Það þarf ekki annað en að lesa komment eftir Skorrdal og Magus (nema það sé sami maðurinn) til að sannfærast um að það eigi aldrei að lögleiða kannabis." Pálmi

Æi Pálmi minn, ég er nú ekki Skorradal sá ágæti maður. Afhverju heldur þú að magus komi fram hér undir öðru nafni, ertu nokkuð paranojaður? Greinilegt að þú vilt dæma hart og illa þá sem verja Kannabis, en hvað með snillingana sem líkja "lögleiðingarsinnum" við barnaníðinga. Eru þeir ekkert hrokafullir eða árásargjarnir?

Hvað með þessa fullyrðingu hjá þér um Kannabisneyslu, er hún ekki hrokafull árás á alla Kannabisneytendur? SVo er líka fyndið hvernig fordómarnir snúast í hringi, eina stundina eru allir neytendur "hasshausar" sem eru einangraðir og daufir, en aðra stundina eru allir neytendur hrokafullir og árásargjarnir.....

En gaman að vita af mönnum eins og Pálma, sem eru algjörlega lausir við hroka.....

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 17:57

192 identicon

"Ice-save hefði aldrei orðið til ef að óhófleg völd hefðu ekki verið flutt til einkaaðila vegna fákunnáttu og kæruleysis." marco

Icesave varð til vegna þess að EES samningurinn gerði þessa reikninga mögulega, og það voru forverar Samfó, allaballarnir, sem fóru fremstir í flokki að koma Íslandi í EES.

Nú urðu bankanir sekir um kæruleysi og græðgi en það er ekki öll sagan.

ÞAð að bankar séu einkareknir þykir sjálfsagt í næstum öllum flokkum nú til dags. Ég er ekki einu sinni viss um að VG mundi vilja banna einkarekna banka. Núverandi ríkisstjórn (Jóhanna sjálf) hefur sagt að bankarnir verði seldir aftur um leið og það verður praktikal...Það þýðir því lítið að hrópa frjálshyggja.

Hvað um það...., eftirlitið með IceSave Marco var hjá bankamálaráðherra Íslands og svo Fjármálaeftirlitinu. Viltu ekki skoða ábyrgðina sem lá þar? Ekki voru það einkaaðilar?

Bankamálaráðherrann hjá Samfó var heimspekingur, ekki hagfræðingur eða eitthvað slíkt. Þegar ISG formaður flokksins sótti fundi með Davíð, sem voru 5 eða 6, þar sem hugsanlegt hrun var rætt, þá lét hún ekki einu sinni bankaráðherrann vita. Hún labbaði bara í bankana og lét ljúga að sér að allt væri í stakasta lagi....

Ríkisstjórnin gerði ekki rassgat þrátt fyrir viðvaranir. Ekki getur þú kennt frjálshyggju um það?

Ríkisstjórnin sinnti ekki eftirlitinu.....

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:15

193 identicon

Mexíkó að linast upp líka?" Einar

Já lögleiðing hefur verið rædd undanfarið á þinginu þar, og það sem meira er þá er Mexíkó að setja þrýsting á Kanana að lögleiða hjá sér líka.

En Kaninn bregst bara við með því að gefa Mexíkó peninga og hermenn til að auka stríðið.

Það er svo mikill misskilningur hjá mörgum að glæpagengin séu á móti lögleiðingu, þvert á móti.

http://www.huffingtonpost.com/david-henry-sterry/mexican-drug-lord-officia_b_179596.html

Joaquin "El Chapo" Guzman Loera reported head of the Sinaloa cartel in Mexico, ranked 701st on Forbes&#39; yearly report of the wealthiest men alive, and worth an estimated $1 billion, today officially thanked United States politicians for making sure that drugs remain illegal. According to one of his closest confidants, he said, "I couldn&#39;t have gotten so stinking rich without George Bush, George Bush Jr., Ronald Reagan, even El Presidente Obama, none of them have the cajones to stand up to all the big money that wants to keep this stuff illegal. From the bottom of my heart, I want to say, Gracias amigos, I owe my whole empire to you."

magus (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:27

194 identicon

flott umræða :) alveg greinilegt að það eru meiri meðmæli með lögleiðingu cannabis heldur en barnalega bullið sem karl og fleiri eru með þarna.  

Gunnar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 22:58

195 identicon

Hvernig var Ísland stofnað?

Kannski þarf að stofna nýtt land fyrir þá sem vilja frelsi í staðin fyrir þrældóm?

Stór hópur fólks gæti keypt landareign saman og stofnað þar nýtt land.

Væntanlega er búið að setja lög sem hindra að þetta sé hægt.

En kannski stoppa engin lög stóran hóp fólks með friðsamleg markmið í huga.

Sindri (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 00:32

196 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er ekki flókið mál, bannið virkar alls ekki! Þvert á móti kostar það offjár sem væri betur varið í forvarnir og fræðslu, kostar dýrmætan tíoma og mannafla, og óteljandi mannslíf og hörmungar. Bannið gerir milljónir af annars löghlýðnum og samfélagslega sinnuðu fólki að glæpamönnum, heldur því í stöðugu eineltis-ástandi, og kennir ungu fólki að tortyggja samfélag sem er þeim fjandsamlegt á sama tíma og samfélagið samþykkir áfengi og það meira á þeim heimskulegu forsendum að það sé eitthvað skárra af því að það er löglegt. Áfengi er dóp sem foreldrar jafnvel kaupa fyrir börn sín svo þau noti ekki dóp!?!

Bannið er forneskjulegt og heimskulegt, og öll nálgun á þessi mál eru á röngum forsendum. Milljörðum er eytt í persónunjósnir, ofsóknir, fangelsi og tækjabúnað sem snýr eingöngu að því að takast á við afleiðingar, en aðeins örfáum milljónum er varið í fræðslu. Krakkar koma útúr 10. bekk án þeirrar fræðslu sem á að geta gert þeim kleyft að velja og hafna, án þess að kunna nokkuð fyrir sér um t.d. hvernig skuli bregðast við ofskömmtun, þunglyndi, einstaklingsbundin áhrif, félagsleg áhrif, líkamleg áhrif...m.ö.o. vanbúin í hættulegt umhverfi.

Þau eru mötuð á fölskum upplýsingum, og alið er á þeirri skoðun að neysla sé alltaf merki um aumingjaskap, glæpahneigð og einhverskonar úrkynjun. Þeim er kennt að fyrirlíta bræður sína og systur, í stað þess að kenna þeim að samfélagið ber ábyrgð á ÖLLUM sínum börnum...líka svörtu börnunum.....

Við getum ekki búið við það lengur að fólk deyji úr fáfræði.....

Haraldur Davíðsson, 24.8.2009 kl. 11:42

197 identicon

Sindri: Líst vel á það! Getum stofnað Kannabisnýlendu :D

Rúnar (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:30

198 identicon

Ég er viss um að efnahagskerfið okkar væri sem risi í samanburði við hið íslenska.

Rúnar (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:32

199 identicon

Ef það á að banna fólki að neyta þessa efna þarf þá ekki að skoða líka bann á tóbaki og áfengi? Grundavallareglan um að einstaklingar megi gera það sem þeir vilja svo framarlega sem þeir brjóti ekki á frelsi annara er ekki í hávegum höfð á Íslandi í dag, því miður.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:43

200 identicon

Humm greinilega hitamál á ferðinni

Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband